Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Side 26
Helgarblað 17.–20. mars 20174 Til sjávar - Kynningarblað Spriklandi ferskur fiskur beint á veitingastaði Humarsalan: ávallt með fyrsta flokks humar F erskir þorskhnakkar og þorskbitar eru vinsæl afurð frá okkur, sem við sækjum nú daglega í ferskfiskvinnslu Skinneyjar-Þinganess í Þor- lákshöfn. Þar veiða menn og vinna hágæða ferskan fisk alla daga frá bátum útgerðarinnar. Humarsalan hóf nýlega að bjóða viðskiptavin- um sínum upp á þessa brakandi fersku afurð sem við dreifum dag- lega inn á veitingastaði og mötu- neyti um allt land,“ segir Jakob Hermansson, sölustjóri Humar- sölunnar. Humarsalan sérhæfir sig í sölu á spriklandi ferskum fiski, humri og öðrum skelfiski fyrir verslanir, veitingahús, veisluþjónustur og einstaklinga. „Humarinn og fersku þorskhnakkarnir eru langvinsæl- astir en við erum sérfræðingar í sjávarfangi og bjóðum aðeins upp á hágæða hráefni,“ segir Jakob. Humarsalan: Tákn um gæði Humarsalan var stofnuð í janúar 2004. „Markmið okkar er ávallt að bjóða upp á fyrsta flokks fisk allt árið um kring og veita fyrir- taks þjónustu,“ segir Jakob. Fljót- lega eftir stofnun fyrirtækisins var viðskiptavinum einnig boðið upp á steinbíts- og skötuselskinnar, sem njóta gríðarlegra vinsælda. „Orðstír fyrirtækisins hef- ur vaxið jafnt og þétt og má með sanni segja að merki Humar- sölunnar sé tákn um gæði,“ segir Jakob. Íslenskt hráefni í hæsta klassa „Við bjóðum aðeins upp á hrá- efni í hæsta klassa frá öflugustu humarútgerð landsins, en það hefur löngum loðað við Horna- fjörð að þar sé besta humarinn að fá,“ segir Jakob. Humarsalan selur einnig aðrar afurðir Skinneyjar- Þinganess. „Steinbítskinnar og létt- saltaðar þorsklundir njóta orðið sí- fellt aukinna vinsælda, og finnum við fyrir miklum áhuga á íslensku sjávarfangi jafnt hjá veitingastöð- um og hinum almenna neytanda.“ Mikið af nýjungum í gegnum árin Humarsalan býður upp á mjög mikið úrval af humri með skel og án skeljar, og hefur skelfletti hum- arinn orðið sífellt vinsælli. „Fólk er farið að nota skelfletta humar- inn í ótrúlegustu matargerð eins og t.d. ommelettur, pítsur, samlok- ur og margt fleira. Einnig hafa aðr- ar íslenskar sjávarafurðir eins og steinbítskinnar, skötuselskinnar, léttsaltaðar þorsklundir, ásamt inn- fluttu sjávarfangi eins og risarækju, hörpuskel, túnfiski og fleiru, verið mjög vinsælar. Á vörulista Humar- sölunnar hafa verið að bætast við nýjungar í gegnum árin og koma viðskiptavinir Humarsölunnar víða að. Við erum því bjartsýn og sjáum mikið af tækifærum,“ segir Jakob að lokum. n Á vefverslun fyrirtækisins, humarsalan.is, er að finna gott yfir lit yfir vöruúrvalið. Einnig má finna þar fjölmargar uppskriftir af humar- og fiskréttum. Sími: 867- 6677 Netfang: humar- salan@humar- salan.is. Þjónusta og gæði ásamt stöðugleika í afhendingu er okkar leiðarljós hjá Humarsölunni! Fyrsta flokks hágæðahumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.