Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Page 28
Helgarblað 17.–20. mars 201724 Fólk Viðtal
aftur að fjölga. Ég hætti sem fastráð
inn leikari hjá leikhúsinu sjötug og
hef sem betur fer haft nóg að gera
síðan.“
Áttu enn auðvelt með að læra
hlutverk utan að eða verður það erf-
iðara með aldrinum?
„Nei, það verður erfiðara. Þegar
ég var ung rann textinn inn í mig
eins og ekkert væri en núna þarf ég
að hafa meira fyrir honum.“
Engin skikkja
Á þessum langa tíma hefurðu aldrei
fengið sviðsskrekk, orðið skelfingu
lostin og hugsað að þú kæmist ekki
gegnum sýninguna?
„Jú, en ekki oft. Það hefur ein
staka sinnum hent mig að fyllast
skelfingu og óttast að muna ekki
textann. Það gerist oftar núna þegar
ég eldist og er erfitt. Reynslan hjálp
ar manni hins vegar og maður klór
ar sig út út því.“
Fór einhvern tíma eitthvað illa
úrskeiðis á sviði meðan þegar þú
varst að leika?
„Ég lék Hildigunni í Merði Val
garðssyni eftir Jóhann Sigurjónsson.
Á generalprufu var fullur salur. Svo
kom að atriðinu þar sem Flosi kom
í heimsókn. Skikkja Höskuldar átti
að vera lokuð ofan í kistu og ég átti,
óskaplega reið, að taka hana upp
og henda henni í Flosa. Þetta var
dramatísk sena þar sem skikkjan
gegndi miklu hlutverki. Ég opnaði
kistuna og þar var engin
skikkja. Mér tókst að bjarga
þessu með því að setja texta
minn í einhvers konar þá
tíð og skírskota til skikkj
unnar sem ekki var þarna.
Allt þetta varð ég að gera
á upphöfnu máli og það
kostaði mikla áreynslu.
Þegar ég kom út af sviðinu
þá skellti ég hurð svo
fast að dyrakarmurinn
losnaði. Ég var alveg upp
gefin og líka nokkuð reið
vegna þess að sá sem bar
ábyrgð hafði brugðist. En
þetta bjargaðist.“
Næstum því pornó
Á sjöunda áratugnum átti
Kristbjörg þátt í að stofna
tilraunaleikhúsið Grímu
ásamt manni sínum Guð
mundi Steinssyni, Erlingi
Gíslasyni, Magnúsi Páls
syni, Þorvarði Helga
syni og Vigdísi Finn
bogadóttur. Gríma hafði
varan leg áhrif á íslenska leik
list. „Það var viss fábreytni í
íslensku leiklistarlífi á þess
um tíma og við vildum meiri
nýbreytni,“ segir Kristbjörg.
„Það var líka eitt að maðurinn
minn var að skrifa og það var
ekkert auðhlaupið fyrir hann
að fá sín skrif inn í leikhúsin.
Þetta var mjög skemmtilegur
tími. Ég var þarna fyrstu árin
og svo tóku aðrir við. Þetta var
mikil vinna og ólaunuð. Mað
ur gefst upp á því eftir nokkurn
tíma að fá ekkert fyrir vinnu
sína.“
Leikarastarfið er ekki vel
launað, af hverju hefurðu enst
í þessu starfi svona lengi?
„Það er eitthvað sem togar í
mann. Leiklistin er mér mikið
hjartans mál, annars hefði
ég ekki staðið í þessu allan
þennan tíma.“
Kristbjörg hefur leikið í all
nokkrum kvikmyndum, þar á
meðal 79 af stöðinni sem á sínum
tíma þótti óskaplega djörf, en mót
leikari hennar var Gunnar Eyjólfs
son. „Myndin var næstum því
pornó! Hún þótti svo djörf. Mér
fannst það reyndar ekki sjálfri,“ seg
ir Kristbjörg og hlær. „Við Gunnar
vorum miklir mátar og
okkur fannst bara svolítið
sniðugt hversu margir
hneyksluðust.“
Kvikmyndaleikur er
öðruvísi en sviðsleikur,
mikil bið og endurtekn-
ingar.
„Já, en það á vel við
mig. Ég get alltaf fund
ið mér eitthvað að gera
í bið og svo er maður
alltaf að hugsa um hlut
verkið. Mér finnst gam
an að leika í kvikmynd
um. Þegar maður er
kominn á þennan aldur
þá er það ekki eins
mikið álag og sviðsleik
urinn. Ég hef líka leikið
í sjónvarpi og eftir að ég
lék í Föngum hefur fólk
komið til mín og þakk
að fyrir seríuna sem því
fannst bæði spennandi
og góð. Það gleður mig. Það var
gaman að leika í Föngum, þar skap
aðist afar gott andrúmsloft, eins og
gerist svo oft í samvinnu.“
Gagnrýni er smekksmál
Á ferlinum leikstýrði Krist
björg nokkrum leikritum.
„Ég prófaði það og fannst
það ögrandi og fremur erfitt
en afskaplega skemmtilegt.
Ég hugsaði samt með mér
að ég myndi ekki vilja skipta
á leikarastarfinu og starfi
leikstjóra. Leikarastarfið á
einfaldlega miklu betur við
mig. Mér fannst það gefa
mér heilmikið sem leikara
að hafa prófað að leikstýra.
Leikarar eru stundum hör
undsárir og ef leikstjórinn er
að segja manni til, sérstak
lega þegar maður er ungur,
þá tekur maður það stund
um persónulega. En það er
ekkert persónulegt, það er
bara verið að reyna að gera
hlutina sem allra best.“
Hefur þú einhvern tíma fengið
slæma dóma?
„Já, já, og orðið hundfúl. Manni
hefur stundum fundist skorta fagleg
rök hjá gagnrýnendum. Gagnrýni er
svo mikið smekksmál. Ef maður fell
ur einhverjum gagnrýnanda ekki
í geð þá er ekkert við því að gera. Í
einstaka tilfelli fannst mér gagnrýn
in reyndar sanngjörn þótt hún væri
hörð.“
Ertu yfirleitt sjálf sátt við
frammistöðu þína?
„Það er misjafnt. Stundum finnst
mér ég ekki hafa alveg náð tökum
á hlutverkinu og er þá svolítið
óánægð. En maður gerir bara það
sem maður getur. Það er svo skrýtið
að stundum er gagnrýnin mjög fín
þótt maður sé sjálfur kannski ekki
alveg sáttur inni í sér.“
Trú á æðri mátt
Kristbjörg giftist Guðmundi Steins
syni árið 1962. Hún átti einn son
og saman ættleiddu þau stúlku frá
Kólumbíu, Þórunni. Hún segir að
það hafi bara verið gott fyrir hjóna
bandið að þau Guðmundur voru
bæði á listasviðinu.
Guðmundur var leikskáld, það
hlýtur að hafa verið nokkuð strembið
í jafn litlu samfélagi.
„Í byrjun var það mjög erfitt.
Hann hélt sínu striki og leikrit hans
hafa verið sýnd víða. Mér finnst
magnað að þetta áratuga gamla verk
sem við erum að sýna núna skuli
vera nánast eins og það hafi verið
skrifað í dag.“
Guðmundur lést árið 1996.
„Þegar maður hefur átt svo náinn
sálufélaga er erfitt að missa hann,“
segir Kristbjörg.
Í byrjun sagðirðu að vonandi
væri Guðmundur þarna einhvers
staðar að fylgjast með. Trúirðu því
eða vonarðu það?
„Ég vona, já. Og ég trúi á æðri
mátt. En ég iðka ekki trúna þannig að
ég sé kirkjurækin eða eitthvað slíkt.“
Þú ert þá kannski dæmigerður Ís-
lendingur hvað þetta varðar?
„Já, nákvæmlega.“
Hversu lengir heldurðu að þú
munir halda áfram að leika?
„Ég hugsa ekkert um það, læt
hverjum degi nægja sína þjáningu.
Ég hef ekki áhyggjur af framtíðinni.
Ég lifi í núinu.“ n
„Þegar
maður
er að móta
hlutverk þá er
persónan með
manni allan
tímann
„Þegar ég
kom út
af sviðinu þá
skellti ég hurð
svo fast að
dyrakarmurinn
losnaði
Heiðursverðlaunahafi DV
Kristbjörg heldur þakkarræðu
sína. Henni var ákaft fagnað.
myND siGTryGGur ari
stakkaskipti Kristbjörg
lék á móti Helga Skúlasyni
í leikriti eiginmanns síns,
Guðmundar Steinssonar.
Lukkuriddarinn eftir John millington synge
Með Helgu Valtýsdóttur og Bessa Bjarnasyni.