Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Síða 39
Helgarblað 17.–20. mars 2017 Menning 35 PKdM arKiteKtar verðlaunaðir fyrir hátækniverksmiðju alvogen í vatnsmýri Þessi verkefni voru einnig tilnefnd dómnefnd: Aðalheiður Atladóttir (formaður), Laufey Agnarsdóttir og Þórarinn Malmquist. n Fosshótel Jökulsárlón, hannað af Bjarna Snæbjörnssyni, arkitekt FAÍ n Saxhóll, viðkomu- og útsýnisstaður hannaður af Landslag n Fangelsið Hólmsheiði, hannað af Arkís n Áningarstaður við Stórurð í Dyrfjöllum hannaður af Zero Impact Strategies Vandað og fagmannlegt handverk M enningarverðlaun DV í byggingarlist fara til PKdM arkitekta fyrir hönnun á skrifstofum og hátækniverksmiðju Alvogen í Vatnsmýrinni. Þetta er annað árið í röð sem stofan hlýtur verðlaunin, en í fyrra var hún verð- launuð fyrir orlofshús Bandalags Há- skólamanna í Brekkuskógi. Í umfjöllun dómnefndar um verð- launabygginguna segir: „Nýbygging líftæknifyrirtækisins Alvotech er hluti af skipulagi Vísindagarða í Vatnsmýr- inni. Byggingin er þrískipt með inn- dregna efstu hæð. Norðurálman hýs- ir skrifstofur fyrir almennan rekstur. Fyrir miðju er framleiðsluhlutinn þar sem fer fram þróun og síðar einnig vinnsla. Suðurálman hýsir vinnurými fyrir rannsóknarteymin sem vinna í framleiðsluhlutanum. Undir öllu er kjallari með tæknirýmum og bíla- geymslu. Anddyrið er rúmgott þriggja hæða rými sem tengir saman öll skrif- stofurými norðanmegin. Í millibilinu milli norðurálmu og framleiðsluhluta er hringstigi sem er fókuspunktur hússins og er vel sýnilegur að utan. Listaverk leika stórt hlutverk í upplifun á rýmum utan sem inn- an. Við norðurenda lóðar er lista- verk eftir Sigurð Guðmundsson og stórt vegglistaverk eftir Erró skreyt- ir matsalinn á efstu hæð. Vinnurými eru björt, opin og mjög vel skipulögð. Efnis- og litaval er einfalt en þar sem ólík efni eða litir mætast er gaumur gefinn að bestu lausn hverju sinni. Vegna starfseminnar er þó nokkuð af lokuðum flötum á úthliðum. Mark- visst er unnið að því að brjóta upp skalann með opnum og lokuðum flötum, lóðréttum og láréttum línum í forsteyptum einingum. Það gefur byggingunni manneskjulegan mæli- kvarða og aðlagar hana að næsta ná- grenni. Aðal inngangur er gerður sýni- legri með lóðréttu líparíti. Deili, utan og innan, eru úthugsuð og fáguð í sín- um einfaldleika. Að mati dómnefndar er byggingin einstaklega fallegt dæmi um velheppnaða samvinnu og metn- að allra þeirra aðila sem komu að verkinu, bæði á hönnunar- og fram- kvæmdatíma, til að skila af sér vönd- uðu og fagmannlegu handverki.“ n Sólveig guðMundSdóttir hlýtur verðlaunin í leiklistarflokki S ólveig Guðmundsdóttir hlýtur Menningarverðlaun DV í leiklistarflokki fyrir leik sinn í Illska og Sóley Rós ræstitæknir. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Sólveig hefur verið vaxandi leik- kona og vakti mikla athygli í verkinu Illsku sem Óskabörn ógæfunnar unnu úr samnefndri skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl og settu upp á árinu á Litla sviði Borgarleikhússins. Þar túlkar Sólveig af ástríðu og næmi mótsagna- kenndar tilfinningar persónunnar Agnesar. Ekki vakti síður athygli upp- færsla Sólveigar og Maríu Reyndal á leikriti þeirra Sóleyju Rós ræstitækni sem Kvenfélagið Garpur setti upp í Tjarnarbíói. Þar býr Sólveig til heila manneskju á sviðinu, með karakter og sögu, sérstakan talsmáta, stóra og smáa takta og kæki, vitsmuni, veik- leika og styrkleika, djúpstæða rétt- lætiskennd en líka djúpstæða minni- máttarkennd og lætur áhorfendur bæði gráta og hlæja með sér.“ Málefni sem skipta máli „Ég var alveg hrikalega ánægð að vera verðlaunuð fyrir þessi verk því þetta eru tvær sjálfstæðar sýningar og það er sérstaklega mikil vinna sem fólst í að koma þeim á koppinn,“ segir Sólveig um viðurkenninguna. „Þetta er líka sérstaklega ánægju- legt því ég tók þátt í að skrifa bæði verkin, Sóleyju Rós vann ég með Maríu Reyndal út frá viðtali við konu sem býr og starfar fyrir norðan, og tók svo þátt í að skrifa leikgerðina að Illsku með leikhópnum Óskabörn ógæfunnar upp úr bók Eiríks Arnar Norðdahl. Þar af leiðandi finnst manni maður eiga svolítið meira í sýningunum með öllu fólkinu sem vinnur að þeim. Mér finnst báðar þessar sýningar fást við málefni sem skipta miklu máli í samfélaginu og það er frábært að taka þátt í að segja svona stórar sögur.“ Aðspurð hvort henni hafi fundist árið 2016 hafa verið sérstaklega gott hjá henni segir Sólveig að það hafi kannski bara hist svo heppilega á að hún hafi fengið að taka að sér þessi ólíku en áhugaverðu hlutverk á svip- uðum tíma. „Þetta eru náttúrlega tvö dúndur- kvenhlutverk, en þau eru ekki á hverju strái. Þetta eru mjög ólíkar persónur og ólíkar sýningar. En þegar það eru góð hlutverk í boði er auð- veldara að standa sig vel í vinnunni sinni. Maður verður ekki að flinkri leikkonu á einni nóttu. Ég hef unnið sem sjálfstætt starfandi leikkona með hinum ýmsu leikhópum síðustu sextán ár, manni hefur oft mistekist, maður hefur gert mjög misgóðar sýn- ingar en maður tekur alltaf eitthvað með sér, lærir af mistökunum og ger- ir betur næst. Þegar maður er lengi í þessu kynnist maður svo mörgu fólki – og það skiptir svo miklu máli að vinna með rétta fólkinu.“ Að lokum hvetur hún fólk til að mæta á sýningarnar tvær áður en sýningum lýkur, en tvær sýningar eru eftir af Illsku í Borgarleikhúsinu og þrjár eftir af Sóleyju Rós ræstitækni í Tjarnarbíói. n Ástríðufull og næm túlkun Þau voru einnig tilnefnd í flokki leiklistar dómnefnd: Silja Aðalsteinsdóttir (formaður), Bryndís Loftsdóttir og Silja Björk Huldudóttir. n Leikhópurinn Kriðpleir fyrir handrit og uppfærslu Ævisögu einhvers n Gréta Kristín Ómarsdóttir og leikhóp- ur fyrir uppfærslu sína á Stertabendu n Ólafur Egill Egilsson fyrir leikstjórn á Broti úr hjónabandi n Sean Mackaoui og Ólafur Ágúst Stefánsson fyrir leikmynd og lýsingu í Horft frá brúnni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.