Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.2017, Page 48
Helgarblað 17.–20. mars 2017
21. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Banana-
bræðurnir!
með Heimilispakka Símans
Lifðu þig inn í
Sjónvarp Símans
Premium
13.500 kr./mán.
Línugjald ekki innifalið. Verð frá 2.600 kr./mán.
Pantaðu Heimilispakkann
á siminn.is eða í síma 800 7000
Heimilispakkinn
Sjónvarp Símans
Premium
Sjónvarp Símans
Appið
Sjónvarpsþjónusta
Símans
11 erlendar
sjónvarpsstöðvar
Netið 250 GBEndalaus heimasími Spotify Premium
TV
IS
T
10
33
6
Horfðu á allar þáttaraðirnar af Dexter þegar þér hentar.
Yfir 6.000 klukkustundir af heilum þáttaröðum.
Svona á sjónvarp að vera.
Fimmfalt húrra
n Hæstiréttur Íslands fékk
enn eina ferðina á baukinn frá
Mannréttindadómstól Evrópu
þegar hann á fimmtudag komst
að þeirri niðurstöðu að dómur-
inn hefði brotið gegn tján-
ingarfrelsi Steingríms Sævars
Ólafssonar, þáverandi ritstjóra
Pressunnar, vegna ummæla
sem birtust í Pressunni um Ægi
Geirdal.
Erla Hlynsdóttir, sem í þrí-
gang hefur unnið mál gegn
ríkinu á vettvangi Mann-
réttindadómstólsins, fagnar
niðurstöðunni með fimmföldu
húrrahrópi – enda hefur dómur-
inn í fimm skipti úrskurðað að
Hæstiréttur hafi brotið á tján-
ingarfrelsi íslenskra blaðamanna.
„Hvaða afbrotafræðihugtak
yrði notað um Jón Putta ef hann
væri fimm sinnum í röð dæmd-
ur fyrir að stela kjötlæri í búð?“
spyr Kristinn nokkur Hrafnsson
Erlu á Facebook. Hún er snögg
til svars, eins og hennar er von
og vísa: „Við get-
um allavega
orðað þetta
þannig að
hann fengi
ekki vinnu í
Bónus.“
Bræður og
bananalíkjör
n Bræðurnir Gústaf og Brynjar
Níelssynir eru ólíkindatól hin
mestu. Á Facebook bar það til tíð-
inda í vikunni að Vigdís nokkur
Hauksdóttir bað vini sína á sam-
félagsmiðlinum að ráðleggja sér
með drykkjarval fyrir lítið sam-
kvæmi sem hún hugðist standa
fyrir í heimahúsi. Ekki leið á löngu
þar til Gústaf hóf upp raust sína:
„Fjórfaldur brennivín í banana-
líkjör.“ Uppástungan hlaut engar
sérstakar undirtekt-
ir fyrr en Brynj-
ar, sem þekktur
er af kímnigáfu
sinni og um-
deildum skoðun-
um, hjó í sama
knérunn: „Brenni-
vín í bananalíkjör.
Mesta víman
fyrir minnstan
pening.“
Á
dögunum varð uppi fótur og
fit í samfélagi Survivor-að-
dáenda hérlendis þegar í ljós
kom að ein af stjörnum þátt-
anna, Abi-Maria Gomes, var
stödd í fríi hérlendis. Einn meðlimur
hópsins, Sædís Anna Jónsdóttir, próf-
aði að senda henni skilaboð og spyrja
hvort hún væri til í að hitta nokkrar
aðdáendur hérlendis meðan á dvöl
hennar stæði og það var Gomes svo
sannarlega til í. Skipulagning fór
á fullt og um það leyti sem DV fór í
prentun settust þrjátíu aðdáendur
niður með stjörnunni á Hótel Marina
og horfðu á nýjasta þáttinn í 34. seríu
þáttarins Survivor: Game Changers.
„Hún var rosaleg tík og það gerði
hana að stórskemmtilegum kepp-
anda. Það sést best á því að eftir
frumraun sína í 25. seríu, Survivor:
Philippines þá fékk hún aftur tækifæri
í 31. seríu, Survivor Cambodia, þar
sem eftirminnilegir keppendur fengu
annað tækifæri. Hún lenti í fimmta
sæti af tuttugu keppendum í fyrri
keppninni og í sjöunda sæti í þeirri
síðari. Það var held ég aðallega af því
að hún var svo erfið í sam-
búð,“ segir Sædís og hlær.
Að hennar sögn er Abi-
Maria afar þekkt í samfé-
lagi Survivor-aðdáenda en
geti engu að síður gengið ró-
leg niður Laugarveginn.
Survivor-aðdáendur hér-
lendis halda úti Facebook-síð-
unni S01E01: Survivor Edition sem
er afar lífleg. Þar eru gamlar þátt-
araðir ræddar auk þess sem náið
er fylgst með þeirri seríu sem er í
gangi hverju sinni. Hópurinn stend-
ur fyrir keppninni „Þraukar-
inn“ þar sem þátttakendur
veðja á sína hesta í byrjun
hverrar seríu og síðan eru
veitt verðlaun þeim sem
reynast sannspáir. „Það bæt-
ast sífellt fleiri við og flestir hafa
verið aðdáendur frá fyrsta þætti.
Þegar seríunum fjölgaði þá kom smá
tímabil þar sem það þótti ekkert sér-
staklega töff og þá fylgdust margir
áfram með í laumi. Með tilkomu
hópsins hafa hins vegar fjölmargir
stigið fram og opinberað aðdáun
sína og það er mjög skemmtilegt.
Þetta eru náttúrlega bestu sjónvarps-
þættir í heimi,“ segir Sædís Anna. n
bjornth@dv.is
„Hún var rosaleg tík“
Survivor-stjarnan Abi-Maria Gomes er vinsæl meðal íslenskra aðdáenda
Sædís Anna Jónsdóttir Var afar spennt
fyrir kvöldstund með Survivor-stjörnunni
Abi-Maria Gomes.