Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Blaðsíða 18
Vikublað 21.–23. mars 201718 Fréttir Erlent A ugum hennar verður lokið aftur. Börn hennar verða hjá henni. Karl verður ekki lengur prins af Wales heldur verður hann konungur Bret- lands. Systkin hans, Anna prinsessa, Andrés prins og Játvarður prins munu kyssa hendur hans. Haft verður sam- band við Downing-stræti 10 og Ther- esa May vakin, sé hún ekki þegar á fót- um, með orðunum „Lundúnabrú er fallin“. Svona má gera ráð fyrir að atburða- rásin verði þegar Elísabet II Englandsdrottning fellur frá. Elísabet er níræð og á mánuð í 91 árs afmæli sitt. Hún hefur setið í hásæti frá árinu 1952, þegar hún tók við valda- taumunum eftir dauða föður síns, Georgs sjötta. Enginn sitjandi þjóðhöfðingi hefur setið viðlíka lengi á valdastóli og Elísabet, sem er drottning Stóra-Bretlands og fimmtán annarra ríkja Breska samveld- isins. Á valdatíma sínum hef- ur hún verið þjóðhöfðingi 32 landa. Fráfall hennar, þegar að því kemur, mun því hafa mikil áhrif víða um heim. Og vitanlega er búist við því að drottningin geti fallið frá, í raun hvenær sem er. Hún hefur þegar náð háum aldri, þótt langlífi sé þekkt í henn- ar ætt. Drottningarmóðirin, nafna hennar, varð þannig 101 árs gömul. En sem fyrr segir þá gera allir sér grein fyrir að Elísabet drottning lifir sitt ævikvöld þessi dægrin. Fjölmargar sviðsmyndir til Breska dagblaðið The Guardian birti á dögunum langa grein þar sem fjallað er um hvað gerist þegar drottningin fellur frá. Slíkar greinar hafa áður birst í breskum blöðum og eru allar nokkuð á sömu lund. Til eru fjölmargar sviðs- myndir af hálfu hirðarinnar, breskra stjórnvalda og breska ríkisútvarps- ins, sem fjalla um dauða drottningar- innar. Flestar þeirra gera ráð fyrir að drottningin falli frá eftir skammvinn veikindi. Yfirlæknir hennar, Huw Thomas, tekur yfir stjórn meðan drottningin liggur banaleguna, hann mun stýra því hverjir fái að hitta hana, hvaða upplýsingar verða gerðar opin- berar og hvenær. Hirðin við Buckinghamhöll mun senda út tilkynningar, ekki margar en nægjanlega margar til að al- menningur muni fá upp- lýsingar. Fyrsti emb- ættismaðurinn sem mun þurfa að takast á við fráfall Elísabetar verður Sir Christoper Geidt, ritari drottn- ingar. Hann mun hafa samband við forsætisráðherra Bretlands sem mun verða upplýstur um tíð- indin, á öruggri símalínu, með orðunum: „Lundúnabrú er fallin“. Ekkert verður samt Utanríkisráðuneytið mun koma upp- lýsingum til ríkisstjórna þeirra fimm- tán ríkja utan Stóra-Bretlands sem eru undir bresku krúnunni. Hið sama á við um 36 önnur ríki Samveldisins þar sem litið er á Elísabetu sem tákn- rænan leiðtoga. Ekkert verður samt. Almenningur verður ekki upp- lýstur strax um fráfall drottn- ingarinnar. Fyrst þarf að upplýsa þjóðhöfðingja, embættismenn, sendiherra og diplómata. Úr skápum verða dregin svört sorgarbönd sem borin eru á vinstri handlegg. Árum saman var breska ríkisútvarpið BBC upplýst um dauða meðlima bresku konungsfjölskyldunnar á undan öðrum fjölmiðlum. Þeir tímar eru liðnir og verður tilkynning send út á alla fjölmiðla samtímis. Samtímis gengur þjónn í sorgarklæðum út um dyr Buckinghamhallar og að hliðun- um, þar sem hann hengir upp til- kynningu um dauða drottningar. Sjónvarps- og útvarpssendingar verða rofnar. Breska ríkisútvarp- ið mun útvarpa viðvörunarhljóði frá tímum kalda stríðsins sem fæstir starfsmenn hafa heyrt, og þeir sem það hafa gert hafa aðeins heyrt það við prófanir. Sjónvarpsstöðvar verða samtengdar, rás 1, 2 og 4 hjá BBC munu sýna svan á tjörn þar til frétt- ir taka við. Fréttamenn verða í svört- um jakkafötum, með svört bindi. Aðr- ar fréttastofur munu koma myndefni í loftið og minningargreinum á netið. Sagt er að dagblaðið The Times sé til- búið með ellefu daga umfjöllun sem hægt er að senda út. Sky News hefur æft viðbrögð við andláti drottningar svo árum skiptir undir dulnefn- inu „Frú Robinson“. Skjaldarmerk- ið mun birtast á skjáum. Þjóðsöngurinn verður leikinn. Þögn fellur á Útför drottningar fer fram níu dögum eftir dauða hennar frá West- minster-klaustri, í fyrsta skipti frá árinu 1760 sem þjóðhöfð- ingi Breta er kvaddur þar. Bretland mun stöðvast. Verslunum verður lokað og í einhverjum tilvikum stillt upp myndum af drottningunni í gluggum þeirra. Kauphöllin verður lokuð. Knattspyrnuleikvangar verða opnaðir fyrir minningarathafnir er nauðsyn krefur. Kista drottningar nær dyrum klaustursins klukkan 11. Þögn fellur á. Sem fyrr segir mun dauði Elísabetar II Englandsdrottningar hafa mikil áhrif. Vinsældir drottn- ingarinnar og bresku konungsfjöl- skyldunnar hafa aukist síðustu ár og þó að til séu harðir andstæðingar konungsveldisins er ekki hægt að búast við öðru en að þjóðarsorg mun sveipa Bretland klæðum sín- um. Drottningin hefur ríkt í 65 ár, þeim fer ört fækkandi í hópi þegna hennar sem muna aðra tíma en þá sem hún hefur ríkt. Níu dagar hafa verið skipulagðir í þaula fram að útför drottningar og hvort sem um aðdáendur drottningarinnar er að ræða eða andstæðinga mun enginn verða ósnortinn. Vitanlega á þetta einkum við um þegna Elísabetar drottningar, eink- um á Bretlandseyjum, en einnig annars staðar innan Samveldisins. Heimurinn allur mun hins vegar einnig verða fyrir áhrifum. Dauði drottningar verður stórtíðindi. Sum- um verður hún harmdauði, öðrum ekki. Heimsbyggðin öll var áhorfandi að dauða fyrrverandi tengdadóttur hennar, Díönu prinsessu, og fylgdist með í sorg. Fjöl- margir geta rifjað upp hvar þeir voru þegar fréttirnar af dauða Díönu bárust þeim. Fólk mun einnig muna hvar það var þegar fréttir berast af því að Elísabet II Englands- drottning sé fallin frá. Stuðst er við grein The Guardian í um- fjölluninni ásamt fleiri heimildum. n Þjóðar- sorg Bretar voru harmi slegnir við fráfall Díönu prinsessu, líkt og heimsbyggðin öll. Búast má við þjóðarsorg í Bretlandi við fráfall Elísabetar II. Mynd EPA Dauði Englandsdrottningar n „Lundúnabrú er fallin“ n Ítarlegar áætlanir um viðbrögð við dauða Elísabetar II Erfingi krúnunnar Elísabet með frumburðinn Karl Bretaprins. Mynd AP1948 níræð og hress Elísabet II Englandsdrottning á mánuð í 91 árs afmæli sitt. Til eru ítarlegar áætlanir um viðbrögð við dauða hennar. Mynd EPA Ásamt Reagan Elísabet II hefur séð tólf Bandaríkjaforseta koma og fara í valdatíð sinni. Hér ríður hún út ásamt einum þeirra, Ronald Reagan, árið 1980. Við hirðina Englandsdrottning hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir glæsilega hatta sem hún ber við mis- munandi tækifæri. Mynd EPA 65 ár á valdastóli Elísabet II hefur setið í 65 ár á valdastóli, lengur en nokkur sitjandi þjóðhöfðingi í heiminum annar. Mynd EPA Við krýningu Elísabet II ásamt eiginmanni sínum, Filipusi drottningarmanni, eftir krýninguna 2. júní 1953. Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.