Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Blaðsíða 8
Vikublað 21.–23. mars 20178 Fréttir
115 eiga
von á sekt
Brot 115 ökumanna voru mynd-
uð á Sæbraut í Reykjavík á föstu-
dag. Að sögn lögreglu var fylgst
með ökutækjum sem var ekið
Sæbraut í vesturátt, við Kirkju-
sand. Á einni klukkustund, eftir
hádegi, fóru 648 ökutæki þessa
akstursleið og því óku margir
ökumenn, eða 18 prósent, of
hratt eða yfir afskiptahraða.
Meðalhraði hinna brotlegu var
74 kílómetrar á klukkustund en
þarna er 60 kílómetra hámarks-
hraði. Sá sem hraðast ók mæld-
ist á 93 kílómetra hraða. Vöktun
lögreglunnar á Sæbraut er liður í
umferðareftirliti hennar á höfuð-
borgarsvæðinu.
Dró sér fé
Héraðsdómur Norðurlands
eystra dæmdi á föstudag 25 ára
karlmann í sex mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir fjár-
drátt. Maðurinn var ákærður
fyrir að draga sér rúmar 630 þús-
und krónur af reikningi fatlaðs
og þroskaskerts einstaklings, en
hinn seki var persónulegur tals-
maður hans. Þá notaði hann
debetkort mannsins og keypti
vörur og þjónustu til eigin nota
fyrir tæpar 50 þúsund krónur.
Maðurinn sem ákærður var játaði
brotin fyrir dómi. Dómurinn er
skilorðsbundinn til tveggja ára.
Spyr hvort salan á Arion
sé málamyndagjörningur
n Einn kaupandi flæktur í spillingarmál n Stjórnarandstaðan full efasemda
F
ulltrúar stjórnarandstöðuflokk-
anna á Alþingi eru fullir efa-
semda varðandi sölu á tæplega
30 prósenta hlut í Arion banka
til þriggja erlendra vogunar-
sjóða og bandaríska fjárfestingarbank-
ans Goldman Sachs. Ekkert liggi fyrir
um raunverulegt eignarhald, augljós-
lega sé verið að leggja sig fram um að
lágmarka afskipti ríkisvaldsins og velt-
ir fyrrverandi forsætisráðherra því fyrir
sér hvort um málamyndagjörning sé
að ræða. Þá hafi í það minnsta einn
þessara aðila sem nú hafa keypt orðið
uppvís að mútugreiðslum og spillingu.
Ekki megi gerast aftur að bankarnir
lendi í höndunum á fólki sem kunni
ekki með þá að fara.
Tilkynnt var um söluna í gær en
kaupendur eru vogunarsjóðirnir
Attestor Capital LLP og Taconic Capi-
tal Advisors UK LLP, sem báðir kaupa
9,99 prósenta hlut og Sculptor In-
vestments s.a.r.l. sem kaupir 6,6 pró-
senta hlut. Síðastnefndi sjóðurinn er
tengdur Och-Ziff Capital Management
Group sem á síðasta ári þurfti að greiða
yfir 400 milljónir bandaríkjadala í sekt
vegna mútugreiðslna og spillingar í
Afríkuríkjum. Goldman Sachs kaupir
þá 2,6 prósenta hlut.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar
eru ekki hrifnir af ferli málsins. Lilja
Alfreðsdóttir, varaformaður Fram-
sóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi
í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem
kallað verður eftir frekari upplýsing-
um um söluna og fulltrúar Fjármála-
eftirlitsins verði boðaðir. Aðrir þing-
menn stjórnarandstöðunnar hafa
tekið undir þá kröfu.
Hagkvæmt fyrir kaupendur
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri
grænna, segir mjög ógagnsætt hverj-
ir séu að kaupa hlut í bankanum og
það sé óásættanlegt. „Mér sýnist líka
að þetta sé hannað til að lágmarka að-
komu stofnana ríkisins. Þarna kaupa
tveir aðilar, tveir sjóðir, eignarhlut
sem er rétt undir tíu prósentum.
Eins og kunnugt er telst tíu prósenta
eignarhlutur vera virkur eignarhlutur
sem myndi kalla á að Fjármálaeftirlitið
mæti hæfi hinna nýju eigenda.“
Katrín nefnir einnig að uppgefið
kaupverð sé 0,81 prósent af bókfærðu
virði bankans, þ.e. 81 eyrir af hverri
krónu. Heimild sé hins vegar til þess
að ríkið stigi inn í viðskiptin færi verð
niður fyrir 0,8 aura af hverri krónu, þá
myndi forkaupsréttur virkjast. „Þetta
er svona eins hagkvæmt og það getur
orðið.“
Ríkið þarf að setja reglur
„Við hefðum nú gjarnan viljað fá að vita
hverjir það eru sem eru að kaupa þetta,
í gegnum vogunarsjóði,“ segir Logi Már
Einarsson, formaður Samfylkingarinn-
ar. Hann segir allt benda til þess að
viðskiptin hafi verið sniðin með þeim
hætti að ríkið hefði sem minnsta að-
komu að þeim, bæði eignarhlutur
hvers aðila, sem og verð á hvern hlut.
Nauðsynlegt sé að setja heildstæðar
reglur um fjármálastarfsemi í landinu
svo ríkið hafi eitthvað um það að segja í
hverra höndum bankar lendi.
Logi segir að eigi yfirhöfuð að selja
banka þá væri æskilegt að það yrði gert
til áreiðanlegs aðila, gjarnan erlends,
sem hefði reynslu af bankastarfsemi
og hygðist koma að slíkri starfsemi hér
á landi til framtíðar. „Slíkur aðili hef-
ur ekki fundist hingað til en það má
ekki gerast aftur að bankarnir lendi í
höndunum á fólki sem ekki kann með
þá að fara.“
Telur líklegt að tengsl
séu milli aðila
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
þingmaður Framsóknarflokksins og
fyrrverandi forsætisráðherra, tekur í
sama streng og kollegar hans í stjórnar-
andstöðunni. „Margt við þetta er
ankannalegt. Þarna forðast menn aug-
ljóslega að fara yfir tíu prósentin þegar
kemur að eignarhlutnum. Hins vegar
gilda sömu reglur ef um tengda að-
ila væri að ræða en um það vitum við
ekki neitt. Mér finnst hins vegar líklegt
að svo sé, það hafa verið mikil tengsl á
milli þeirra sjóða sem starfað hafa hér
á landi. Ef um íslensk fyrirtæki væri að
ræða þá væru tengsl þeirra skoðuð,
undirliggjandi eignarhald borið saman
til að kanna hvort þetta væru tengdir
aðilar. Menn hljóta að gera kröfu um
það þegar verið er að selja þetta stór-
an hlut í banka sem er kerfislega mikil-
vægur í íslensku efnahagslífi og að
hluta til í eigu ríkisins, að þessar upp-
lýsingar komi fram í dagsljósið,“ segir
Sigmundur.
Sigmundur bendir einnig á að við
samningana um stöðugleikaframlög
hafi verið gengið frá ákvæði þess efnis
að tækist Kaupþingi ekki að selja hlut
sinn í Arion banka fyrir lok árs 2018
myndi ríkissjóður leysa bankann til
sín. „Það vekur upp spurningu hvort
þetta sé einhver málamyndagjörning-
ur, að þarna séu menn að selja sjálf-
um sér bankann, því að miklu leyti eru
þetta sömu aðilar og eiga í Kaupþingi,
til að komast hjá aðkomu ríkisins á
næsta ári,“ sagði Sigmundur.
„Maður getur ekki annað en velt
fyrir sér samhenginu í þessu og þá
komum við aftur að því að við vitum
ekki hverjir eru á bak við þessa sjóði.
Gætu verið tengingar við aðila sem
voru að semja um sölur á krónueign-
um við losun hafta? Ég skal ekki segja
en það er alla vega ljóst að stjórnvöld
hafa verið í viðræðum við vogunar-
sjóði út af aflandskröfunum,“ sagði Sig-
mundur enn fremur.
Salan ekki vandamál
Smári McCarthy, þingmaður Pírata,
segir sjálfa söluna á Arion banka ekki
vandamál heldur hverjir kaupi. „Þetta
eru vogunarsjóðir og ekki hægt að
greina raunverulegt eignarhald, hvaða
einstaklingar eru á bak við þessi kaup.
Það fólk verður að koma fram,“ segir
Smári og bætir við að saga kaupend-
anna sé ekki slétt og felld. „Við vitum
að einn þessara aðila, Och-Ziff, hefur
þurft að borga sektargreiðslur upp á
ríflega 400 milljónir dollara vegna mút-
ugreiðslna í fjölda Afríkulanda. Með
því hefur sjóðurinn átt beinan þátt í
spillingarmálum. Ég er ekki viss um að
þetta séu aðilar sem við viljum fá sem
eigendur að mikilvægum fjármála-
stofnunum á Íslandi.“ n
Katrín Jakobsdóttir
Mynd SigTRygguR ARi
Logi Már Einarsson
Mynd SigTRygguR ARi
Sigmundur davíð gunnlaugsson
Mynd SigTRygguR ARi
Smári McCarthy
Lítt hrifin Stjórnarandstaðan er ekki hrifin af sölu á um 30 prósenta hlut í Arion banka til
vogunarsjóða og Goldman Sachs. Mynd RóbERT REyniSSon
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is