Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Blaðsíða 20
Vikublað 21.–23. mars 2017
Heimilisfang
Kringlan 4-12
4. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
20 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Þegar við leggjumst á koddann í
kvöld eigum við að skammast okkar.
Mikael Torfason var harðorður í þætti Egils Helgasonar. – Silfrið
Barátta um
leiðtoga sætið
Sjálfstæðismenn eru bjartsýnir á
árangur í næstu borgarstjórnar-
kosningum og telja víst að Dag-
ur B. Eggertsson
verði ekki næsti
borgarstjóri í
Reykjavík. Innan
Sjálfstæðisflokks
eru þó áhrifa-
menn sem telja
nauðsyn á endur-
nýjun innan borgarstjórnarflokks
Sjálfstæðismanna. Þar er horft
til Höllu Tómasdóttur, fyrrver-
andi forsetaframbjóðanda, sem
næsta leiðtoga. Engar sögur fara
af því hvort Halla sé til í þann
slag en hún myndi örugglega
ná að sanka að sér fylgi. Halldór
Halldórsson, leiðtogi Sjálfstæðis-
manna í borginni, er ekki sagð-
ur líklegur til að gefa eftir sæti
sitt, enda sér hann möguleika
á borgarstjórastólnum. Full-
yrt er að Kjartan Magnússon hafi
sömuleiðis áhuga á að leiða
flokkinn í næstu borgarstjórn-
arkosningum. Hörð barátta gæti
því orðið um leiðtogasætið.
Við erum gleymd
Ingibjörg S. Finnbogadóttir, íbúi í Seljahlíð, um hækkun á leigu á aldraða íbúa. – DV
Ég sæti einelti af
hálfu Smartlands.
Brynjar Níelsson óánægður með Smartland Mörtu Maríu á mbl.is. – Facebook
Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum
Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin
mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður.
Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is
FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS
Þjóðleg
sumarhús sem falla
einstaklega vel að
íslensku landslagi
Þ
etta reddast“ hugsunarháttur-
inn hefur löngum verið talinn
einkenna Íslendinga. Hann er
mjög áberandi þegar kemur að
málefnum ferðamanna. Þar er eins
og þurfi enga áætlun og engar að-
gerðir, viðhorfið er að allt muni þetta
bjargast. Sofandahátturinn hefur
verið nær algjör enda stefnir í óefni.
Einstaka sinnum er eins og stjórn-
völd rumski og þá tuldra þau um átak
og áætlanir og nauðsyn á heildarsýn,
en hafa ekki fyrr sleppt orðinu en þau
falla aftur í djúpan svefn.
Síðasta ríkisstjórn kom
ekki skikk á ferðamálin,
stóð sig reyndar afburða
illa í þeim málaflokki, og
ný ríkisstjórn virðist ætla
að verða jafn aðgerðalítil.
Á meðan svo er láta nátt-
úruperlur landsins á sjá
vegna álags og það sama
má segja um vegakerf-
ið, sem var nú svo sem
ekki beysið fyrir. Stórlega
skortir á að gætt sé að ör-
yggi ferðamanna. Vissu-
lega kostar fjármuni að
vernda náttúru, byggja
upp vegakerfi og auka
öryggi, en það er skylda
stjórnvalda að sjá um að
það sé gert.
Á dögunum varð
uppi fótur og fit þegar
fréttist að einhverjir er-
lendir ferðamenn hefðu
afbókað ferðir hing-
að til lands. Þeir sem
helst hafa grætt á ferða-
mönnum, og þeir eru
afar margir, supu hveljur
þegar þeir sáu að hugsanlega væru
þeir að missa spón úr aski sínum.
Ástæðan fyrir þessum afbókunum
var sögð vera styrking krónunnar
sem forystumenn fyrirtækja í sjáv-
arútvegi og ferðamennsku tala um
eins og skelfilegan hlut. Ekki er víst
að landsmenn taki undir það, enda
felur styrking krónunnar í sér ýmiss
konar kjarabót fyrir þá.
Við hljótum að spyrja okkur að
því hvort við ráðum við að taka við
þeim mikla fjölda ferðamanna sem
hingað streyma. Það er ekkert stór-
kostlegt áhyggjuefni ef ferðamönn-
um fækkar nokkuð því vel má halda
því fram að þeir hafi verið of margir.
Græðgisfull ferðaþjónusta er ekki
það sem við Íslendingar þurfum.
Hún mun alltaf koma í bakið á okkur.
Um allt land er verið að selja erlend-
um ferðamönnum kaffi og meðlæti
á uppsprengdu verði. Þar er styrk-
ingu krónunnar ekki um að kenna,
heldur græðgi þeirra sem selja. Þeir
okruðu þegar krónan var veik og
okra enn þegar krónan er sterk. Ís-
lendingar sjá vel við þessu okri og af-
þakka rándýrt kaffi og litla kökusneið
sem kostar það sama og heil terta í
bakaríi. Erlendir ferðamenn eru ekki
bjánar og sjá venjulega þegar verið
er að hafa þá að féþúfu. Þeir snúa
ekki aftur á staðinn þar sem reynt var
að féfletta þá.
Hlutirnir reddast ekki alltaf. Það
þarf að hafa fyrir því að hafa þá í lagi. n
Þetta reddast ekki alltaf
Myndin Akureyrarmessa Séra Pálmi Matthíasson, prestur í Bústaðakirkju, reiðubúinn að ganga til fjölsóttrar messu á sunnudag, undir dynjandi söng Karlakórs Kópavogs. Akureyringar og annað norðanfólk fyllti kirkjuna. MyND SIgTryggur ArI
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Græðgisfull ferða-
þjónusta er ekki
það sem við Íslendingar
þurfum. Hún mun alltaf
koma í bakið á okkur.
MyND SIgTryggur ArI