Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2017, Blaðsíða 30
Vikublað 21.–23. mars 201722 Sport
S
umarið 2015 vissu sárafáir
aðdáendur enska boltans
hver N‘Golo Kante er. Þetta
sumar var þessi smávaxni
franski miðjumaður keyptur
til Leicester frá franska liðinu Caen á
átta milljónir evra. Stuðningsmenn
Leicester settu margir spurningar-
merki við kaupin, enda hafði Kante
aðeins spilað eitt tímabil í efstu deild
Frakklands á ferli sínum. Þar að auki
veltu ýmsir fyrir sér hvernig 169 senti-
metra hár leikmaður myndi standa
sig innan um stærri og sterkari miðju-
menn í ensku úrvalsdeildinni.
Einn sá besti
Eins og flestir vita er þessi 25 ára leik-
maður, nú tæpum tveimur árum síð-
ar, að margra mati einn besti miðju-
maður heims og á góðri leið með að
vinna sinn annan úrvalsdeildartit-
il á einu ári, fyrst með Leicester og
svo með Chelsea, sem festi kaup á
honum í fyrrasumar fyrir um 30 millj-
ónir punda. FourFourTwo-tímaritið
kynnti sér sögu þessa magnaða leik-
manns og er óhætt að segja að Kante
hafi þurft að hafa fyrir því að komast á
þann stall sem hann er á í dag.
Ótrúlegur uppgangur
Kante er fæddur í París þann 29.
mars árið 1991 og hóf hann fer-
il sinn hjá hverfisliði sínu JS Sures-
nes. Þar spilaði hann í ellefu ár, eða
allt þar til hann samdi við annarr-
ar deildar liðið Boulogne árið 2010.
Þar spilaði Kante með unglingaliðinu
fyrst um sinn, en árið 2012
kom hans fyrsta tækifæri
með aðalliðinu. Því miður
féll Boulogne niður í þriðju
efstu deild þetta tímabil en
fyrir Kante var það kannski
það besta sem hefði getað
gerst. Tímabilið 2012/13 var
Kante byrjunarliðsmaður
hjá Boulogne og lék hann
39 leiki það tímabil. Spila-
mennska hans vakti athygli
Caen og var hann keypt-
ur sumarið 2013 til liðsins
sem þá lék í næstefstu
deild. Strax á fyrsta tímabili
Kante með liðinu komst
liðið upp í efstu deild Frakklands og
spilaði hann því í efstu deild tímabil-
ið 2014/15 áður en Leicester keypti
hann.
Feiminn og hlédrægur
Kante er lýst sem feimnum og hlé-
drægum einstaklingi sem lætur
verkin tala. Eric Vandenabeele,
fyrrverandi liðsfélagi Kante hjá
Boulogne, rifjar upp þegar þeir fé-
lagar horfðu saman á Evrópu-
deildarleik fyrir margt löngu. Eric
sagði við Kante meðan á leiknum
stóð að einn daginn myndi Kan-
te spila í þessari deild. Ekki stóð á
svarinu hjá Kante sem sagði að það
væri ekki möguleiki – hann myndi
aldrei ná svo langt. „Kante hef-
ur aldrei viljað verða stórstjarna og
jafnvel í dag veit ég að hann lætur
frægðina ekki stíga sér til höfuðs.
Hann vill bara vera eins góður og
hann getur orðið,“ segir Eric. Fleiri
fyrrverandi liðsfélagar hans taka í
sama streng. „Hann er mjög, mjög
rólegur náungi og talar ekki mikið
– hann er með gott hugarfar,“ seg-
ir Cedric Fabien sem, eins og Eric,
spilaði með Kante hjá Boulogne.
Vinnusemin fleytir honum langt
Það er einmitt þetta hugarfar Kante
sem hefur komið honum á þann
stað sem hann er á í dag. Hann er
ekki besti fótboltamaður í heimi en
vinnusemi hans og barátta fleyt-
ir honum langt. Þegar Kante spilar
er Chelsea – og áður Leicester – lík-
legra til að vinna sína leiki en ella.
Félagar hans segja að Kante hafi
aldrei verið mikið fyrir næturlíf-
ið, heldur þess í stað einbeitt sér
að markmiðum sínum utan vallar.
Samhliða því að spila fótbolta náði
hann sér í gráðu í bókhaldi. „Hann
var ekki mikið með vinum sínum og
fór aldrei út á lífið,“ segir Eric. Undir
þetta tekur fyrrverandi þjálfari hans
hjá FC Suresnes, Tomasz Bzymek.
„Eftir æfingar fór Kante bara heim
og hvíldi sig.“
Mætti á æfingar á vespu
Æska Kante var ekki alltaf
dans á rósum. Hann ólst upp
á stóru heimili og á hann átta
systkini. Kante missti föður
sinn þegar hann var ellefu
ára. Fjölskyldan þurfti því
að vera nægjusöm og virð-
ist Kante vera það enn í dag.
Þegar Kante spilaði með Caen
í efstu deild franska boltans
mætti hann á æfingar á vespu
þegar liðsfélagar hans óku
glæsikerrum.
Eins og að framan greinir
er Kante ekki þekktur fyrir að
sýna glæsileg tilþrif inni á vell-
inum. Og þó að hann hafi bætt
sig mikið sem knattspyrnu maður er
það ekki hans sterkasta hlið að skora
eða leggja upp mörk. Styrkleiki hans
liggur annars staðar. Að sögn Piotr
Wojtyna, fyrrverandi þjálfara hans,
gat Kante ekki notað vinstri fótinn
nema til að stíga í hann þegar hann
var tíu ára. Þegar Piotr benti honum
á að hann þyrfti að bæta þann hluta
leiksins fór Kante á aukaæfingar þar
sem hann æfði vinstri fótinn. Innan
tveggja mánaða gat hann haldið bolt-
anum á lofti 100 sinnum með vinstri.
Veikleikar hans voru fleiri; hann var
ávallt lágvaxnari en andstæðingar
hans og hafði ekki mikla líkamlega
burði. Í dag ýtir enginn Kante svo glatt
frá boltanum og hann vinnur flestar
þær tæklingar sem hann fer í.
Aðeins að byrja
Kante er stundum sagður líkjast
Claude Makelele, fyrrverandi leik-
manni Chelsea og franska lands-
liðsins. Makelele tjáði sig um landa
sinn fyrir skemmstu og sagði að Kan-
te hefði alla burði til að verða frábær
leikmaður. Hann þyrfti þó að bæta
sig á ákveðnum sviðum og láta meira
til sín taka innan vallar sem utan.
Með öðrum orðum þyrfti hann að
verða sterkari leiðtogi. Þá fyrst yrði
hægt að flokka Kante með þeim allra
bestu í boltanum, ekki fyrr. Þessu
eru fyrrverandi félagar Kante ósam-
mála og segja þeir að Kante sé öðru-
vísi leikmaður en Makelele og fleiri.
Hann sé í raun ný tegund leikmanns.
Kante er þegar farinn að láta til
sín taka í franska landsliðinu og segir
Fabien að Kante sé tilbúinn að taka
enn eitt skrefið fram á við og verða
lykilmaður í landsliðinu. Hann er
enn aðeins 25 ára gamall, er enn að
bæta sig og á framtíðina fyrir sér.
Ljóst er að miðað við uppganginn á
undanförnum árum er þessi magn-
aði leikmaður aðeins að byrja. n
Hlédrægi orkuboltinn
sem aldrei tapar tæklingu
n Ótrúlegur uppgangur N'Golo Kante n Kom á vespu á æfingu þegar aðrir mættu á lúxusbílum
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Magnaður
N'Golo Kante
hefur verið
einn besti
leikmaður
ensku úrvals-
deildarinnar í
vetur. Mynd EPA
Með landsliðinu Kante hefur spilað 13 landsleiki fyrir Frakk-land. Hann er á góðri leið með að verða lykilmaður í liðinu. Mynd EPA