Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Blaðsíða 10
Helgarblað 31. mars–3. apríl 201710 Fréttir
É
g er bara skjálfandi á beinun-
um. Mér líður hræðilega. Þetta
er algjör viðbjóður,“ segir Inga
Rós Sigurðardóttir sem er nú
á götunni ásamt, kærasta sín-
um, Sæmundi Heiðari Emilssyni, og
tæplega fjögurra ára gömlum syni
þeirra. Ástæðan er sú að rottumítlar
hafa lagt undir sig heimili þeirra, á
Laugaveginum í miðborg Reykjavík-
ur. Íbúðin er nú talin heilsuspillandi
og óíbúðarhæf. Fjölskyldan er öll út-
bitin eftir rottumítlana sem geta fylgt
rottum og nærast á blóði. Tilfellið er
litið mjög alvarlegum augum en síð-
ast greindist rottumítill á Íslandi árið
2001.
Óttast um heilsuna
Rottumítlar, stundum kallaðir rottu-
lús, geta smitað fólk af sjúkdómum
og áttu þátt í því að milljónir manna
létust úr svarta dauða fyrir margt
löngu. Þó ber að geta þess að árið
2013 lést táningsstrákur úr svarta
dauða í Kirgistan en talið var að
rottumítill hefði smitað hann af
sjúkdómnum. Tekið skal fram að
fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af
slíku hér á landi.
Inga Rós óttast um heilsu
fjölskyldunnar. Þá eru litlar
líkur á að þau fái bú-
slóðina sína sem og aðra
persónulega muni, sem
enn eru inni í íbúðinni,
aftur. Ástæðan er sú að
rottumítlarnir eru svo
agnarsmáir að erfitt get-
ur verið að greina hvort
þeir séu í dótinu þeirra.
Meindýraeyðirinn vill, að
sögn Ingu Rósu, ekki taka neina
áhættu á því að faraldur breiðist út.
Því telur hann skynsamlegra að öllu
sem er inni í íbúðinni verði eytt.
Fjölskyldan hefur því tapað öllum
veraldlegum eigum sínum auk þess
að vera heimilislaus.
„Veskið mitt er þarna inni, skart-
gripirnir mínir. Ég fæ þetta líklegast
aldrei aftur,“ segir Inga Rós og bætir
við: „Við þurftum að fara út úr hús-
inu og megum ekki, undir neinum
kringumstæðum, fara þangað inn
aftur.“ Inga Rós og Sæmundur leigja
íbúðina sem um ræðir en þrjár aðrar
leiguíbúðir eru í húsinu sem og skúr
í garðinum sem er einnig í útleigu.
Héldu að bitin væru bólur
Sex vikur eru nú síðan Inga Rós og
kærastinn hennar fengu fyrstu bitin.
Þau gerðu sér þó enga grein fyrir
því að litlu bólurnar, sem þau voru
farin að fá í andlitið og víðar um lík-
amann, væru bit. „Við skildum ekk-
ert í þessu. Héldum kannski að það
væri eitthvað að loftinu í íbúð-
inni þar sem húðin var orðin
svo skítug.“
Fyrir tveimur vikum, eða
um miðjan mars, ágerðust bitin
á líkömunum þeirra. Þá fór Ingu
Rós að gruna að bólurnar, sem
hafði fjölgað um-
talsvert, gætu
mögulega
verið bit.
„Ég
hafði
keypt túlípanabúnt. Við héldum að
þetta væri blaðlús úr blómunum
svo við hentum þeim og þrifum allt
hátt og lágt. Nokkrum dögum síð-
ar, þegar við vorum enn að fá ný bit,
sá kærastinn minn, þegar hann leit í
spegil, þar sem hann klæjaði í and-
litið, tvær pöddur skríða yfir and-
litið á sér. Þú getur rétt ímyndað þér
sjokkið. Þetta er algjör viðbjóður.“
Eftir að hafa séð rottumítlana
með eigin augum fengu þau fyrst
staðfestingu á að eitthvað í íbúðinni
væri að bíta þau. Inga Rósa segir
ástæðuna að baki því að þau efuðust
í fyrstu um að um bit væri að
ræða þá að bit rottumítla
sé mjög sérstakt mið-
að við bit annarra
skordýra.
Erfið staða
Fyrir viku fór
fjölskyldan
svo alfarin
út úr íbúð-
inni og
hefur verið á götunni síðan. „Við höf-
um verið hjá vinafólki okkar og for-
eldrum til skiptist. Þetta er ömurlegt
og ég er enn í sömu fötunum og fyrir
viku,“ segir Inga Rós.
Erling Ólafsson, skordýra-
fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun,
staðfesti svo fyrr í vikunni, eftir að
hann fékk sýni sem tekið var af vegg
í eldhúsi íbúðarinnar, að um væri að
ræða rottumítil.
„Við erum búin að gangast undir
læknisskoðun og bíðum eftir því að
heyra frá landlækni hvort heilsa
okkar hefur beðið skaða. Þetta
er gríðarlega erfið staða en við
vonum það besta.“
Gunnar Kristinsson,
hjá meindýravörn-
um Reykjavíkur-
borgar, segir
í skýrslu
um
ástand hússins að við eftirlit hafi
komið í ljós mikið magn af maur-
um á veggjum. Um rottumítla var að
ræða.
Ekki var hægt að staðfesta rottu-
gang inni í veggjum en mein-
dýraeyðir telur að lagnir séu
skemmdar og rottuhreiður sé ein-
hvers staðar inni í veggjum hússins
eða í nágrenni þess. Búið er að eitra
í íbúðinni. Næsta skref í málinu er
að ráðast að rótum vandans og gera
úrbætur á húsnæðinu svo rottur
komist ekki inn í það. n
n Inga Rós á flótta með fjögurra ára son sinn n „Þetta er algjör viðbjóður“
Rottumítlar
leggja undir sig
íbúð við Laugaveg Fjölskylda á hrakhól-um Hefur ekki fengið að fara inn á heimili sitt í viku. Íbúðin er talin heilsuspillandi og óí-
búðarhæf. Mynd Sigtryggur Ari
rottumítill Ekki landlægur
á Íslandi. Atvikið er því litið
mjög alvarlegum augum.
Kristín Clausen
kristin@dv.is