Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Blaðsíða 28
Helgarblað 31. mars–3. apríl 20174 Viðhald húsa - Kynningarblað
Vínylparket:
Viðhaldsfrítt og
ótrúlega slitsterkt
Múrefni ehf.
S
iguSigurður Hansson er
dúklagningarmeistari og
hefur unnið í því fagi í 28 ár.
Undanfarin 15 ár hefur hann
auk þess rekið heildsölu-
verslunina Múrefni ehf. og hefur
flutt inn múr- og flotefni. Síðustu ár
hefur fyrirtækið lagt aukna áherslu
á sölu vínylgólfefna sem hafa mikla
og einstaka kosti, eru til dæmis afar
slitsterk. En hvað eru vínylgólfefni?
„Þetta er oftast kallað vínyl-
parket og það nafn hæfir því best.
Þetta er plastefni með viðaráferð eða
náttúru steinsáferð. Þetta er mjög
eðlilegt og fallegt í útliti. Fólk trú-
ir því varla að þetta sé ekki parket
þegar það gengur á þessu. Þetta efni
hefur margt fram yfir önnur gólfefni,
það er til dæmis afar mjúkt að ganga
á þessu. Það er ótrúlega slitsterkt og
þarf ekkert viðhald. Gæludýr, atorku-
söm börn eða háhælaskór eru engin
ógn við vínylparketið.“
Að sögn Sigurðar fer notkun á
þessum gólfefnum vaxandi: „Þetta
er ekkert nýtt undir sólinni, hefur
verið til í mörg ár en er að ryðja sér
meira til rúms. En í rauninni er þetta
enn mjög vannýtt gólfefni á Íslandi
en er notað geysilega mikið erlendis.
Til dæmis í stórum verslunum og
annars staðar þar sem mikill um-
gangur er – en einnig á heimilum.“
Vínylparket þolir líka mjög vel
raka og engin hætta er á myglu eða
öðrum slíkum vandamálum.
Múrefni ehf. selur gólfefni
frá enska framleiðandanum
Design Flooring: „Þeir bjóða
upp á gríðarlega mikið úrval
af bæði litum og týpum. Allt
frá ódýrustu týpum sem lögð
eru í heimahús hjá fólki sem
vill ekki eyða miklum pening-
um, og upp í dýrari týpur sem
eru þykkari og með þykkari
slithúð. Það er afar vítt svið í
gæðum og verði og allir geta
fundið eitthvað við sitt hæfi,“
segir Sigurður. Hann segir jafn-
framt: „Fólk lætur oftast leggja
þetta fyrir sig en við erum líka
með smellta týpu af þessum
efnum, sem virkar eins og
smelluparket, og það er auð-
velt fyrir fólk að leggja það
sjálft. Þetta er allt frá tveggja
millimetra efni að þykkt, sem
er límt á gólfið, og upp í átta
millimetra, sem er lauslagt.“
Vínylparket hentar afar vel
þar sem mikill ágangur er á gólfum,
t.d. í verslunarrými og í öðrum fyrir-
tækjum, sem og á heimilum þar sem
eru börn og gæludýr.
Múrefni ehf. býður einnig upp á
hljóðdempandi gólfefni sem kemur
sér vel á stöðum þar sem kyrrð þarf
að ríkja, til dæmis á hótelum.
Afgreiðslutími gólfefnanna er
mjög stuttur en ekki er hægt að vera
með lager af vörunum þar sem svo
margvíslegar gerðir eru í boði og
hver velur efni við sitt hæfi. n
Múrefni ehf. er til húsa að
Flugumýri 34. Þar er til staðar sýn-
ingarsalur með gólfefnum og veitt
er fagleg ráðgjöf við val á gólfefnum.
Síminn er 517-9604.