Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Blaðsíða 28
Helgarblað 31. mars–3. apríl 20174 Viðhald húsa - Kynningarblað Vínylparket: Viðhaldsfrítt og ótrúlega slitsterkt Múrefni ehf. S iguSigurður Hansson er dúklagningarmeistari og hefur unnið í því fagi í 28 ár. Undanfarin 15 ár hefur hann auk þess rekið heildsölu- verslunina Múrefni ehf. og hefur flutt inn múr- og flotefni. Síðustu ár hefur fyrirtækið lagt aukna áherslu á sölu vínylgólfefna sem hafa mikla og einstaka kosti, eru til dæmis afar slitsterk. En hvað eru vínylgólfefni? „Þetta er oftast kallað vínyl- parket og það nafn hæfir því best. Þetta er plastefni með viðaráferð eða náttúru steinsáferð. Þetta er mjög eðlilegt og fallegt í útliti. Fólk trú- ir því varla að þetta sé ekki parket þegar það gengur á þessu. Þetta efni hefur margt fram yfir önnur gólfefni, það er til dæmis afar mjúkt að ganga á þessu. Það er ótrúlega slitsterkt og þarf ekkert viðhald. Gæludýr, atorku- söm börn eða háhælaskór eru engin ógn við vínylparketið.“ Að sögn Sigurðar fer notkun á þessum gólfefnum vaxandi: „Þetta er ekkert nýtt undir sólinni, hefur verið til í mörg ár en er að ryðja sér meira til rúms. En í rauninni er þetta enn mjög vannýtt gólfefni á Íslandi en er notað geysilega mikið erlendis. Til dæmis í stórum verslunum og annars staðar þar sem mikill um- gangur er – en einnig á heimilum.“ Vínylparket þolir líka mjög vel raka og engin hætta er á myglu eða öðrum slíkum vandamálum. Múrefni ehf. selur gólfefni frá enska framleiðandanum Design Flooring: „Þeir bjóða upp á gríðarlega mikið úrval af bæði litum og týpum. Allt frá ódýrustu týpum sem lögð eru í heimahús hjá fólki sem vill ekki eyða miklum pening- um, og upp í dýrari týpur sem eru þykkari og með þykkari slithúð. Það er afar vítt svið í gæðum og verði og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Sigurður. Hann segir jafn- framt: „Fólk lætur oftast leggja þetta fyrir sig en við erum líka með smellta týpu af þessum efnum, sem virkar eins og smelluparket, og það er auð- velt fyrir fólk að leggja það sjálft. Þetta er allt frá tveggja millimetra efni að þykkt, sem er límt á gólfið, og upp í átta millimetra, sem er lauslagt.“ Vínylparket hentar afar vel þar sem mikill ágangur er á gólfum, t.d. í verslunarrými og í öðrum fyrir- tækjum, sem og á heimilum þar sem eru börn og gæludýr. Múrefni ehf. býður einnig upp á hljóðdempandi gólfefni sem kemur sér vel á stöðum þar sem kyrrð þarf að ríkja, til dæmis á hótelum. Afgreiðslutími gólfefnanna er mjög stuttur en ekki er hægt að vera með lager af vörunum þar sem svo margvíslegar gerðir eru í boði og hver velur efni við sitt hæfi. n Múrefni ehf. er til húsa að Flugumýri 34. Þar er til staðar sýn- ingarsalur með gólfefnum og veitt er fagleg ráðgjöf við val á gólfefnum. Síminn er 517-9604.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.