Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Blaðsíða 47
Helgarblað 31. mars–3. apríl 2017 Menning 39
Myndlistargagnrýni í krísu
N
únó og Júnía er nýtt ís-
lenskt fjölskylduleikrit
sem gerist í framtíðar-
landinu Kaldóníu þar
sem afburðarmennskan
er ræktuð af kappi. Þess er vænst
af þegnum landsins að þeir geri
ætíð betur í dag en þeir gerðu
í gær og með reglubundnum
frammistöðumælingum eru íbú-
arnir hvattir til dáða á öllum svið-
um. Það eiga alltaf allir að vera á
toppnum í Kaldóníu.
En þrátt fyrir þrotlausa vinnu
framúrskarandi vísindamanna
landsins, hefur enn ekki fundist
lækning við Þokunni sem lagst
hefur á marga íbúa á liðnum
árum. Þokan lýsir sér á þann hátt
að líkamspartar virðast hverfa og
í svæsnustu tilfellum verður sýkt-
ur einstaklingur alveg ósýnileg-
ur. Til þess að forðast smit hafa
íbúar Kaldóníu lokað af land-
svæði með múr og flutt þangað
alla sýkta einstaklinga. Það stöðv-
ar þó ekki smit og dag einn kemst
Núnó, afburðareinstaklingur, al-
heimsmeistari og sendiherra, að
því að vinstri handleggurinn á
honum er horfinn. Í stað þess
að tilkynna sjúkdómseinkennin
heldur hann þeim leyndum og
lofar strokusjúklingnum Júníu,
sem er alveg orðin ósýnileg, að
hjálpa henni að finna lækningu.
Í leiðangrinum álpast Núnó inn
á landsvæði þar sem hippahug-
sjónir eða einhvers konar barna-
leg jafnaðarmennska ríkir með-
al íbúa. Þar skarar enginn fram
úr, allir una afslappaðir og glaðir
við lágmarks verðmætasköpun án
nokkurra vandamála. Þessi þáttur
var einn veikasti hluti handrits-
ins, bæði vegna pólitískrar ein-
földunar en ekki síður vegna þess
að tækifærið var ekki nýtt til þess
dýpka verkið með því að sýna
hvaða vandamál eru ráðandi í
slíku samfélagi. En allt blessast
þetta að lokum og Núnó og Júnía
komast að því að efasemdir, kvíði
og vanlíðan vegna of mikils álags,
valda þokueinkennunum. Lækn-
ingin felst í umhyggju og sann-
gjarnari kröfum til íbúa Kaldóníu.
Leikurinn leið fyrir það hversu
flöt textameðferðin var þegar leik-
ið var á móti Júníu, hinni ósýni-
legu. Samtölin voru ekki nógu vel
skrifuð og leiktæknin ásamt hljóð-
vinnslu radda gekk ekki upp. Þar
hefði þurft að finna betri lausn-
ir. Einnig vann einsleitni íbúa
Kaldóníu og hippanna góðu ekki
með verkinu, dýpri karaktersköp-
un í handriti og persónulegri bún-
ingar hefðu aukið spennu og dýpt
verksins, það skorti bæði flóknari
og meira spennandi persónur í
verkið.
En margt er líka vel gert og má
þar nefna bellibrögðin sem beitt
er til þess að búa til ósýnileika
Núnós og Júníu. Einnig lýsingu,
myndbönd, leikmuni og með-
ferð leiktjalda sem beitt var með
einstaklega fallegum hætti. Dom-
inique Gyðu og Alexander Dantes
eru skorður settar í hlutverkum
Júníu og Núnós vegna annmarka í
handriti og leikstjórn, en bæði Al-
exander og Bjarni ná hins vegar
sjarmerandi leiksprettum í ofsa-
þjálfunarbúðum Kaldóníu í fyrri
hluta sýningarinnar. Þá er þáttur
aukaleikaranna líka góður, vera
þeirra á sviðinu var fallega unnin
og skapaði ágæta mynd af samfé-
lagi Kaldóníu.
Þrátt fyrir brotalamir í handriti
og leikstjórn þá er Núnó og Jún-
ía sýning með brýnt erindi. Boð-
skapurinn er ekki stappaður upp
í áhorfendur, lausnin er kannski
full einföld en samt er hér á ferð
spennandi og brýnt efni til um-
ræðu og umhugsunar. Börnum
með kvíða- og þunglyndisein-
kenni fjölgar stöðugt og það auð-
veldar ekki meðferð þeirra hversu
skilningur og fræðsla um sjúk-
dóminn er takmörkuð. Þetta verk
hvetur til umræðu og eykur skiln-
ing á andlegum sjúkdómum með-
al barna og ungmenna og það er
vel gert. n
Bryndís Loftsdóttir
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Núnó og Júnía
Höfundar: Sigrún Huld Skúladóttir og
Sara Marti Guðmundsdóttir
Leikstjóri: Sara Marti Guðmundsdóttir
Leikarar: Alexander Dantes Erlendsson,
Bjarni Snæbjörnsson og Dominque Gyða
Sigrúnardóttir og fleiri.
Ljósa- og myndbandshönnun: Ingi Bekk
Leikmynda- og leikmunahönnun:
Brynja Björnsdóttir
Búningar og gervi: Íris Eggertsdóttir
Sviðshreyfingar og dans: Katrín Mist
Haraldsdóttir
Leikfélag Akureyrar sýnir í Hamraborg í Hofi
Kröfur
og Kvíði í
KaldóNíu„Þrátt fyrir
brotalamir í
handriti og leikstjórn
þá er Núnó og Júnía
sýning með brýnt
erindi.
Alltaf á toppnum
Íbúar Kaldóníu eiga
stöðugt að vera að
bæta sig og fylgst
er með árangrinum
með frammistöðu-
mælingum – en
þetta mikla
álag sem
íbúarnir búa
við hefur
ófyrirséðar
afleiðingar í
för með sér.
Með gagn-
rýni eign-
umst við
tungumál
H
elga Óskarsdóttir, myndlistar-
kona og ritstjóri vefmiðlsins
Artzine, segist hafa stofnað
miðilinn til að bregðast við
skorti á myndlistarumfjöllun. Hún
sagði að þótt það væri fallegt hvað
netið stæði öllum opið og hver sem
hefð orkuna og áhug-
ann gæti tekið
þátt í um-
ræðunni þá
væri enn-
þá mikil-
vægt að
rýnt væri
í listina í
hefðbundn-
um fjölmiðl-
um. „Ef mynd-
listin fær ekki rými
í fjölmiðlum þá hættir hún að vera
raunveruleg og mikilvægi hennar
gagnvart samfélaginu verður ekki
jafn áþreifanlegt. En á meðan fjöl-
miðlar sýna myndlistinni svo lítinn
áhuga getum við unnið með hinn
anarkíska miðil fólksins, netið,“
sagði hún.
Hún talaði um reynslu sína sem
listamaður. Á þeim árum sem hún
var að stíga sín fyrstu skref hafi ver-
ið fjallað um nánast hverja einustu
myndlistarsýningu. Hún sagði það
hafa haft mikið gildi fyrir hana að
fá faglega gagnrýni um sína fyrstu
einkasýningu, þar sem verk hennar
voru sett í samhengi við listasöguna
og eldri erlenda listamenn. Hún
lagði einnig áherslu á að gagnrýni
hafi átt þátt í því að almenningur og
listamenn sjálfir eignuðust tungu-
mál til að tala um listina.
Gjá milli myndlistar
og almennings
M
agnús Guðmundsson, menningar-
ritstjóri Fréttablaðsins, gekkst við því
að Fréttablaðið hafi ekki staðið sig sem
skyldi í umfjöllun um myndlist á undan-
förnum árum en sagði að í vetur hafi í fyrsta skipti
tekist að koma á myndlistargagnrýni í blaðinu.
Hann sagði að hvatningin úr myndlistarheiminum hafi
hins vegar ekki verið mikil, viðbrögðin við gagnrýninni hafi verið lítil sem
engin.
Eins og Einar Falur lagði hann áherslu á að gagnrýni í fjölmiðlum væri
hugsuð fyrir almenna lesendur þótt hún gæti vissulega komið fagfólkinu að
einhverju gagni og ætti að geta kveikt umræður. Hann sagði reynslu sína af
listrýni hins vegar sýna að það síðastnefnda væri sjaldnast raunin, jákvæð-
um dómum sé jú dreift á samfélagsmiðlum eða þeir notaðir í auglýsingum
en án þess að þeir leiði til nokkurrar umræðu. Neikvæðir dómar skrifaðir
af fagmennsku veki svo enn minni eftirtekt. Undantekning séu aðeins þeir
dómar sem eru uppfullir af gífuryrðum og persónulegum árásum – slíkir
dómar veki athygli og kveiki umræður.
Magnús varpaði fram þeirri hugmynd að vandamál myndlistarinnar
fælist kannski í þróun hennar á síðustu áratugum. Öðrum listgreinum frem-
ur hafi hún slitið af sér alla hlekki, þanist út fyrir mörk hins hefðbundna og
gert allt að sínu, leyft allt og álitið allt eiga rétt á sér. Þótt hann væri sjálf-
ur hrifinn af þessari þróun sagðist hann velta fyrir sér hvort myndlistin hafi
þannig fjarlægst almenning, orðið óaðgengilegri og lokaðri innan afmark-
aðrar senu, hvort það hafi myndast gjá milli myndlistar og almennings.
Þar sem skylda fjölmiðils væri fyrst og fremst við þennan sama almenn-
ing sagði Magnús ekki ljóst hvernig umfjöllun um myndlist ætti helst að vera
háttað – eflaust þurfi að endurskoða forsendurnar fyrir myndlistargagnrýni
áður en farið er aftur af stað. Hann sagði enn fremur að kannski þyrfti að
fræða almenning frekar um forsendur nútímamyndlistar, enda sé fræðsla
um myndlist nánast ekki til staðar í skólakerfinu. Verkefnið væri ekki að
endurheimta fortíðina, heldur hugsa hvernig megi skapa aftur almenna um-
ræðu um myndlist.
virkilega djúp menn-
ingarumfjöllun þarf
sérhæfðan vettvang
Þ
röstur Helgason sagði að þegar hann kom inn í starf sitt sem dag-
skrárstjóri Rásar 1 fyrir þremur árum hafi hann haft það að mark-
miði að endurlífga menningarblaðamennsku og menningarmið-
lun á Íslandi. Hann sagði það hins vegar taka tíma í stofnun á
borð við Ríkisútvarpið, en þess væru þó farin að sjást merki,
til dæmis með menningarþættinum Lestin sem hefði
bæst við dagskrá Rásar 1 í vetur.
Þröstur vitnaði í Birgi Andrésson myndlistar-
mann sem sagði eitt sinn að á Íslandi væri fjallað
um myndlist í útvarpi og bókmenntir í sjónvarpi.
Hann sagði þetta hins vegar ekki vera alslæmt,
kostur útvarpsins væri að þar gæfist tími og því ekki
slæmt í sjálfu sér að fjalla um myndlist í útvarpi.
Hins vegar þyrfti einnig að fjalla um myndlist í sjón-
varpi og benti á að nú væri að hefja göngu sína nýr
sjónvarpsþáttur um myndlist á RÚV, þátturinn Opnun.
Hann tók undir með Einari Fal og Magnúsi og sagði
hlutverk fjölmiðilsins vera að benda almennum notendum á það sem
er að gerast í samfélaginu, útskýra og veita upplýsingar. Á sama tíma
væri miðillinn einnig í samræðu við listamennina og galleríin. Hann
lagði áherslu á að sú umræða gæti hins vegar aldrei orðið virkilega djúp
í fjölmiðlum, hún þurfi á öðrum miðlum og vettvangi að halda. Vanda-
málið á Íslandi væri hins vegar að slíkur vettvangur væri varla til.
Að lokum boðaði Þröstur opnun nýs menningarvefjar RÚV þar sem
öll menningarumfjöllun stofnunarinnar yrði aðgengileg, ritstjóri hafi
verið ráðinn til að hafa umsjón með vefnum og stefnt væri á opnun á
næstu dögum eða vikum.
„Til að skrifa gagnrýni
þarf visst hugrekki.“
Valtýr Pétursson var
myndlistargagnrýnandi
Morgunblaðsins í 36 ár og
var málþingið haldið til
heiðurs honum.
Staða myndlistar-
gagnrýni til umræðu
Magnús Gestsson, Aðal-
steinn Ingólfsson, Magnús
Guðmundsson, Helga
Óskarsdóttir, Einar Falur
Ingólfsson, Þröstur Helga-
son og Jón B.K. Ransu.