Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Blaðsíða 27
Helgarblað 31. mars–3. apríl 2017 Kynningarblað - Viðhald húsa 3 Sérfræðingar í raka- og mygluvandamálum V ið vinnum mikið fyrir fyrir- tæki og stofnanir þar sem þessi vandamál eru fyrir hendi og stúkum þá verk- svæðið vel af og myndum undirþrýsting með blásurum, út- búnum Hepafilter, svo ekki berist ryk frá framkvæmdasvæðinu. Þannig getur starfsemi haldið áfram annars staðar í húsinu. Þetta gerum við einnig þegar við tökum að okkur almenn trésmíðaverk til að tak- marka þrif eftir aðgerðir,“ segir Ágúst Bjarnason húsasmíðameistari en hann hefur sérhæft sig í úrlausn á raka- og mygluvandamálum í hús- næði undanfarin ár. Ágúst rekur fyrirtækið Heilbrigð hús ehf. sem tekur að sér alla al- menna smíðavinnu og sérhæfir sig í viðgerðum á húsnæði með raka- og mygluvandamál. Eins og Ágúst lýsir hér að framan leggur fyrirtækið mikið upp úr því að takmarka allt iðnað- arryk og hefur mikið unnið í fyrir- tækjum og aðstæðum sem krefjast snyrtimennsku og góðrar umgengni. Heilbrigð hús ehf. hefur starfað í tvö ár en Ágúst Bjarnason tók að sérhæfa sig í mygluvandamálum fyrir um fjórum árum. Hann hef- ur verið starfandi smiður í 12 ár. Hjá Heilbrigðum húsum eru 4–6 smiðir hverju sinni í fullu starfi. Heilbrigð hús hafa yfir að ráða mikilli þekkingu á raka- og myglu- vandamálum í húsum og hafa allan þann tækjabúnað sem þarf við hreinsun á myglusveppi í stóru og smáu húsnæði. „Ég tel að mygluvandamál séu ekki mikið meiri núna en hér áður fyrr heldur er fólk orðið betur upp- lýst um vandamálið og áhrifin sem það getur haft á heilsu þess,“ segir Ágúst, en ljóst er af umræðu undan- farið að mjög mikil þörf er fyrir þjón- ustu manna eins og hans, sem hafa sérhæft sig í þessum vanda. Auk mygluviðgerða sinnir Heilbrigð hús ehf. almennu viðhaldi og trésmíði. „Við sinnum almennu viðhaldi húsnæðis, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við erum hins vegar lítið í nýbyggingum þótt það sé á lang- tímaplaninu að byggja heilbrigð hús. Mygluvandamál og almennt viðhald tvinnast oft saman þar sem oft er ákveðið að ráðast í viðhald vegna leka, til dæmis leka frá gluggum, og þakviðgerðir. Í slíkum tilvikum kem- ur reynsla okkar að góðum notum,“ segir Ágúst. Heilbrigð hús ehf. sinnir meðal annars eftirtöldum verkþáttum: n Viðgerðir á húsnæði með raka- og mygluvandamál n Frágangur og úttekt á rakavarnarlagi n Timburhús n Skjólveggir n Uppsetning hurða n Parketlögn n Innréttingar n Milliveggir n Þakviðgerðir n Utanhússklæðningar Fyrirtækið leggur mikla áherslu á endurmenntun og hafa starfsmenn þess sótt fjölmörg námskeið sem snúa að betri byggingum og með- höndlun mygluvandamála í húsum hjá Iðunni fræðslusetri og Endur- menntun Háskóla Íslands. Heilbrigð hús ehf. er aðili að Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH. n Nánari upplýsingar um fyrirtæk- ið veitir Ágúst Bjarnason húsasmíða- meistari í tölvupósti gustismidur@ gmail.com. Heilbrigð hús ehf. Við íslenskar aðstæður getur verið nauðsynlegt að byggja yfir þök meðan á framkvæmdum stendur. Sorpgámar þrifnir og innsigl- aðir áður en farið er með þá út í gegnum sameign. Vinnusvæði stúkað af. Undirþrýstingur myndaður með Hepa-blásurum sem hreinsa 99,997% af ögnum yfir 0,3 míkrómetra að stærð áður en dælt er út um glugga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.