Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Page 27
Helgarblað 31. mars–3. apríl 2017 Kynningarblað - Viðhald húsa 3
Sérfræðingar í raka-
og mygluvandamálum
V
ið vinnum mikið fyrir fyrir-
tæki og stofnanir þar sem
þessi vandamál eru fyrir
hendi og stúkum þá verk-
svæðið vel af og myndum
undirþrýsting með blásurum, út-
búnum Hepafilter, svo ekki berist ryk
frá framkvæmdasvæðinu. Þannig
getur starfsemi haldið áfram annars
staðar í húsinu. Þetta gerum við
einnig þegar við tökum að okkur
almenn trésmíðaverk til að tak-
marka þrif eftir aðgerðir,“ segir Ágúst
Bjarnason húsasmíðameistari en
hann hefur sérhæft sig í úrlausn á
raka- og mygluvandamálum í hús-
næði undanfarin ár.
Ágúst rekur fyrirtækið Heilbrigð
hús ehf. sem tekur að sér alla al-
menna smíðavinnu og sérhæfir sig í
viðgerðum á húsnæði með raka- og
mygluvandamál. Eins og Ágúst lýsir
hér að framan leggur fyrirtækið mikið
upp úr því að takmarka allt iðnað-
arryk og hefur mikið unnið í fyrir-
tækjum og aðstæðum sem krefjast
snyrtimennsku og góðrar umgengni.
Heilbrigð hús ehf. hefur starfað
í tvö ár en Ágúst Bjarnason tók að
sérhæfa sig í mygluvandamálum
fyrir um fjórum árum. Hann hef-
ur verið starfandi smiður í 12 ár. Hjá
Heilbrigðum húsum eru 4–6 smiðir
hverju sinni í fullu starfi.
Heilbrigð hús hafa yfir að ráða
mikilli þekkingu á raka- og myglu-
vandamálum í húsum og hafa allan
þann tækjabúnað sem þarf við
hreinsun á myglusveppi í stóru og
smáu húsnæði.
„Ég tel að mygluvandamál séu
ekki mikið meiri núna en hér áður
fyrr heldur er fólk orðið betur upp-
lýst um vandamálið og áhrifin sem
það getur haft á heilsu þess,“ segir
Ágúst, en ljóst er af umræðu undan-
farið að mjög mikil þörf er fyrir þjón-
ustu manna eins og hans, sem hafa
sérhæft sig í þessum vanda. Auk
mygluviðgerða sinnir Heilbrigð hús
ehf. almennu viðhaldi og trésmíði.
„Við sinnum almennu viðhaldi
húsnæðis, bæði fyrir einstaklinga og
fyrirtæki. Við erum hins vegar lítið
í nýbyggingum þótt það sé á lang-
tímaplaninu að byggja heilbrigð hús.
Mygluvandamál og almennt viðhald
tvinnast oft saman þar sem oft er
ákveðið að ráðast í viðhald vegna
leka, til dæmis leka frá gluggum, og
þakviðgerðir. Í slíkum tilvikum kem-
ur reynsla okkar að góðum notum,“
segir Ágúst.
Heilbrigð hús ehf. sinnir meðal
annars eftirtöldum verkþáttum:
n Viðgerðir á húsnæði með raka- og
mygluvandamál
n Frágangur og úttekt á
rakavarnarlagi
n Timburhús
n Skjólveggir
n Uppsetning hurða
n Parketlögn
n Innréttingar
n Milliveggir
n Þakviðgerðir
n Utanhússklæðningar
Fyrirtækið leggur mikla áherslu á
endurmenntun og hafa starfsmenn
þess sótt fjölmörg námskeið sem
snúa að betri byggingum og með-
höndlun mygluvandamála í húsum
hjá Iðunni fræðslusetri og Endur-
menntun Háskóla Íslands. Heilbrigð
hús ehf. er aðili að Meistarafélagi
iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH. n
Nánari upplýsingar um fyrirtæk-
ið veitir Ágúst Bjarnason húsasmíða-
meistari í tölvupósti gustismidur@
gmail.com.
Heilbrigð hús ehf.
Við íslenskar aðstæður getur verið nauðsynlegt að byggja yfir þök meðan á framkvæmdum stendur.
Sorpgámar þrifnir og innsigl-
aðir áður en farið er með þá út í
gegnum sameign.
Vinnusvæði stúkað af.
Undirþrýstingur myndaður
með Hepa-blásurum sem
hreinsa 99,997% af ögnum
yfir 0,3 míkrómetra að stærð
áður en dælt er út um glugga.