Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Blaðsíða 46
Helgarblað 31. mars–3. apríl 201738 Menning Myndlistargagnrýni í krísu Deilt var um stöðu myndlistargagnrýni á Íslandi í dag á málþingi í Listasafni Íslands á dögunum, en bæði listfræðingar og fjölmiðlafólk tók þátt í málþinginu sem haldið var í tengslum við sýningu á verkum Valtýs Péturssonar. Hann starfaði um árabil sem myndlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu og var yfirskrift málþingsins vísun í orð hans: „Til að skrifa gagnrýni þarf visst hugrekki.“ kristjan@dv.is Að gagnrýna er flóknara en áður J ón B.K. Ransu, myndlistarmaður og fyrrverandi myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, flutti erindi um Valtý Pétursson sem myndlistargagnrýnanda. Jón sagði að á þeim 36 árum sem Valtýr skrifaði í Morgunblaðið hafi íslensk myndlist tekið stakkaskipt- um, farið í gegnum fjögur skeið þar sem forsendur listar- innar gjörbreyttust: landslagsmálverkið, abstraktmálverk- ið, hugmyndalistina og nýja málverkið. Þrátt fyrir að íslensk myndlist hafi þróast hafi Valtýr alltaf horft á hana og gagnrýnt með augum módernistans. Hann hreinlega viðurkenndi að skilja ekki hvað hugmyndalistin gekk út á og þegar hann gagnrýndi listamenn sem feng- ust við nýja málverkið gerði hann það á forsendum módernismans, gagn- rýndi liti, form og efnistök – nálgun sem hentaði illa nýja málverkinu. Jón velti fyrir sér hvort gagnrýnendur sem starfa lengi geti yfirhöfuð endurnýjað sig þegar allt aðrar forsendur eru komnar inn í listina. Hann segir forsendur listarinnar hafa breyst svo mikið á undanförnum ára- tugum að hefðbundin gagnrýni með smekksdómum eigi ekki endilega lengur við. Neikvæðir dómar um myndlist birtist enda varla nema í raun- veruleikasjónvarpsþáttum í anda American Idol. Jón segir gagnrýnina geta haft fleiri hlutverk en að fella dóm um verkið út frá smekk gagnrýn- anda. Gagnrýnandinn miðlar því sem hann telur skipta máli fyrir samfé- lagið og menninguna í listaverkinu eða reynir að „upplýsa lesendur um listir, kenna orðaforða og hugtök til að hjálpa þeim að ræða um listaverk,“ en þetta taldi Valtýr Pétursson vera hlutverk gagnrýnandans. Jón sagði umfjöllun geta gegnt ákveðnu hlutverki á sístækkandi sviði menningarviðburða, það að álíta verk nógu áhugavert til að fjallað sé um það sé dómur í sjálfu sér. Jón sagði enn fremur að líkami listarinnar væri stöðugt að stækka, það er að svið þess leyfilega í myndlist breikkar sífellt, og gerir starf gagnrýnandans margþættara og erfiðara. Nú þurfi fyrst og fremst að takast á við efnistökin en ekki sé lengur hægt að nálg- ast myndlistina eins og leiklist eða klassíska tónlist þar sem hægt er að leggja mat á flutninginn, hvort hann heppnist eða ekki. Listin líður áfram í átakalausri lognmollu Í erindi sínu fjallaði Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um reynslu sína sem myndlistargagnrýnandi. Hann sagði að þegar hann byrjaði að skrifa gagnrýni fyrir Dagblaðið Vísi sumarið 1974 hafi hann einsett sér að skrifa ekki myndlistarrýni eins og Valtýr Pétursson. Hann segist enn vera þeirr- ar skoðunar að umsagnir Valtýs rísi sjaldan yfir almennt og hversdagslegt rabb og álitsgjöf hans sé sjaldnast studd öðru en því sem honum sjálfum finnst. Dómar hans hafi verið uppfullir af setningum á borð við: „Myndir númer 7 og 11 þóttu mér sýnu bestar.“ Sjálfur sagðist Aðalsteinn álíta að gagnrýnandinn standi aðeins frammi fyrir tveimur spurningum þegar hann fjalli um myndlist. Annars vegar, hvernig kemst myndlistarmað- urinn að þeirri niðurstöðu sem blasir við í verkunum, og hins vegar, hversu marktæk er þessi niðurstaða? Hann segir mat á gæðum verksins spinnist út frá síðari spurn- ingunni en þá nægi hins vegar ekki bara að segja að niður- staðan sé „áhugaverð“ eins og Valtýr gerði oftar en ekki. Aðalsteinn sagði frá því að þegar hann byrjaði að skrifa gagnrýni hafi skrifin verið ágætis búbót, tvær greinar á viku hafi skilað sér í hálfum mánaðarlaunum blaðamanns. En það sem hafi helst gert listgagnrýnanda erfitt fyrir á þessum tíma hafi annars vegar verið skortur á upplýsingum, sem gerði honum oft erfitt um vik að setja listamenn í samhengi og meta frumleika þeirra, og hins vegar kunn- ingjasamfélagið sem reyndi á siðferðisþrek gagnrýnandans. Hann sagði enn fremur erfitt að ræða um myndlistargagnrýni á Íslandi í dag, það er „upplýsta greiningu og mat þar til bærra og óháðra aðila á því sem á sér stað í sýningarsölum og -söfnum,“ enda fyrirfyndist hún ekki lengur á Ís- landi. „Á Íslandi tíðkast ekki lengur að hafa skoðanir á myndlist, því líður hún áfram í átakalausri lognmollu,“ sagði Aðalsteinn og vildi meina að ástandið væri fordæmalaust. Fyrir 30 árum hafi birst reglulegar umsagnir um myndlist í fimm dagblöðum, en gagnrýnin umræða virtist nú vera að víkja fyrir einu alls- herjar „like“-kerfi, enda væri mikið af almennri umfjöllun um myndlist í fjöl- miðlum: kynningar, fréttatilkynningar, viðtöl, fréttir og frásagnir. Hann sagðist telja að leiklist, bókmenntir, sígild og popptónlist og jafnvel listdans byggju við betra ástand en myndlistin í dag. Hann segist raunar undrast langlundargeð myndlistarmanna, listfræðinga og safnanna við þessum ófremdarástandi. Markaðurinn tekur yfir hlutverk gagnrýnandans M agnús Gestsson listfræðingur sagði að frá tím- um impressjónismans hafi samband gallerist- ans og gagnrýnandans verið helsti valda- öxullinn í myndlistarheiminum og þeir unnið að því að koma listinni á framfæri. Gagnrýn- in hafi hins vegar átt undir högg að sækja frá níunda áratugnum. Á valdatíma Margrétar Thatcher sem forsætisráðherra Bretlands hafi einkavæðing átt sér stað í breska listheiminum og vægi peningamanna þar með aukist á kostnað gagnrýnandans, hvers völd væru lítil nema þá helst ef hann gæfi virkilega neikvæða dóma – og vekti þar með áhuga fólks á listamanninum. Magnús gaf örlitla innsýn í stöðu gagnrýninnar í dönsku myndlistarsamfé- lagi, og sagði einungis einn myndlistargagnrýnanda vera í fullu starfi á dönsku dagblaði. Í stað gagnrýni væru skrifaðar stuttar og þægilegar yfirborðskenndar greinar, stjörnuviðtöl við listamenn og annað slíkt í danska fjölmiðla. Fjölmiðlar á hausnum E inar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og umsjónarmaður menning- arefnis Morgunblaðsins, sagði myndina vissulega vera dökka en þó alls ekki jafn svarta og fyrri ræðumenn hefðu viljað vera láta. Í Morgunblaðinu þann daginn væri til dæmis heil opna um myndlist, með bæði gagnrýni og umfjöllun. Hann sagði að kvótinn af myndlist- argagnrýni hefði haldist sá sami í blaðinu frá hruni, þrír til fjórir dómar í mánuði. Hann viðurkenndi að það væri ekki mikið ef mið- að væri við fyrri tíma, til dæmis í kringum 1990, þegar skrifað var um allar sýningar, allar útgefnar bækur og alla klassíska tón- leika. Hann benti á að í dag teldi menningar- deild Morgunblaðsins aðeins fjóra fasta starfs- menn – á meðan þeir hafi verið níu fyrir hrun. Engu að síður prentaði blaðið 28 til 30 menningarsíður á viku. Þrátt fyrir að hann áliti gagnrýnandann mikilvægan í þróun og gerj- un frá grasrót og til hinna virtu og viðurkenndu, lagði Einar Falur áherslu á að gagnrýni í fjölmiðlum væri ekki fyrir listamennina sjálfa heldur fyrir hinn almenna fjölmiðlaneytanda. Hlutverk dagblaðagagnrýni væri að veita almennum lesendum upplýsingar, benda á það sem er áhugavert, veita upplýsingar og greina. En þeir sem skrifa í fagtímarit – það sem hann kallaði „fámiðla“ – gætu hins vegar leyft sér að fara dýpra í umfjöllun sinni sem væri hugsuð fyrir fagfólk í greininni. Þessi tveir heimar væru hins vegar mögulega að sigla lengra í burtu hvor frá öðrum í samtímanum. Einar sagði að þegar allt kæmi til alls væri það slæm staða fjölmiðla sem væri ástæðan fyrir minni myndlistargagnrýni, allir fjölmiðlar væru á hausnum og það væri hreinlega ekki til peningur fyrir gagnrýni. Hann lagði áherslu á að gagnrýni kosti pening og ef við vildum viðhalda slíkri umræðu yrðum við að borga fyrir hana. Að lokum sagðist hann undrast hvað það gengi illa að fá gagnrýnendur til starfa, þrátt fyrir að fjöldi ungs fólks væri útskrifaður úr listfræðilegum námsbrautum úr háskólum og listaháskólum á Íslandi. Metsölulisti Eymundsson 23.–29. mars 2017 Allar bækur 1 Undur MývatnsUnnur Þóra Jökulsdóttir 2 Handan fyrirgefningarÞórdís Elva Þorvaldsdóttir / Tom Stranger 3 Örvænting B.A. Paris 4 Konan sem hvarf Anna Ekberg 5 LögganJo Nesbø 6 Svefn Dr. Erla Björnsdóttir 7 Andartak eilífðar Paul Kalanithi 8 Iceland In a Bag Ýmsir höfundar 9 Sannfæring og rökÓlafur Páll Jónsson 10 Stúlkurnar á Englandsferjunni Lone Theils Handbækur / Fræði- bækur / Ævisögur 1 Undur MývatnsUnnur Þóra Jökulsdóttir 2 Handan fyrirgefningar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir/ Tom Stranger 3 Svefn Dr. Erla Björnsdóttir 4 Andartak eilífðar Paul Kalanithi 5 Sannfæring og rökÓlafur Páll Jónsson 6 Leitin að svarta víkingnum Bergsveinn Birgisson 7 FjallvegahlaupStefán Gíslason 8 Sálmabók Ýmsir höfundar 9 Nýja tilvitnanabókinKolbrún Bergþórsdóttir tók saman 10 Ráð handa kvíðnum krökkum - vinnubók Ronald M. Rapee
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.