Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Blaðsíða 24
Helgarblað 31. mars–3. apríl 201724 Fólk Viðtal E f ég ætti að lýsa þessum tíma í lífi mínu í einu orði þá væri það ótti. Ótti við að gera eitthvað sem er ekki ekki rétt, gera eitthvað sem ég má ekki. Óttinn við afleiðing­ arnar. Þetta fylgir manni nefni­ lega alltaf, þessi hugsun að maður sér að gera eitthvað rangt gagnvart söfnuðinum,“ segir Lilja Torfadóttir sem sagði skilið við Votta Jehóva árið 2004, eftir að hafa alist upp innan safnaðarins og lengi vel haft lítil kynni af heiminum utan hans. Eftir að hafa komið út úr skápnum var henni útskúfað og gert ljóst að hún væri ekki lengur velkomin. Hún fer ekki dult með þá staðreynd að andlegt ofbeldi, heilaþvottur og þöggun viðgangist innan veggja Vottanna. Hún er þó hvorki bitur né reið. Lilja viðurkennir í byrjun sam­ talsins að hún hafi verið hrædd við að tjá sig um reynslu sína af söfn­ uðinum. Hún hafi óttast viðbrögð öldunganna, þeirra sem eru hæst settir innan Vottanna. „Ég hugsaði í gær að öldungarnir yrðu brjálaðir ef það birtist viðtal við mig í DV. Þegar það er búið að beita mann trúarofbeldi í öll þessi ár þá fer maður auðvitað að spila með of­ beldismönnunum. Það er alltaf meðvirkni gagnvart þeim sem fremur ofbeldið. Málið er nú samt það að ég er að fara í viðtal sem brottræk manneskja og hef ná­ kvæmlega engu að tapa við að segja hvernig ég upplifði hlutina. Margir vinir mínir sem eru brottrækir eiga hins fjölskyldumeðlimi innan safn­ aðarins sem þeir vilja ekki særa.“ Móðir Lilju, Hulda Fríða Bernd­ sen, hefur áður tjáð sig opinberlega um reynslu sína af söfnuðinum. Í bókinni Týnd í Paradís sem kom út árið 2015 lýsti bróðir Lilju, Mikael Torfason, einnig upplifun sinni af söfnuðinum. Blóðfaðir Lilju gekk til liðs við söfnuðinn í upphafi átt­ unda áratugarins og móðir hennar nokkrum árum síðar, árið 1975. Þau hröktust úr söfnuðinum í kjöl­ far skilnaðar árið 1979, rúmlega tveimur árum eftir að Lilja fæddist. Blóðfaðir hennar hafði kynnst nýrri konu og það féll ekki í góðan jarð­ veg meðal Vottanna. Í kjölfarið bjó Lilja hjá móður sinni en eldri bræð­ ur hennar tveir hjá föður þeirra. Lítið var minnst á söfnuðinn og hversdagslífið var eins og hjá hverj­ um öðrum. Móðir Lilju gekk að eiga uppeldisföður hennar þegar Lilja var sex ára. 12 ára trúboði Svo kom árið 1986. Framundan var sögulegur leiðtogafundur Reagan og Gorbatsjev í Höfða. Móðir Lilju sá frétt í sjónvarpinu og var sann­ færð um að heimurinn væri að far­ ast. „Eftir að hafa séð fréttina kom hún til mín og sagði mér að við þyrftum að byrja aftur að sækja samkomur, af því að það væri að koma heimsendir. Harmageddon. Við þurftum að fara á samkomur til að geta fengið að lifa í Paradís. Ég trúði því heilshugar og tók þessu mjög alvarlega.“ Móðir Huldu fékk að mæta aftur á samkomur ásamt dóttur sinni en þurfti að lúta ströngum skilyrðum. Mæðgurnar fengu ekki að setjast inn á samkomur fyrr en allir voru sestir. Þær máttu aðeins sitja á aftasta bekk. „Ég man óljóst eftir þessum tíma. Það mátti enginn tala við mömmu og við urðum alltaf að fara áður en samkoman var búin. Það var mjög einkennilegt að vera barn í þessari aðstöðu, að upplifa þessa útskúfun þegar maður var bara krakki.“ Börnum allt niður í tveggja ára var gert að sitja kyrr á samkomum, sem stóðu gjarnan yfir í einn og hálfan klukkutíma. Ef þau óhlýðn­ uðust voru þau iðulega beitt miklu harðræði. „Ég sá foreldra rífa krakk­ ana sína upp ef þeir voru óþekkir og henda þeim niður í stólinn, eða fara með þá inn á klósett þar sem maður heyrði öskrið og grátinn og rassskellina fram á gang.“ Það leið talsverður tími þar til móðir Lilju var tekin inn í söfn­ uðinn á ný. Hluti af starfi Vott­ anna er að stunda trúboð með því að ganga hús úr húsi og boða fagn­ aðarerindið. Móðir Lilju tók starfið alla leið, og Lilja fór ekki varhluta af því. „Ég og vinkonur mínar í söfn­ uðinum vorum 12 og 13 ára gamlar að ganga á milli húsa og fórum nið­ ur í Mjódd með nýjustu tölublöð­ in af Vaknið! og Varðturninum. Ég var í rauðri kápu og rósóttum kjól, og pældi eiginlega afar lítið í við­ brögðum fólks.“ Allt leyst innan safnaðarins Það var ekki vel séð ef börn innan safnaðarins áttu vini þar utan. Lilja minnist þess ekki að hafa saknað jóla, páska og afmælisboða. „Ég var allt öðruvísi en aðrir krakkar en í raun angraði það mig ekkert. Ég pældi í raun lítið í því hvað aðrir voru að hugsa. Fyrir mér var þetta allt saman svo rétt sem ég var að gera. Og ég á líka góðar minningar frá þessum árum. Ég átti fullt af góðum vinum innan safnaðarins og við fórum til dæmis öll saman í sumarbústað á jólunum og það var óskaplega gaman. Að mörgu leyti var mjög vel hugsað um mann, enda snýst þetta allt saman um að halda samfélaginu saman og í sátt. Það snýst allt um fjölskylduna. Ég upplifði það líka eins og að vera partur af einhverju. Ég var hluti af heild.“ Hún man eftir atvikum þar sem upp komst um kynferðisbrot inn­ an safnaðarins. Þau brot voru þögguð niður enda náði æðsta vald ekki út fyrir söfnuðinn. „Einn níðingur var sendur í trúboðastarf til Svíþjóðar þegar upp komst að hann hefði brotið á ungum stelp­ um í söfnuðinum. Það fylgdu engin gögn með honum sem greindu frá því að hann væri kynferðisbrota­ maður. Í öðru tilviki var stelpa beitt kynferðis ofbeldi af föður sínum og málin voru leyst innan safnaðarins, í einhvers konar samstarfi við föð­ urinn. Þetta eru svo sem bara tvö dæmi af mörgum. Þessar stelpur fengu aldrei neina hjálp við að tak­ ast á við ofbeldið.“ Lilja tekur fram að hún sé ekki með staðreyndir um það hvernig tekið er á þessum málum innan safnaðarins í dag. „Ég vona inni­ lega að reglugerðinni hafi verið breytt og þeir geri sér grein fyrir því að fórnarlömb ofbeldis þurfa utan­ aðkomandi hjálp.“ Hún segir að þegar hún líti til baka sé auðséð að það hafi verið vitað innan safnaðarins að á sum­ um heimilunum var ekki allt með felldu. „Þetta var svolítið eins og að búa í smábæ þar sem allir þekkja alla. Fólk kannski vissi af því að það Ólst upp í Vottum Jehóva og var útskúfað vegna samkynhneigðar Lilja Torfadóttir sagði skilið við Votta Jehóva árið 2004. Eftir að hafa komið út úr skápnum var henni útskúfað og gert ljóst að hún væri ekki lengur velkomin. Í viðtali við Auði Ösp Guðmundsdóttur gerir Lilja upp árin hjá Vottum Jehóva. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Þetta var svolítið eins og að búa í smábæ þar sem allir þekkja alla. Fólk kannski vissi af því að það við- gekkst ofbeldi á einhverju heimili en var ekkert að blanda sér inn í það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.