Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2017, Blaðsíða 14
Helgarblað 31. mars–3. apríl 201714 Fréttir
n „Svona menn þurfa fylgd“ n Forstöðumaður ekki heyrt af atvikinu
S
íðan segir hann við stelpuna
sem var 14: Ég vil bara ríða
þér. Báðir mennirnir í heita
pottinum voru á fertugs
aldri, annar þeirra 37 ára.“
Þetta segir karlmaður sem varð
vitni að því þegar tveir fullorðn
ir menn áreittu 14 ára stelpu í heit
um potti í Breiðholtslaug. Þórunn,
starfsmaður í Breiðholtslaug, stað
festir að tilkynnt hafi verið um kyn
ferðislega áreitni tveggja karlmanna
á fertugsaldri í garð 14 ára stúlku.
Fleiri börn voru í pottinum þegar
mennirnir áreittu barnið, seint á
mánudagskvöld.
„Ég heyrði ekki af þessu fyrr en
rétt fyrir klukkan 10. Ég sagði við þá:
„Þið komið aldrei hingað aftur ef þið
gerið svona.“ Þeir voru hálf grátandi
hérna í undir lokin. Annar sagði við
mig: „Ég var ekki að gera neitt ljótt.“
Þegar þeir voru farnir hugsaði ég:
„Ég á ekki að finna til en ég finn svo
lítið til í hjarta mínu. Þetta er bara
hugsunarhátturinn þeirra,“ segir
Þórunn og bætir við: „Þeir voru van
gefnir. Þetta eru örugglega strákar
sem eru á einhverju heimili. Það var
engan veginn eins og þeir ætluðu að
særa einn né neinn.“
Héldu áfram
Vitni sem var í pottinum segir í sam
tali við DV að mennirnir hafi ekki
verið þroskaskertir en telur þá glíma
við andleg veikindi. Hann lýsir at
vikinu á þá leið að mennirnir hafi
komið ofan í pottinn þar sem hafi
verið nokkur börn, þar á meðal 14
ára stúlka. Annar maðurinn hafi
þá sagt orðrétt: „Ég vil ríða þessari
stelpu“.
„Annar maðurinn fór að tala um
hvað honum litist vel á stelpurnar
sem voru bara börn. Þær væru fal
legar og sexí. Ég sagði þeim ítrekað
að þetta væri óviðeigandi en þeir
héldu áfram. Ég sá að stúlkan tók
þetta mjög nærri sér. Annar þeirra
sagðist vera 37 ára og hinn var
einnig á fertugsaldri. Hinn maður
inn sagði um félaga sinn: „Ég held
að hann sé bara graður.“ Ég sá að
stelpunni þótti þetta óþægilegt en
hún reyndi að bera sig mannalega
og sagði: „Ég er 14 ára, þarna fíflið
þitt. Reyndu að gera þér grein fyrir
því.“ Þá fór eldri maðurinn að tala
um að hann hefði komið við typpið
á félaga sínum.
Annar maðurinn fór alveg
upp að andliti sessunautar míns,
ungrar stúlku sem var með nokkra
fæðingarbletti, og spurði hvort um
væri að ræða fæðingarbletti eða ból
ur. Ég segi honum að hætta en hann
heldur áfram og byrjar að tala um að
hann sé frá annarri vídd og hann fái
fæðingarbletti út af visku, þetta séu
sem sagt viskublettir. Hinn tók svo
upp á því að ákalla Guð og hrópaði
yfir allt. Ég hugsaði: Annaðhvort eru
þeir búnir að vera að reykja mikið
eða eru veikir einstaklingar og hafa
gleymt að fá fylgd í laugina. Síðan
segir hann við stelpuna: „Ég vil bara
ríða þér“.“
Fá að koma aftur í laugina
Starfsmaður Breiðholtslaugar stað
festi við DV að málið hefði komið
upp og ræddi við mennina eftir að
þeir komu upp úr lauginni. Vildi
starfsmaðurinn, Þórunn, meina að
þeir ættu við þroskaskerðingu að
stríða. Ræddi hún við mennina og
sagði hún að þeir hefðu tekið nærri
sér að hafa áreitt barnið, hefðu
grátið fyrir utan og haft mikla þörf
fyrir að tjá sig. Sagðist hún hafa rætt
lengi við mennina og sagt við þá að
„… þeir gætu komið aftur en ef þeir
myndu koma og gera eitthvað svona
aftur, þá væri alveg sama í hvaða
laug það væri, þá yrðu þeir reknir
upp úr og kæmu ekki inn í laugina.“
Aðspurð hvort hún hefði rætt við
barnið eða hitt það svaraði Þórunn
að stúlkan hefði verið farin upp úr
þegar hún heyrði af þessu.
„Ég reyndar tók ekki á móti
henni. Það var önnur kona sem
ræddi við hana. Ég veit að það er
hræðilegt að þetta skyldi gerast en
ég verð líka að segja hvernig þeir
voru, þeir voru vangefnir, það hefur
sitt að segja um framkomu þeirra.
Þetta eru örugglega strákar sem eru
á einhverju heimili.“
Starfsmenn láta foreldra vita
Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðu
maður Breiðholtslaugar, hafði ekki
heyrt af atvikinu. Segir hún það ekki
hlutverk starfsmanna að kæra atvik
sem upp koma.
„Svona lagað gerist víða, ekki
bara í sundlaugum,“ segir Sólveig.
„Það er ekki okkar hlutverk að kæra.
Ef upp koma alvarleg atvik skiptum
við okkur af og ef um börn er að
ræða látum við foreldra vita svo þeir
geti tekið ákvörðun um næstu skref.
Það er hins vegar erfitt að hindra
veikt fólk í að koma í laugarnar þar
sem um almenningslaugar er að
ræða.“
Blaðamaður benti Þórunni á að
14 ára barn geri sér ekki endilega
grein fyrir því að ofbeldismaðurinn
eigi við þroskaskerðingu eða geð
sjúkdóma að stríða og kynferðisleg
áreitni sé alltaf alvarlegt mál.
„Já já,“ segir Þórunn. Svona menn
þurfa fylgd. Við fáum margt svona
fólk sem er þá með fylgdarmenn.
Þessa menn hef ég aldrei séð áður.
Þeir voru ekki með neina fylgdar
menn. Auðvitað er agalegt að svona
ung stúlka skyldi verða fyrir þessu.
Ég gat ekki gert meira, en hefði ég
vitað þetta úti í potti, þá hefði ég
farið strax og rekið þá upp úr, ekki
spurning. Svona kjánagangur, þeir
halda kannski að þetta sé fyndið, ég
veit það ekki. Ég skil þetta ekki,“ seg
ir Þórunn og bætir við að lokum: „Ég
vona að ég hafi komið einhverju inn
hjá þeim. Þegar þeir fóru áttu þeir
mjög erfitt og eftir að ég var búin að
tala við þá þá held ég að þeir hafi
áttað sig á að þetta var ekki í lagi.“ n
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is „Ég er
14 ára,
þarna fíflið
þitt. Reyndu
að gera þér
grein fyrir
því.
Fullorðnir menn grétu
eftir að hafa áreitt 14 ára
barn í Breiðholtslaug
Sagði mönnunum
að láta sig í friði
Stúlkan var í áfalli eftir
áreitnina. Forstöðu-
kona Breiðholtslaugar
hafði ekki heyrt af
atvikinu og sagði að
kynferðisleg áreitni
ætti sér stað víða.
Breiðholtslaug „Svona lagað gerist víða, ekki bara í sundlaugum,“ segir Sólveig forstöðu-
maður Breiðholtslaugar. Segir hún að starfsmenn eigi að láta foreldra vita ef barn verður
fyrir kynferðislegu ofbeldi.