Fréttablaðið - 27.10.2017, Side 2
Veður
Allhvöss eða hvöss vestanátt með
rigningu í dag, en stormur austur af
Öræfajökli fram eftir degi. Talsverð
úrkoma um tíma norðvestanlands.
Hægari vindur og úrkomulítið síð-
degis. sjá síðu 28
Baktus loksins gjaldgengur á Stofunni eftir áralangt bann
Aðalspaði miðbæjarins, kötturinn Baktus, hefur verið leystur úr áralöngu banni sem heilbrigðisyfirvöld hnepptu hann í síðla árs 2013, þegar hann
var gerður útlægur af Stofunni, uppáhaldskaffihúsinu sínu, vegna meintrar ógnar við heilsu annarra gesta kaffihússins. Með gildistöku breytingar á
reglugerð getur Baktus notið sín aftur meðal gesta kaffihússins og þegið klapp og kjass eins og hann átti að venjast áður. Fréttablaðið/anton brink
Rafvirkjar
LED lampar
Endursöluaðilar um land allt
Snjöll lýsing!
OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið
að þínum þörfum með Appi
Jóhann Ólafsson & Co.
Krókháls 3, 110 Reykjavík
533 1900
olafsson.is
Mannlíf „Við Sigmundur höfum
frá upphafi hans í pólitík alltaf
verið samherjar,“ segir Jónas Guð-
mundsson, bóndi á Hrafnabjörgum
í Jökulsárhlíð sem hefur verið ein
umtalaðasta jörð stjórnmálanna
hin síðari ár. Ástæðan er sú að vorið
2013 flutti Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, þáverandi formaður Fram-
sóknarflokksins, lögheimili sitt á
bæinn Hrafnabjörg 3 og bauð sig
fram í Norðausturkjördæmi. Jónas
tók fagnandi á móti foringjanum þá
enda ætíð verið mikill Framsóknar-
maður.
Þrátt fyrir að vera langt í frá eins-
dæmi í íslenskum stjórnmálum þá
vakti lögheimilisskráning Sigmund-
ar Davíðs mikla athygli á sínum
tíma og töluvert um hana fjallað í
fjölmiðlum enda heldur Sigmundur
heimili í reisulegu húsi í Garðabæ.
Fréttablaðinu lék forvitni á að vita
hvort afstaða Framsóknarmannsins
Jónasar á Hrafnabjörgum til lög-
heimilisskráningar Sigmundar á bæ
hans hefði eitthvað breyst í ljósi þess
að hann hefur nú stofnað Miðflokk-
inn og hoggið skarð í raðir Fram-
sóknarflokksins og fylgi hans. Jónas
hlær dátt þegar blaðamaður ber upp
erindið. Segir hann Sigmund ávallt
velkominn enda þeir ávallt verið
samherjar, þó bóndinn hafi ekki
gengið jafn langt og margir flokks-
félagar hans og skráð sig úr Fram-
sóknarflokknum. Römm er sú taug.
„Ég hef nú ekkert gert í því að
segja mig úr Framsókn og ganga
í nýja flokkinn en við erum jafn
miklir félagar fyrir því. Sigmundur
er enn velkominn hér og er auð-
vitað skráður á framboðslista hér í
kjördæminu. Þetta hefur allt sinn
Gestrisni bóndinn erfir
ekki flótta Sigmundar
Framsóknarbóndinn á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð erfir það ekki við Sig-
mund þó hann hafi sagt skilið við flokkinn og stofnað Miðflokkinn. Forsætis-
ráðherranum fyrrverandi sé enn velkomið að skrá lögheimili sitt á bæ hans.
Þótt Sigmundur Davíð hafi sagt skilið við Framsókn er hann enn velkominn á
Hrafnabjörgum með lögheimilisskráningu sína. Fréttablaðið/Ernir
Ég hef nú ekkert gert
í því að segja mig úr
Framsókn og ganga í nýja
flokkinn en við erum jafn
miklir félagar fyrir því.
Jónas Guðmundsson, bóndi
á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð
gang eins og gengur og þegar menn
lenda svona illilega upp á kant þá
getur komið upp erfið staða,“ segir
Jónas um brotthvarf Sigmundar úr
Framsókn.
En hefur Sigmundur komið í
heimsókn á lögheimili sitt nýlega?
„Já, ég verð að segja frá því að það
er svona hálfur mánuður síðan hann
kíkti hérna við hjá mér.“
Aðspurður hvort hann sé nokkuð
farinn að rukka foringjann um leigu
nú þegar hann er horfinn úr Fram-
sóknarflokknum hlær Jónas.
„Nei, nei. Það er mér að meina-
lausu þótt hann sé með lögheimili
hjá mér,“ segir þekktasti lögheim-
ilisgestgjafi landsins að lokum léttur
í bragði. mikael@frettabladid.is
stjórnsýsla „Mér þykir einboðið
að þetta þurfi að laga. Ég hef skoðað
hvort sé hægt að laga þetta með reglu-
gerð en sýnist að ekki verði bætt úr
nema með lagabreytingu,“ segir Sig-
ríður Andersen dómsmálaráðherra.
Fréttablaðið greindi frá því í dag að
víetnömsk kona, Chuong Le Bui, sem
býr á Íslandi og er í matreiðslunámi,
hefur fengið bréf frá Útlendinga-
stofnun þess eðlis að henni verði gert
að yfirgefa landið. Ástæðan er sú að
í nýjum Útlendingalögum, sem tóku
gildi 1. janúar síðastliðinn, er iðnnám
ekki skilgreint sem nám. Í eldri lögum
var iðnnám hins vegar tilgreint.
„Það er ljóst eftir því sem ég hef
heyrt að sú skilgreining sem kemur
fram á námi er of þröng og miklu
þrengri en löggjafarviljinn stóð til.
Það var aldrei rætt um það að þrengja
þetta þannig að iðnnámið myndi ekki
falla undir nám í skilningi útlendinga-
laga.“
Sigríður segir að nýju útlendinga-
lögunum hafi verið breytt eftir því
sem reynsla hefur komið á þau.
Meðal annars hafi lögunum verið
breytt undir lok síðasta þings þegar
kom í ljós að skiptinemar á mennta-
skólastigi féllu milli skips og bryggju
í lagatextanum.
„Það er mikilvægt að menn geti
stundað iðnnám til jafns við háskóla-
nám. Það stendur ekki annað til, af
minni hálfu í það minnsta, en að lög-
gjafinn lagfæri þetta,“ segir Sigríður.
Ákvörðun Útlendingastofnunar
um að vísa Chuong Le Bui úr landi
hefur verið kærð til kærunefndar
Útlendingastofnunar. Henni verður
ekki vísað brott fyrr en niðurstaða
fæst frá nefndinni. – jhh
Ekki ætlunin
að undanskilja
iðnnema
Sigríður
andersen
dómsmálaráð-
herra
ferðaþjónusta Markaðsstofa
Norðurlands og flugklasinn AIR
66N segja enn vera hindranir í
veginum fyrir beinu millilanda-
flugi um Akureyrarflugvöll. Meðal
annars sé eldsneyti fyrir flugvélar
í millilandaflugi dýrara á Akureyri
en í Keflavík.
„Ástæðan er sú að kostnaði við
flutning á eldsneytinu, sem er öllu
skipað upp í Helguvík, er bætt ofan
á grunnverð og þannig verður elds-
neytið dýrara eftir því sem lengra
dregur frá Helguvík,“ útskýra mark-
aðsstofan og AIR 66N í bréfi til sveit-
arfélagsins Skagafjarðar. Ná þurfi
meiri dreifingu ferðamanna um
landið. Til þess þurfi að byggja upp
fleiri áfangastaði fyrir millilandaflug
en Keflavík. „Nú í janúar og febrúar
mun ferðaskrifstofan Super Break
í Bretlandi fljúga tvisvar í viku frá
Bretlandi til Akureyrar, samtals fjór-
tán flug á sjö vikum.“ – gar
Flugvélabensín
dýrt á Akureyri
2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 7 f Ö s t u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
7
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
1
5
-2
8
D
8
1
E
1
5
-2
7
9
C
1
E
1
5
-2
6
6
0
1
E
1
5
-2
5
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K