Fréttablaðið - 27.10.2017, Side 8

Fréttablaðið - 27.10.2017, Side 8
Stjórnmál Átta möguleikar eru á myndun þriggja flokka ríkisstjórna miðað við niðurstöður skoðana­ könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt var í gær. Í öllum tilfellum þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn að koma að myndun slíkrar stjórnar. Sú þriggja flokka stjórn sem hefði mestan þingstyrk væri stjórn Sjálf­ stæðisflokksins með VG og Sam­ fylkingunni. Hún myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Myndun slíkrar ríkisstjórnar er þó ekki efst á óskalistanum hjá forystumönnum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. „Við viljum mynda ríkisstjórn frá vinstri og inn á miðjuna, segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lýst svip­ uðum skoðunum og Svandís. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings í mjög stórum málum og hefur hrist hausinn við stórum málum eins og stjórnar­ skrá og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Ofan í kaupið bætast svo efna­ hagstillögur sem teikna upp framtíð sem er algjörlega andstæð því sem við stefnum að,“ sagði Logi í samtali við Fréttablaðið í fyrradag. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri. „Þó svo að það gæti auðvitað líka verið eitthvað þvíumlíkt í spilunum hægra megin þá held ég að það sé nú ólíklegra,“ sagði Eiríkur Bergmann í hádegis­ fréttum Bylgjunnar í gær. Þar benti Eiríkur á að fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar, sem hefði 33 þing­ menn, gæti vel komist á. Eiríkur sagði stefna í að Fram­ sóknarflokkurinn og Viðreisn verði í lykilstöðu eftir kosningar. „Það verður erfitt að mynda ríkisstjórnir að afloknum kosningum án þessara flokka, sem geta farið í báðar áttir.“ jonhakon@frettabladid.is Flókið að mynda stjórn Það stefnir í fjölflokkastjórn að loknum kosningum. Prófessor í stjórnmála- fræði segir stefna í að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn geti orðið í lykilstöðu. Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 Gleraugu með FL-41 gleri geta hjálpað þeim sem þjást af mígreni Mígreniglerið er litað og síar burt u.þ.b. 80% af bláu og grænu ljósi frá skjám og flúorsentljósum. Glerin hafa reynst mörgum vel sem fá birtutengdan höfuð- verk eins og mígreni. Prófaðu að fá mígrenigler í umgjarðirnar þínar, með eða án styrkleika. Við tökum vel á móti þér í Augastað. MÍGRENIGLER mögulegir þingmeirihlutar MeirihlutasaMstarf þriggja flokka Þriggja flokka meirihluti verður ekki myndaður án Sjálfstæðisflokksins, sem fengi 17 þingmenn. VG fengi 14 menn, Samfylkingin 10. Miðflokkurinn fengi 7 þingmenn, Píratar 6, Viðreisn 5 og Framsóknarflokkurinn 4. sjálfstæðisflokkurinn sækir á Sagnfræðiprófessorinn Guðmundur Hálfdánar- son segir mikið flökt á fylgi flokka í könnunum en það hefur vakið at- hygli hans hversu mikið Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið á í könnun- um. Það fylgir auðvitað mynstrinu frá síðustu kosningum. „Á loka- metrunum sígur fylgið til Sjálfstæðisflokksins. Þeir fengu miklu betri kosningu síðast en allar skoðanakannanir gerðu ráð fyrir,“ sagði Guð- mundur í samtali við Vísi í gær. Spurður hver ástæðan geti verið fyrir þessu svarar Guðmundur að hann haldi nú að þessi kosningabarátta í ár hafi ekki sannfært marga um eitt eða neitt. „Þetta virðist vera þetta mengi Sjálfstæðisflokksins sem á mikið fylgi og hefur verið stærsti flokkurinn á Íslandi svona gegnumgangandi áratugum saman.“ „VG er enn í bestri stöðu til að mynda ríkisstjórn. Samfylking kemur sterk inn. Hinir flokkarnir þrír munu hefja kapphlaupið um leið og fyrstu tölur verða birtar. Framsókn gæti þó orðið það löskuð eftir kosningar að hún fari hægt af stað en endaspretturinn verður þeim mun betri,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor við HÍ, í samtali við Vísi. Kapphlaup geti orðið milli Viðreisnar, Pírata og Framsóknarflokksins um að komast í stjórn með VG og Samfylking- unni. fjögurra flokka stjórnir án sjálfstæðisflokksins sjálfstæðisflokkurinn (17), samfylkingin (10) og Miðflokkurinn (7) Þingmenn: 34 Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við eða talað um að hér hafi orðið nokkur siðferðisbrestur eða rof á trausti milli þjóðar og þings. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar Vinstri græn (14), samfylkingin (10), Miðflokkurinn (7) og framsóknar- flokkurinn (4) Þingmenn: 35 Vinstri græn (14), samfylkingin (10), Miðflokkurinn (7) og Viðreisn (5) Þingmenn: 36 Vinstri græn (14), Miðflokkurinn (7) Píratar (6) og Viðreisn (5) Þingmenn: 32 Vinstri græn (14), samfylkingin (10), Miðflokkurinn (7) og Píratar (6) Þingmenn: 37 Píratar (6) í stað Miðflokksins Þingmenn: 33 Viðreisn (5) í stað Miðflokksins Þingmenn: 32 sjálfstæðisflokkurinn (17), Vinstri græn (14) og samfylkingin (10) Þingmenn: 41 Miðflokkurinn (7) í stað Sam- fylkingarinnar Þingmenn: 38 Píratar (6) í stað Samfylkingarinnar Þingmenn: 37 Viðreisn (5) í stað Samfylkingarinnar Þingmenn: 36 framsóknarflokkurinn (4) í stað Samfylkingarinnar Þingmenn: 35 Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 23. og 24. október 2017. Skipting þingsæta milli flokkanna er byggð á svokallaðri D’Hondt reiknireglu. Vinstri græn (14), samfylkingin (10) Píratar (6) og framsóknar- flokkurinn (4) Þingmenn: 34 Vinstri græn (14), samfylkingin (10), Viðreisn (5) og framsóknarflokkur- inn (4) Þingmenn: 33 eiríkur Bergmann, prófessor, segir líklegustu niðurstöðuna eftir kosningar vera fjögurra flokka samstarf til vinstri. fréttaBlaðið/hörður sVeinsson 2017 2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F Ö S t U D A G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð 2 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 5 -6 4 1 8 1 E 1 5 -6 2 D C 1 E 1 5 -6 1 A 0 1 E 1 5 -6 0 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.