Fréttablaðið - 27.10.2017, Síða 12
FÖGNUM SAMAN
100 ÁRA FULLVELDI
Áður auglýstur umsóknarfrestur um tillögur að verkefnum á dagskrá aldarafmælis
sjálfstæðis og fullveldis Íslands hefur verið framlengdur til 1. nóvember kl. 16.00.
Nánari upplýsingar á www.fullveldi1918.is.
Ert þú með hugmynd að vönduðu verkefni á dagskrá afmælisársins?
www.fullveldi1918.is
Pipar\TBW
A
\ SÍA
Írak Yfirvöld í Írak höfnuðu í gær
tilboði yfirstjórnar írakska Kúr-
distans um að „frysta“ niðurstöður
kosninga á svæðinu um sjálfstæði
þess í því skyni að hægt væri að
ræða málin í sameiningu. „Við sam-
þykkjum ekkert annað en ógildingu
kosninganna og fulla virðingu fyrir
íröksku stjórnarskránni,“ sagði
Haider al-Abadi, forsætisráðherra
Íraks, í gær.
Meirihluti þeirra sem greiddu
atkvæði vildi að sjálfstæði yrði lýst
yfir. Yfirvöld í Írak hafa hins vegar
ítrekað lýst því yfir að kosningarnar
hafi verið ólöglegar og því ætti að
ógilda þær.
Tilboð Kúrda var lagt fram á
þriðjudagskvöld í kjölfar þess að
írakski herinn, að skipun al-Abadi,
hertók svæði sem Kúrdar og Íraks-
stjórn hafa deilt um. Lögregla, sér-
sveitir og hersveitir sjía-múslima
studdu Íraksher í aðgerðunum sem
kostuðu tugi lífið. Kúrdar buðust
til þess að frysta niðurstöðurnar í
von um að „koma í veg fyrir frek-
ara blóðbað“ og vildu eins og áður
segir fá Íraka til viðræðna við sig um
framhaldið.
Bandaríkjamenn, sem líkt og flest
ríki heims voru mótfallin kosning-
unum, litu þetta tilboð jákvæðum
augum og hvöttu Íraksstjórn til
þess að taka því. BBC greinir frá
því að þingmaður sem stendur al-
Abadi nærri, Ali al-Alaq, hafi í gær
varað við því að svokölluð frysting
niðurstaðanna myndi skapa „tíma-
sprengju sem Kúrdar gætu varpað
á ríkisstjórnina hvenær sem þeir
vildu“. – þea
Írakar krefjast enn ógildingar kosninganna og hafna tilboði Kúrda
Haider al-Abadi,
forsætisráð-
herra Íraks.
FréttAblAðið/EPA
Spánn Til stendur að öldungadeild
spænska þingsins komi saman í
dag til þess að kjósa um hvort virkja
skuli 155. grein spænsku stjórnar-
skrárinnar og þar af leiðandi svipta
Katalóníu sjálfsstjórnarvöldum.
Þannig gætu yfirvöld í Madríd tekið
yfir katalónskar stofnanir, lögreglu
og stýrt fjármálum héraðsins.
Yfirvöld á Spáni hafa hótað þessum
aðgerðum allt frá því kosið var um
sjálfstæði í Katalóníu þann 1. október
síðastliðinn.
Carles Puigdemont, forseti héraðs-
stjórnar Katalóníu, hefur ekki orðið
við kröfum Spánverja og hefur ekki
dregið sjálfstæðisyfirlýsingu héraðs-
ins til baka þótt hann hafi að vísu
frestað gildistöku hennar. Spænskir
fjölmiðlar hafa sagt líklegt að Puigde-
mont dragi yfirlýsinguna til baka
og boði til héraðsþingkosninga til
að koma í veg fyrir sviptingu sjálfs-
stjórnar en í gær tilkynnti forsetinn
að það myndi ekki gerast. Það væri
undir héraðsþinginu komið hvernig
bregðast ætti við virkjun 155. grein-
arinnar.
Gærdagurinn var afar óljós hjá
Puigdemont. Hann boðaði í gær-
morgun til fundar, hætti síðan við
fundinn og boðaði loks til hans á ný.
Í ræðu sinni var forsetinn harðorður í
garð ríkisstjórnar Mariano Rajoy for-
sætisráðherra og sagði hana stjórna
með harðri hendi.
Puigdemont endurnýjaði hins
vegar ekki kröfuna um sjálfstæði í
ræðu sinni og þykir það benda til
þess að hann reyni að koma í veg
fyrir að Rajoy ákveði að virkja 155.
greinina.
Katalónskir miðlar héldu því í kjöl-
farið fram að breiðfylking aðskiln-
aðarsinna á þinginu, undir forystu
Puigdemont, hafi ekki viljað að
boðað yrði til kosninga. Talsmaður
ERC, flokks eindreginna aðskilnaðar-
sinna, sagði flokkinn hafa hótað því
að draga stuðning sinn við Puigde-
mont til baka ef hann boðaði til
kosninga.
Undanfarnar vikur hafa verið
afar erfiðar fyrir héraðsforsetann. Á
meðan Spánverjar hafa krafist þess
að sjálfstæði verði ekki lýst yfir, og
að hin frestaða yfirlýsing verði dreg-
in til baka, hafa aðskilnaðarsinnar
úthrópað Puigdemont sem föður-
landssvikara. thorgnyr@frettabladid.is
Spánverjar kjósa um sviptingu
sjálfsstjórnar Kataloníu í dag
Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu
sjálfstæði. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var tvístígandi í gær, boðaði til fundar, aflýsti honum og boðaði
til hans á ný. Dró óljósa sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu ekki til baka en hefur frestað gildistöku hennar.
Carles Puigdemont hélt ræðu í gær en dagurinn var erfiður fyrir héraðsforsetann. NordiCPHotos/AFP
Hver eru sjálfsstjórnarvöld Katalóníu?
Katalónía er það hérað Spánar
sem hefur einna mesta sjálfs-
stjórn. Þar má finna héraðsþing,
héraðsstjórn, forseta, lögreglu og
héraðsfjölmiðil. Hefur héraðið
völd yfir menningarmálum, um-
hverfismálum, samgöngumálum,
efnahagsmálum og öryggis-
málum. Hins vegar fer spænska
ríkið með völdin þegar kemur að
utanríkismálum, hernaði og stærri
stefnumótun í efnahagsmálum.
Carles Puigdemont er forseti
héraðsstjórnarinnar en tólf ráð-
herrar skipa stjórnina. Sex flokkar
sitja á katalónska héraðsþinginu
og eru þrír þeirra hlynntir að-
skilnaði. 135 sæti eru á þinginu og
stærsti þingflokkurinn er bandalag
tveggja aðskilnaðarflokka. Fengu
þeir 62 sæti í kosningum 2015.
Alls eru opinberir starfsmenn
héraðsins 28.677. Margir þeirra
vinna fyrir katalónsku lögregluna,
Mossos d’Esquadra, eða rúmlega
17.000.
kenÍa Gengið var til forsetakosninga
í Keníu í gær í annað sinn á árinu.
Kosningarnar sem fóru fram fyrr á
árinu voru ógildar vegna ógagnsæis
og galla á framkvæmd þeirra. Var
því boðað til nýrra kosninga.
Síðast var kosið á milli Uhuru
Kenyatta, sitjandi forseta, og stjórn-
arandstöðuleiðtogans Raila Odinga.
Búist var við því að slíkt hið sama
myndi gerast núna en Odinga dró
framboð sitt til baka á dögunum.
Ástæðuna sagði Odinga vera þá að
hann hafi viljað fresta kosningunum
þar sem ekki hefði tekist að sýna
fram á að vankantar á framkvæmd
ólöglegu kosninganna hefðu verið
lagaðir.
Vegna þessa sniðgengu stuðn-
ingsmenn Odinga kosningar gær-
dagsins og mótmæltu harðlega. Í
helstu vígjum stjórnarandstæðinga
í landinu mættu stjórnarandstæð-
ingar á kjörstað. Ekki til þess að
kjósa heldur til þess að koma í veg
fyrir að aðrir kysu.
Í hafnarborginni Kisumu enduðu
slík mótmæli með ósköpum. Lög-
regla skaut unglingsdreng sem var
að mótmæla og hann lést stuttu
síðar af sárum sínum. Lögregla stóð
vörð um kjörstaði víðs vegar um
landið og greindi BBC frá því að
tugir þúsunda lögreglumanna væru
staddir víðs vegar um landið. – þea
Keníukosningar kostuðu
einn unglingsdreng lífið
Kjördagur í Keníu einkenndist af
ofbeldi. NordiCPHotos/AFP
BandarÍkin Samfélagsmiðillinn
Twitter tilkynnti í gær um blátt
bann við auglýsingum rússnesku
fréttamiðlanna RT og Sputnik á
síðu sinni. „Ákvörðunin var tekin á
grundvelli þeirrar endurskoðunar
sem við höfum ráðist í eftir for-
setakosningar síðasta árs og vegna
niðurstöðu bandarískra leyniþjón-
usta að bæði RT og Sputnik hafi á
vegum rússneskra yfirvalda reynt
að trufla kosningarnar,“ sagði í til-
kynningunni.
Sputnik hafði ekki tjáð sig um
ákvörðunina í gær en á vefsíðu
RT birtist grein þar sem sagði að
miðillinn hefði aldrei brotið aug-
lýsingareglur Twitter og þaðan af
síður dreift röngum upplýsingum
vísvitandi.
Til stendur að fulltrúar Twitter
mæti fyrir upplýsingamálanefnd
öldungadeildar Bandaríkjaþings í
næstu viku ásamt fulltrúum Facebo-
ok og Google til að ræða hvernig
Rússar notuðu miðla fyrirtækjanna
til að dreifa áróðri fyrir forseta-
kosningarnar. Fyrr í mánuðinum
sagði varaformaður nefndarinnar,
Mark Warner, að fyrsta viðtalið
við fulltrúa Twitter hefði valdið
sér vonbrigðum og ekki verið full-
nægjandi. – þea
Ósætti við
auglýsingabann
Jack dorsey, forstjóri twitter. FréttA-
blAðið/EPA
2 7 . o k t ó B e r 2 0 1 7 F Ö S t U d a G U r12 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð
2
7
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
1
5
-4
B
6
8
1
E
1
5
-4
A
2
C
1
E
1
5
-4
8
F
0
1
E
1
5
-4
7
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K