Fréttablaðið - 27.10.2017, Qupperneq 18
Um á ra m ó t i n 2 0 1 6 o g 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar sem fólu
í sér umtalsverðar kerfisbreytingar
og umtalsverðar hækkanir bóta
til 9.463 einstaklinga sem bjuggu
einir, en 24.875 einstaklingar sem
voru í sambúð fengu aðeins 5 pró-
sent hækkun. Jafnframt var frítekju-
mark vegna atvinnutekna lækkað úr
109.000 krónum á mánuði í 25.000
krónur og frítekjumark látið gilda
fyrir allar tekjur, þar með fjármagns-
tekjur og lífeyrissjóðstekjur sem var
af hinu góða en þetta var smánarleg
upphæð og ekki þeim til sóma sem
að henni stóðu.
Undanfarið hefir mikið verið
fundað og rætt um frítekjumark
atvinnutekna og að það verði
100.000 krónur á mánuði og virðast
allir frambjóðendur til Alþingis vera
tilbúnir að samþykkja það eins og
kom fram á fundi sem haldinn var í
Háskólabíói 14. október sl.
Hins vegar hefir lítið verið rætt
um að þetta frítekjumark eigi
einnig að gilda fyrir aðrar tekjur
eins og fjármagnstekjur og lífeyris-
sjóðstekjur sem ætti þó að vera
meginhagsmunamál meirihluta
lífeyrisþega. Samkvæmt skrá TR
(Tryggingastofnun) eru í janúar
2017 34.338 sem fá bætur frá TR,
þar af 9.463 sem búa einir og fá fjöl-
skylduuppbót, en aðeins 4.621 sem
hefur atvinnutekjur. Þannig að þetta
frítekjumark vegna atvinnutekna
myndi aðeins gagnast þrettán pró-
sentum lífeyrisþega.
Á hverju ári fjölgar ellilífeyrisþeg-
um þannig að ef frítekjumark vegna
atvinnutekna hækkar fer þeim fjölg-
andi sem nýta sér að halda áfram að
vinna sem er ekki fýsilegur kostur í
dag. Það deyja líka margir ellilífeyr-
isþegar á ári hverju sem hafa þurft
að lifa við kröpp kjör undanfarin ár.
Þjóðfélaginu ber skylda til að bæta
kjör ellilífeyrisþega og það fljótt,
þannig að gamalt fólk geti lifað
mannsæmandi lífi síðustu árin. Það
hlýtur að verða krafa ellilífeyrisþega
að þetta 100.000 króna frítekjumark
gildi fyrir allar tekjur, atvinnutekjur,
fjármagnstekjur og lífeyrissjóðs-
tekjur. Ef vel ætti að vera þarf þetta
frítekjumark að vera 150.000, þá
myndu ráðstöfunartekjur eftir skatt
hækka um 94.300 krónur.
Á framboðsfundum hafa þing-
menn sagt að það kosti tvo til 2,5
milljarða að hækka frítekjumark
atvinnutekna úr 25.000 upp í
100.000 krónur.
Þessi kostnaður er eflaust reikn-
aður út frá tapaðri skerðingu sem
er kr. 33.750 á mánuði fyrir hvern
lífeyrisþega sem hefir atvinnu-
tekjur. Þessir 2-2,5 milljarðar eru
með skatti, þannig að ef við drögum
skatttekjur frá þá er raunkostnaður
aðeins hálfur til einn milljarður.
Við þessa hækkun frítekjumarks
atvinnutekna fara eflaust fleiri að
stunda vinnu, en við það verður
kostnaður ríkisins enginn þar sem
engar skerðingar aukast, en ríkið
fær auknar skatttekjur. Sennilega
fjölgar þeim lífeyrisþegum um 5-7
þúsund sem fara á vinnumarkað við
hækkum frítekjumarks þannig að þá
fengi ríkið aukna skatta sem nemur
1,5- 2,5 milljörðum.
Gæta þarf jafnræðis
Ef frítekjumark verður aðeins
hækkað vegna atvinnutekna sitja
þeir eftir sem ekki hafa tök á að
nýta sér þetta frítekjumark en hafa
einhverjar lífeyrissjóðstekjur og/eða
fjármagnstekjur.
Ef við gefum okkur þær forsendur
að þeir sem nýta sér frítekjumark
atvinnutekna séu um 11 þúsund, þá
eru um 23 þúsund sem myndu geta
nýtt sér frítekjumark lífeyrissjóðs-
og fjármagnstekna. Tapaðar skerð-
ingar TR yrðu um 9,3 milljarðar ef
þetta frítekjumark nýtist að fullu
sem er ólíklegt. Það væri fróðlegt að
fá útreikning TR á þessu.
Við hækkun frítekjumarks um
75.000 krónur munu ráðstöfunar-
tekjur lífeyrisþega hækka um 47.000
krónur á mánuði.
Ofangreindur útreikningur er
aðeins gerður til að átta sig á kostn-
aðartölum og rauntölum. Tölur um
fjölda þeirra sem fá ellilífeyri frá TR
og fleira eru fengnar af heimasíðu TR
sem er mjög aðgengileg og vinnu-
brögð starfsfólks TR til fyrirmyndar.
Tilgangurinn með þessum skrif-
um er að vekja athygli á að til að
gæta jafnræðis milli lífeyrisþega þarf
frítekjumark að ná til allra tekna
enda þá í samræmi við núverandi
greiðslukerfi TR.
Með von um að gott samstarf
megi takist meðal þingmanna um
þessi mál þegar þing kemur saman
eftir kosningar.
Frítekjumark ellilífeyrisþega
Mikið skelfing er hægt að gera pólitískar umræður á Íslandi leiðinlegar. Það
sem fréttamenn virðast hafa mestan
áhuga á er hvernig eigi að fjármagna
þetta eða hitt og hvort það eigi að
lækka eða hækka skatta. Lífið snýst
ekki bara um peninga, sem betur fer.
Hvar eru hugsjónirnar? Hvar eru
stóru spurningar um það hvernig
stjórnmálafólk vill þróa íslenskt
þjóðfélag? Á að stefna að sjálfbæru
samfélagi, meiri jöfnuði og jafnrétti
eða svona 2007 samfélagi þar sem
sumir græða og grilla? Eða kannski
gjörbreyttu jafnréttissamfélagi þar
sem umönnun og velferð eru lykil-
hugtök sem allt annað þjónar, þar
með talið atvinnulífið?
Vandi jarðarinnar
og ofbeldismálin
Hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir
að bregðast við loftslagsvandan-
um? Samkvæmt nýjustu fréttum
erum við að auka útblástur gróður-
húsalofttegunda í stað þess að
minnka hann. Loftslagsbreytingar
og afleiðingar þeirra eru mesti
vandinn sem mannkynið á við
að glíma og í raun ætti umræðan
að snúast langmest um hann. En
nei, það er varla minnst á vanda
jarðarinnar og gjörðir mannanna í
þeim efnum, hvað þá ábyrgð okkar
Íslendinga sem mengum og sóum
hrikalega.
Hvernig ætla flokkarnir að kveða
niður kynbundið ofbeldi? Stjórnin
sprakk út af ærumálum barna-
níðinga og nauðgara. Fáum við
markvissa aðgerðaáætlun gegn
ofbeldi strax eftir kosningar (drög
að henni er að finna í skúffum vel-
ferðarráðuneytisins) og verður
strax gengið í að fullgilda Istan-
búlsamning Evrópuráðsins? Hann
snýst um skyldur stjórnvalda við að
kveða niður ofbeldi gegn konum
og heimilis ofbeldi. Ísland á eitt
Norðurlandanna eftir að fullgilda
samninginn.
Hvað um börnin?
Hvað um launamisréttið sem
við vorum minnt á enn og aftur
24. október? Verður jafnlauna-
vottuninni fylgt eftir og gengið í að
endurmeta störf mikilvægra stétta
eins og kennara, hjúkrunarfræðinga
og sjúkraliða án þess að allt fari á
annan endann? Það sárvantar bæði
kennara og hjúkrunarfræðinga og
það verður að grípa til aðgerða.
Hvað um vanda þúsunda barna
sem búa við vanrækslu? Verða
skattalækkanir til að leysa mál
þeirra? Ég held ekki. Það þarf heild-
stæða stefnu hvað varðar aðstæður
barna, kjör þeirra og líðan. Hvað
er mikilvægara í einu samfélagi en
að búa vel að börnum? Það kostar
auðvitað peninga en það er hægt að
forgangsraða.
Mannréttindi og stjórnarskrá
Hvað um mannréttindi minni-
hlutahópa? Það hefur dregist árum
saman að samþykkja tvær tilskip-
anir EU sem kveða á um jafnan rétt
minnihlutahópa á vinnumarkaði.
Ísland er eina landið innan EES sem
ekki tryggir slík réttindi og það er til
skammar.
Ég gæti nefnt ýmislegt fleira eins
og stefnuleysið í ferðamálum að
ekki sé nú minnst á nýja stjórnar-
skrá. Sú sem við eigum frá 1944 var
bráðabirgðasmíð en síðustu ríkis-
stjórnir hafa svikið okkur um að
ljúka því verki, þrátt fyrir þjóðar-
atkvæði um tillögur Stjórnlagaráðs.
Ótrúleg vinnubrögð þar á ferð.
Nei, ræðum inntak þess sem við
viljum gera á næstu árum ekki bara
hvað aðgerðirnar kosta og hvaðan á
að taka peningana. Ræðum siðferði
og spillingu, lýðræði, mannrétt-
indi, menningu og menntun en þó
fyrst og fremst þá ábyrgð okkar að
byggja upp sjálfbært, réttlátt þjóð-
félag jöfnuðar, jafnréttis og friðar.
Hvar eru stóru
spurningarnar?
Haukur
Haraldsson
áhugamaður um
velferð aldraðra
2017
Ef frítekjumark verður að-
eins hækkað vegna atvinnu-
tekna sitja þeir eftir sem ekki
hafa tök á að nýta sér þetta
frítekjumark en hafa ein-
hverjar lífeyrissjóðstekjur
og/eða fjármagnsstekjur.
2017
Kristín
Ástgeirsdóttir
fyrrverandi þing-
kona Kvenna-
listans
Ræðum siðferði og spill-
ingu, lýðræði, mannréttindi,
menningu og menntun en
þó fyrst og fremst þá ábyrgð
okkar að byggja upp sjálf-
bært, réttlátt þjóðfélag jöfn-
uðar, jafnréttis og friðar.Járn & Gler hf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin
104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is
Bjóðum upp á sjálfvirkan
hurðaopnunarbúnað,
hringhurðir, hurðir og
gluggakerfi ásamt
uppsetningu og viðhaldi
á búnaði.
Áratuga reynsla.
Fyrir rótgróna flokka er sjaldan tíminn til að breyta. Þegar reynir á raunverulegan vilja
til að ná sátt um gjald fyrir sam-
eiginlega fiskveiðiauðlind okkar
er lagst í tæknilega útúrsnúninga
og málið sagt of flókið. Ef breyta á
land búnaðar kerfinu í þágu bænda
og neytenda er svipuð afstaða tekin
og spyrnt við fótum. Þetta er ósköp
einfalt. Gamlir flokkar með augljósa
sérhagsmuni í broddi fylkingar eru
stundum sorglega fyrirsjáanlegir.
Viðreisn er andhverfan. Ungur
flokkur sem setur almannahags-
muni í öndvegi og hefur kjark til að
breyta í þágu framfara. Við viljum
breyta úreltum kerfum og færa
þau til nútímans. Við höfum allt að
vinna – engu að tapa. Ekkert frekar
en þorri almennings.
Við höfum sett krónuna í for-
grunn og bent á að hún er flestum
okkar dýrt spaug og neyðir okkur
til að vinna launalaust í sex vikur
á ári. Við borgum húsnæðið okkar
þrisvar vegna svimandi hás vaxta-
kostnaðar á meðan vinir okkar í
nágrannalöndum gera það einu
sinni. Engu að síður eru enn til þeir
stjórnmálamenn sem vilja verja
áframhaldandi og óbreytta umgjörð
þessarar örmyntar okkar þvert gegn
hagsmunum íslenskra fjölskyldna,
neytenda og atvinnulífs.
Viðreisn er ekki þar. Við viljum
festa krónu við Evru eða aðra
erlenda mynt. Þannig snarlækkum
við þá miklu vaxta(r)verki sem
fylgja krónunni og gjörbreytum því
óvissuástandi sem einkennir bæði
efnahagsumhverfi heimilanna og
atvinnulífsins í landinu.
Við viljum halda öllum dyrum
opnum fyrir áframhaldandi aðild
að ESB og leyfa unga fólkinu að eiga
atkvæðisrétt um framtíð sína. Það er
kominn tími til að treysta þjóðinni
í þessu máli.
Við erum einlægur velferðar-
flokkur sem lætur sér annt um
þétt riðið öryggisnet og vandaða
þjónustu í íslensku samfélagi. Við
viljum hins vegar staðgreiða þann
veruleika en ekki taka hann að láni
eins og berlega hefur komið í ljós
að flokkarnir á vinstri vængnum
hyggjast gera. Við viljum sjálfbæra
velferð sem grundvallast á öflugri
verðmætasköpun atvinnulífsins.
Velferð og vellíðan er hins vegar
lítils virði ef við höfum ekki jafnan
aðgang að henni. Þess vegna kapp-
kostar Viðreisn að spegla alla sína
pólitísku sýn út frá jafnrétti. Við
höfum náð miklum árangri í launa-
jafnrétti kynjanna og viljum fylgja
honum eftir með því að efna til víð-
tækrar þjóðarsáttar um bætt kjör
kvennastétta. Kynbundið ofbeldi
er jafnframt jafnréttismál, aðgengi
barna að leikskólum er það líka og
einnig réttur hinsegin fólks.
Til þess að draumar okkar geti
ræst þarf kjark til að breyta. Við-
reisn hefur hann. Til að frjálslyndir
vindar blási um Alþingi þarf öflugan
stuðning frá þjóðinni. Þú ræður
honum.
Kjarkur
Þorgerður
Katrín
Gunnarsdóttir
formaður Við-
reisnar
2017
2 7 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F Ö S t U D A G U r18 S k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
2
7
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
1
5
-4
6
7
8
1
E
1
5
-4
5
3
C
1
E
1
5
-4
4
0
0
1
E
1
5
-4
2
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K