Fréttablaðið - 27.10.2017, Síða 26

Fréttablaðið - 27.10.2017, Síða 26
Samkvæmt grænmetisdagatali Sölufélags garðyrkjumanna lýkur uppskerutíma á blóm- káli og spergilkáli í lok október. Það er því ekki seinna vænna að nýta næstu daga í að elda eitthvað gómsætt úr þessu ljúffenga og holla grænmeti sem elda má á mismun- andi vegu, t.d. sjóða, grilla, steikja, baka og borða hrátt. Ein þeirra, sem eru dugleg að nýta blómkál og spergilkál í mat- reiðslu, eins og raunar flest annað íslenskt grænmeti, er Nanna Rögn- valdardóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, matgæðingur og höfundur fjölda matreiðslubóka. „Blómkálið hefur verið dálítið í tísku síðustu árin, ekki síst hjá þeim sem vilja sneiða hjá kolvetnum og matreiða t.d. blómkálsgrjón, blómkálspítsu- botna og heilmargt annað.“ Það er hægt að elda bæði blóm- kál og spergilkál á ótal vegu segir hún. „Blómkál er hægt að ofn- steikja, bæði heila hausa og í kvist- um, skera hausana í sneiðar, steikja á pönnu og bera fram eins og hverja aðra steik og jafnvel grilla það. Það má hægelda blómkálið í ofni í sósu eða kryddolíu, eða léttbaka það og setja svo í matvinnsluvél og nota grjónin í eins konar kúskús eða tabbouleh og aðra grjóna- og korn- rétti og svo framvegis. Sama má segja um spergilkálið, það er hægt að baka það, steikja á pönnu, nota í wok-rétti, gera úr því eins konar pestó og nota út á pasta, djúpsteikja það, nota í eggjakökur og bökur – eða bara hvað sem er.“ Gerir tilraunir Sjálf segist hún nota bæði hrá- efnin oft heima fyrir. „Núna er ég til dæmis að gera tilraunir með ofnbakaða spergilkálskvisti með krydduðu pankoraspi. Ég sker oft alla stöngla af spergilkálinu, nota þá í tiltekna rétti og kvistina í eitthvað allt annað því þeir þurfa styttri tíma. Ég er líka hrifin af blómkáls-„poppkorni“, þar sem maður skiptir því niður í litla kvisti, veltir þeim upp úr kryddolíu Síðustu dagar veislunnar Blómkál og spergilkál er hægt að elda á ótal vegu, t.d. sjóða það, grilla, steikja á pönnu, baka í ofni eða borða kalt. Nú lýkur senn uppskerutíma á íslensku blómkáli og spergilkáli. og bakar við háan hita og notar sem snakk. Og svo er alltaf gaman að finna blómkál í öðrum litum en þessum hefðbundna, t.d. fjólublátt eða gult, því það er hægt að gera svo margt skemmtilegt með það.“ Nanna er nýlega búin að senda frá sér matreiðslubókina Pottur, panna og Nanna auk þess sem verið er að endurútgefa fyrstu bók hennar, Matarást, um þessar mundir. „Svo að ég er í smápásu núna en auðvitað er ég í stöðugum tilraunum í eldhúsinu. Hvort eitt- hvað sem ég geri þar um þessar mundir ratar einhvern tíma í bók verður tíminn að leiða í ljós.“ Hér gefur hún lesendum upp- skrift að ilmandi sveppasúpu sem inniheldur bæði blómkál og spergilkál. Sveppasúpa með blómkáli og spergilkáli 250 g sveppir Nokkrir þurrkaðir sveppir 100 g blómkál 100 g spergilkál 2 msk. smjör 1 msk. grænmetis- eða kjúklinga- kraftur 1 hvítlauksgeiri 1 timjangrein Pipar, salt, klípa af chili-flögum 1 l vatn Smjörið er brætt á lítilli pönnu. Sveppir skornir til helminga eða fjórðunga. Hvítlaukur saxaður og allt steikt við meðalhita, þar til sveppirnir hafa tekið góðan lit. Hrærið oft í þeim á meðan. Á meðan eru þurrkuðu sveppirnir settir í pott með 1 l af vatni, timjankvistinum og grænmetis- kraftinum. Hitið að suðu og látið malla smástund. Hellið svo sveppunum og hvítlauknum í pottinn, kryddið og látið þetta sjóða í 6-8 mínútur. Skiptið blómkálinu og spergilkálinu í litla kvisti og bætið út í, hitið aftur að suðu og látið malla í 6-8 mínútur eða þar til kálið verður meyrt. Smakkið súpuna og bætið við örlitlum pipar og hellið henni svo í skál. Ef þið viljið mildari, rjóma- lagaða súpu má líka hella um 250 ml af rjóma eða matreiðslu- rjóma í pottinn og láta malla aðeins með. En krassandi þunn súpa er líka góð. Nanna Rögnvaldardóttir, ritstjóri hjá Forlaginu og matgæðingur. MYND/ERNIR Starri Freyr Jónsson starri@365.is Ilmandi sveppasúpan inniheldur m.a. blómkál og spergilkál. MYND/NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR Fjölbreytt hráefni er undirstaðan í þessari ljúffengu súpu. MYND/NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR Ath! Eingöngu afgreitt fyrir hópa Nánari upplýsingar á sjavarbarinn.is fyrir hópa Aðeins 3.900 kr. á mann! Öðruvísi Jólahlaðborð Grandagarði 9 - Sími 517 3131 - sjavarbarinn.is Rjómalöguð sjávarréttasúpa Karrísíld Rússnesk rauðrófusíld Grafinn lax og karfi Tvíreykt sauðahangikjöt Forréttir Jólalambakótilettur í raspi Grillsteikt lambalæri bernaise Dönsk purusteik Allt góða og hefðbundna meðlætið Aðalréttir Hjónabandssæla Ís og ávextir Eftirréttir MARAÞON NOW OG 11GB Á 3.990 KR.* *á mánuði 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . o K TÓ B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 2 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 5 -5 5 4 8 1 E 1 5 -5 4 0 C 1 E 1 5 -5 2 D 0 1 E 1 5 -5 1 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.