Fréttablaðið - 27.10.2017, Side 32

Fréttablaðið - 27.10.2017, Side 32
Graskersútskurður þarf ekki að vera flókinn. Útskorið grasker er eitt sterkasta tákn hrekkjavökunnar. Uppruni hefðarinnar að skera skelfileg andlit í grasker á rætur sínar á Írlandi þar sem rófur gegndu sama hlutverki, nefnilega því að vekja ótta og hryll- ing hjá gestum og gangandi. Stutt er síðan Íslendingar tóku upp þann sið að skera grasker og setja við úti- dyrnar svo það vefst fyrir mörgum hvernig á að bera sig að. Bókasafn Garðabæjar stendur á morgun, laugardag, fyrir hrekkja- vökusmiðju þar sem þátttakendum gefst kostur á að skera út grasker og búa til eigin graskerslukt. Það þarf að taka með sér grasker og beittan hníf. Einnig er nauðsynlegt að hafa góða skeið til að skafa innan úr og ílát undir graskersmaukið. Frekari upplýsingar eru á bókasafninu, Garðatorgi. Gott að tilkynna þátttöku á netfangið boka- safn@gardabaer.is eða í síma 525 8550 til að tryggja sér pláss. Nauð- synlegt er að foreldrar mæti með börnum sínum. Bókasafnið er staðsett á Garða- torgi 7 og hrekkjavökusmiðjan stendur á milli kl. 11 og 14. Grasker skorin í Garðabæ Draugasögur, skrímslasögur, hrollvekjur og annað ógnvænlegt er nauðsynlegur undirbúningur hrekkjavökunnar. Borgarbóka- safnið, Menningarhús í Grófinni, býður á sunnudaginn upp á hrekkjavökuritsmiðjuna Hroll fyrir börn svo þau geti hrætt líf- tóruna úr fjölskyldu, vinum og nágrönnum á hrekkjavökunni. Markús Már Efraím verður leiðbeinandi í smiðjunni en hann hefur undanfarin ár leiðbeint börnum í skapandi skrifum við frístundaheimili, skóla og söfn borgarinnar. Markús er líka mikill aðdáandi hrollvekja og árið 2015 ritstýrði hann og gaf út hrollvekju- safnið Eitthvað illt á leiðinni er, sem skrifað var af 8-9 ára nemend- um hans og hlaut meðal annars tvær tilnefningar til Barnabóka- verðlauna Reykjavíkur. Hrekkjavökuritsmiðjan Hrollur stendur yfir frá klukkan 14 til 16, sunnudaginn 29. október. Hrekkjavöku- ritsmiðja fyrir börn Sjóðheitur og dökkur kakóbolli með sterku kaffi er það besta til að rífa sig í gang á vetrarmorgnum. Eftirfarandi uppskrift er vinsæl víða í Evrópu, sérstaklega á Spáni. ⅔ bolli sjóðandi vatn 60 g 70% dökkt súkkulaði 1 ⅓ bolli léttmjólk 1 bolli espresso kaffi ¼ bolli kakóduft ¼ bolli dökkur púðursykur Sneið af appelsínuberki eða appelsínubátur Rjómaís Blandið sjóðandi vatni og súkku- laði í pott og bræðið yfir miðl- ungshita. Bætið mjólk, espresso, kakói og púðursykri út í og hrærið saman. Hitið í 5 mínútur þar til loftbólur fara að myndast við jaðrana á pottinum, hrærið öðru hvoru í. Látið ekki sjóða. Hellið í fjóra bolla og mokið einni skeið af rjómaís út í ef vill eða þeyttum rjóma. www.myrecipes.com Súkkulaði espresso frá Barcelona GIACOMO PUCCINI #islenskaoperan H Ö N N U N : H G M FRUMSÝND 21. OKTÓBER 2017 Í ELDBORG – HÖRPU HLJÓMSVEITARSTJÓRI BJARNI FRÍMANN BJARNASON · LEIKSTJÓRI GREG ELDRIDGE TOSCA CLAIRE RUTTER · CAVARADOSSI KRISTJÁN JÓHANNSSON · SCARPIA ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON ANGELOTTI ÁGÚST ÓLAFSSON · SAGRESTANO BERGÞÓR PÁLSSON SPOLETTA ÞORSTEINN FREYR SIGURÐSSON · SCIARRONE FJÖLNIR ÓLAFSSON KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR · DRENGJAKÓR REYKJAVÍKUR LEIKMYND ALYSON CUMMINS · BÚNINGAR NATALIA STEWART LJÓSAHÖNNUN ÞÓRÐUR ORRI PÉTURSSON · SVIÐSHREYFINGAR JO MEREDITH MIÐASALA Á OPERA.IS 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . o K tÓ B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 2 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 1 5 -5 A 3 8 1 E 1 5 -5 8 F C 1 E 1 5 -5 7 C 0 1 E 1 5 -5 6 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.