Fréttablaðið - 27.10.2017, Side 42

Fréttablaðið - 27.10.2017, Side 42
 Ég greini manninn í dálítið frjálsu falli í þessum verkum en uppistaðan er heimspekileg. Ég kalla hana þróunarvíð- róf. SÓLEY RÓS RÆSTITÆKNIR Leikrit ársins 2017 Menningarverðlaun DV Leikkona ársins í aðalhlutverkiSíðustu sýningar: Sun. 28.okt. kl. 20.30 Mið. 8.nóv. kl. 20.30 ÍSLENSKU SVIÐSLISTAVERÐLAUNINR.E. Pressan.is S.J. Fréttablaðið Bækur Skrímsli í vanda HHHH Áslaug Jónsdóttir, kalle Güttler og rakel Helmsdal Myndir: Áslaug Jónsdóttir Útgefandi: Mál og menning Prentun: Almarose, Slóveníu Kápuhönnun og umbrot: Áslaug Jónsdóttir Í upphafi níundu skrímslabókar- innar, Skrímsli í vanda, mætir stóra skrímslið glaðbeitt til þess litla en bregður í brún þegar í ljós kemur að loðna skrímslið er komið í heim- sókn og minnist ugglaust þess þegar hið loðna kom upp á milli vinanna í bókinni Skrímsli í heimsókn. Loðna skrímslið er hins vegar ekki eins sjálfsöruggt og vanalega með umbúð- ir vafðar um aðra hönd og plástur yfir auga. Þegar skrímslin stinga upp á því að það haldi heim á leið hvíslar loðna skrímslið ofurlágt að það geti hreinlega ekki farið heim, því það eigi hvergi heima. Skrímslunum tveimur bregður við þessar fréttir en leita svo lausna á vandamálinu, stinga til að mynda upp á því að það fari í Katt- holt því þá „getur einhver tekið það með heim, eins og kettling“, en enda á því að byggja heilt hús fyrir heim- ilisleysingjann. Lesendur læra heilmikið við lestur bókarinnar, til að mynda að ekki er allt sem sýnist og að margt smátt gerir eitt stórt – með samstilltu átaki allra tekur nefnilega „ekki langan tíma að byggja heilt skrímslahús“. Vandamál loðna skrímslisins er auðvitað ekki einskorðað við það eitt. Óvissa og efi varðandi húsnæðis mál er nokkuð sem margir kannast við og ekki þarf að leita lengra en á íslenskan leigumarkað til að finna dæmi. En hvað gæti hafa orsakað heim- ilisleysi loðna skrímslisins og af hverju er það svona illa farið? Litla og stóra skrímslið velta þessu fyrir sér í átakanlegri opnu þar sem gefur líta myndir af húsum sem benda til þess að kannski lenti heimili þess í hvirfilbyl, eld- gosi, flóði, eldi eða jafnvel stríði. Þessi ímynduðu dæmi eru hins vegar veruleiki svo alltof margra í heiminum sem virki- lega þurfa á stóru og litlu skrímsli að halda til að hjálpa sér. Áslaugu, Kalle og Rakel tekst vel að koma þessum skilaboðum á framfæri án þess að drekkja frásagnargleðinni og húmor- inn fær að njóta sín, sérstaklega í per- sónu stóra skrímslisins sem er ekkert alltof hrifið af því loðna. Umbrot, myndir og liti kannast lesendur fyrri skrímslabóka við og Áslaug heldur áfram að nýta sér letur til að koma áherslum og til- finningum sögupersóna á framfæri. Þannig vitum við að stóra skrímslinu bregður í brún þegar það sér loðna skrímslið heima hjá því litla þar sem orðin „Æ nei!“ eru prentuð með stórkallalegum og feitum stöfum og orð loðna skrímslisins eru táknuð með grönnu letri og smáu, enda er það lítið í sér og á bágt. Áberandi í þessari bók er einfalt ytra form húss. Framan á kápunni eru hús í gulum, rauðum og appelsínugulum lit og og halda svo áfram bókina út í gegn og einkum er rauði liturinn áberandi. Hver opna bókarinnar mynd- ar eina heild og bókin helst vel opin þegar hún er lögð á borð – en það hentar litlum höndum einmitt mög vel. Skrímsli í vanda stendur algjörlega fyrir sínu sem skemmtileg og vel gerð myndabók en það eykur óneitanlega lestraránægjuna að þekkja fyrri bækur; vita til að mynda að stóra skrímslið er ekki laust við afbrýðisemi og sérstaklega að loðna skrímslið hefur áður komið upp á milli félaganna. Helga Birgisdóttir NiðurStaða: Dásamleg viðbót við frábæran bókaflokk, fyndin og sorgleg í senn með skírskotun til vandamála sem heimurinn allur glímir við og þarf að leysa. Margt smátt gerir eitt stórt Þau voru eitt sinn hjón og á þeim tíma voru þau meðal frumkvöðla sem stofnuðu Gallerí Suðurgötu 7 árið 1977. Nú, fjörutíu árum seinna, taka þau Margrét Jóns- dóttir og Bjarni H. Þórarinsson höndum saman og opna sýningu á nýjustu verkum sínum í Lista- menn Gallerí að Skúlagötu 32, í dag milli klukkan 17 og 19.  „Þetta var svo listrænt hjónaband,“ útskýrir Bjarni sposkur, þar sem ég hitti þau að kaffidrykkju, ásamt kolleganum Helga Þorgils, baka til í sýningar- rýminu. „Já, mér fannst skemmtileg hug- mynd að halda þessa sýningu því við vorum samstarfsfólk,“ tekur Margrét undir. „Hér er ég bara með ný verk en þau eru unnin í sama anda og önnur sem ég hef gert undir yfirskriftinni In Memoriam. Ég vinn út frá mynstrum fransks veggfóðurs og ég nota verk- færi listiðnaðar- og iðnaðarmanna. Svo læt ég náttúruöflin hjálpa mér því ég nota vatnsliti þannig að við sögu koma vatn, loft og pappír og  þá á eyðilegging líka  auðvelt með að vinna á myndfletinum og minna okkur á forgengileikann. Það er líka önnur ástæða fyrir því að ég nota pappír, hann er nefnilega lítils metinn eins og konan. Að sjálfsögðu er ég að fordæma það í leiðinni. Núna er ég með pappír í yfirstærð og myndröðin er blóðug því með því að eldast og hrörna áttar maður sig á því að lífsstarfið var til einskis í þjóð- félagi þar sem allt snýst um peninga og græðgi – og öllum er sama.“ Nú er röðin komin að Bjarna. „Ég er hér með nýjasta verkefni mitt undir hatti Vísiakademíunnar sem kallast mannróf. Á þessum dásam- legu tímum sem við höfum upplifað með gegndarlausri efnishyggju þá fannst mér kominn tími til að greina manninn. Þessi fimmtán verk sem ég er með hér eru í verkefni sem ég kalla mannróf. Þar er ég að taka manninn fyrir í alls konar samhengi, sögulegu samhengi, stjórnmálalegu samhengi og síðast en ekki síst í því samhengi hvað maðurinn er orðinn mikil og margslungin neyslutegund. Ég greini manninn í dálítið frjálsu falli í þessum verkum en uppistaðan er heimspekileg. Ég kalla hana þró- unarvíðróf, það er samstæðiskenn- ing, brúarsmíð milli raun- og hug- vísinda.“ Samstarfsfólk að fornu og nýju sýnir við Skúlagötuna gallerí suðurgata 7 var opnað fyrir 40 árum og myndlistarfólkið margrét jónsdóttir og Bjarni h. þórar- insson halda minningu  þess í heiðri með því að  opna sýningu í listamenn gallerí að skúlagötu 32 í dag. Margrét og Bjarni sýna afrakstur síðustu missera á listasviðinu og minnast með því fornra kynna og samstarfs. FréttaBlaðið/Ernir Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 2 7 . o k t ó B e r 2 0 1 7 F Ö S t u D a G u r30 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning 2 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 1 5 -2 D C 8 1 E 1 5 -2 C 8 C 1 E 1 5 -2 B 5 0 1 E 1 5 -2 A 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.