Fréttablaðið - 30.10.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 30.10.2017, Síða 10
rsk@rsk.is Nánari upplýsingar á rsk.is Álagningu opinberra gjalda á lögaðila árið 2017 er lokið Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra á rsk.is og skattur.is. Álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag liggja frammi á viðkomandi starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum dagana 30. október til 13. nóvember 2017 að báðum dögum meðtöldum. Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til, lýkur föstudaginn 29. desember 2017. Auglýsing þessi er birt samkvæmt 98. gr. laga nr. 90/2003. Þjónustuver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:0 442 1000 Það getur vel verið. Ég stend engu að síður með þeirri ákvörðun,“ segir Björt Ólafs- dóttir, þegar hún er spurð hvort kjósendur hafi verið að refsa Bjartri framtíð fyrir að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Það skipti okkur mestu máli að ná fram þeim stefnumálum sem fólk kaus okkur út á. Til þess erum við í stjórn- málum,“ segir Björt og bætir við: „Við getum verið stolt af því að hafa snúið stóriðjustefnunni við á punkt- inum og friðlýst Þjórsárver. Þrátt fyrir að hafa verið í stjórn með Sjálf- stæðisflokknum tókst okkur það nú samt.“ Björt segir að Björta framtíð sé ekki endilega búin að vera. „En við þurfum náttúrulega að fara í ein- hverja naflaskoðun, það er alveg ljóst.“ – aá Naflaskoðun fram undan Mér sýnist að við höfum ekki bætt við okkur atkvæðum frá því síðast. Það eru svo sem ýmsar ástæður fyrir því. Við bjuggumst kannski ekki við miklu strandhöggi í þingmannafjölda í þessum kosningum. Hins vegar höfum við náð talsverðum árangri,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson, for- maður Alþýðufylkingarinnar, en flokkurinn fékk 0,2 prósent atkvæða og engan mann kjörinn. Þorvaldur segir flokkinn hafa fengið talsvert af nýjum félögum og að sjónarmið hans hafi fengið meiri athygli. Þá hafi hann heyrt í mörg- um sem hafi til dæmis mælst næst Krakkakosningar góður fyrirboði Við erum í miklu stuði. Þetta er mjög skemmtilegt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Miðflokksins í Suðvestur- kjördæmi, en flokkurinn fékk 10,8 prósent atkvæða og sjö menn kjörna í sínum fyrstu kosningum. „Við vissum eiginlega ekki við hverju við áttum að búast í ljósi þess að við vorum að gera þetta allt á einhverjum þremur vikum. Fyrsti sigurinn var að ná að bjóða fram, annar sigurinn var að sjá að við myndum ná yfir fimm prósentin og allt umfram það var bara frábært,“ segir Gunnar Bragi. Gunnar Bragi  bætir því við að flokksmenn séu í hæstu hæðum. Aðspurður um nýtt þing segir hann: „Mér líst alltaf vel á Alþingi, ég held að menn muni reyna að tala saman um sterka ríkisstjórn og einhenda sér í verkefni fyrir samfélagið. Við erum að sjálfsögðu tilbúin í ríkis- stjórn.“ – þea Miðflokksmenn í hæstu hæðum Gunnar Bragi Sveinsson 10,8% Þetta var svo sem fyrirséð. Ég hefði viljað sjá meira afgerandi niður-stöðu því það stefnir sýnist mér í stjórnarkreppu. Það er ekki gott,“ segir Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar. Flokkur hennar fékk 0,36 prósent atkvæða í Suðurkjördæmi og bauð fram í því eina kjördæmi. Fékk flokkurinn því engan mann kjörinn á þing en þetta var í þriðja sinn sem Dögun býður fram til Alþingis.  „Þetta breytir ekki miklu í okkar málum. Við höldum áfram að vinna með okkar málefni,“ segir Pálmey og bætir því við að það hafi verið mjög ánægjulegt að flestir flokkar hafi tekið upp málefni Dögunar og komi til með að fara inn á þing með þau í fartesk- inu. – þea Halda áfram sinni vinnu Pálmey Gísladóttir 0,36% Við unnum ákveðinn varnar-sigur. Þetta eru engu að síður vonbrigði. Við höfðum vænt- ingar til þess að ná meiri árangri miðað við kannanir í vikunni fyrir kosningar þannig að þetta var heldur lakari niður staða en við vorum að vonast eftir,“ segir Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norð- ur, en flokkurinn fékk 6,7 prósent atkvæða og fjóra þingmenn. Þorsteinn segir að tekist hafi að snúa þungri stöðu við. „Við fórum frá því að vera að þurrkast út af þingi og í það að ná inn fjórum þingmönnum. Það er auðvitað ánægjuefni. Nú er bara verk- efnið að byggja ofan á það.“ – þea Niðurstöðurnar varnarsigur Þorsteinn Víglundsson 6,7% Björt Ólafsdóttir 1,2% Þorvaldur Þorvaldsson 0,2% Niðurstaðan er sú að vinstri atlögunni er hrundið. Skoð-anakannanir sem sýndu stórsigur vinstri aflanna gengu ekki eftir. Það var hart sótt að okkur Sjálfstæðismönnum, og þá sérstak- lega að formanninum, en það tókst að bægja því frá,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík norður. Flokk- urinn fékk 25,2 prósent atkvæða og sextán þingmenn. „Ég er sérstaklega þakklátur öllum þeim hundruðum sjálfboða- liða sem lögðu hönd á plóg í Reykja- vík og gerðu það að verkum að við erum enn forystuflokkur í báðum kjördæmum og afskaplega þakk- látur fyrir þann stuðning sem ég fékk í Reykjavík norður. Þar héldum við þremur mönnum,“ segir Guð- laugur. – þea Segir vinstri atlögunni hrundið Guðlaugur Þór Þórðarson 25,2% Ég er ofsalega stoltur af okkar frammistöðu í þessu. Við höfum kallað þetta varnar- sigur sem hann sannarlega er. Við lögðum upp með leikgleði og baráttu og það skein í gegn allan tímann. Í sögulegu samhengi er auðvitað erfitt að mæta svona klofningsframboði. Það tekur á,“ segir Willum Þór Þórsson, oddviti Framsóknarflokksins í Suðvestur- kjördæmi, en flokkurinn fékk 10,7 prósent atkvæða og átta þingmenn. Willum segist mjög ánægður með að koma aftur inn á þing en hann datt út í síðustu kosningum. „Það var vígi að verja og Eygló Harðar- dóttir hætti eins og ljóst er. Margt gott fólk fór frá okkur til Miðflokks- ins og það var við ramman reip að draga. En við náðum upp góðri samstöðu og náðum að verja þetta vígi.“ – þea Var við ramman reip að draga Willum Þór Þórsson 10,7% flokknum í kosningaprófum en ekki kosið flokkinn af einhverri ástæðu. Til að mynda þeirri að flokkurinn hafi ekki mælst nærri fimm pró- senta þröskuldinum. „Hluti af þessu er að bæði fjöl- miðlar og ýmsir aðilar hafa að því er virðist tekið höndum saman við að gefa bjagaða mynd af okkur og okkar tilvist og þátttöku í kosning- unum. Þar ber hæst þessa fáheyrðu ákvörðun RÚV að útiloka okkur frá lokaumræðunni í sjónvarpinu,“ segir Þorvaldur. Hann bætir því við að flokkurinn hafi komið vel út úr krakkakosningunum og það sé góður fyrirboði. – þea Ég er auðmjúk og ofsalega þakklát fyrir þann mikla stuðning og það traust sem kjósendur hafa sýnt okkur. Það er gríðarleg ábyrgð sem við erum sannarlega tilbúin að axla. Við erum tilbúin til verksins, það er ekkert flóknara en það,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flokkurinn fékk 6,9 prósent atkvæða og fjóra menn kjörna í sínum öðru kosningum. „Þetta eru átta flokkar sem er sögu- legt í okkar stjórnmálasögu. Auðvitað verður eilítið snúnara að ná saman en ég held samt sem áður, miðað við það sem kom fram í kosningabarátt- unni, að það ætti að vera greinilegur vilji til þess að fara að vinna og gera góða hluti. Ég held við munum fá góða stjórn sem stendur sig og verður traust í heilt kjörtímabil,“ segir Inga. – þea Inga auðmjúk og þakklát Inga Sæland 6,9% Við bjuggumst kannski ekki við miklu strandhöggi í þing- mannafjölda. Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar Við lögðum upp með leikgleði og baráttu og það skein í gegn allan tímann. Willum Þór Þórsson, oddviti Fram- sóknarflokksins í Kraganum Í fyrsta lagi gladdi mig mjög að Andrés Ingi var inni þegar ég vaknaði,“ segir Svandís Svavars- dóttir, þingmaður Vinstri grænna. Svandís segir stöðuna eftir kosn- ingarnar ekki einfalda til stjórnar- myndunar. „En sú stjórnarand- staða sem veitti fráfarandi stjórn öflugt aðhald hefur meirihluta í nýju þingi þannig að það hlýtur að vera okkar fyrsta verk að reyna að ná þeim hópi saman,“ segir Svandís og bætir við: „Svo er náttúrulega rosalegt að sjá þessa miklu karlaslagsíðu hjá þessum nýju flokkum og það er mjög mikið bakslag. Þarna eru að koma inn flokkar sem bera með sér mikinn anda fortíðar og það eru vonbrigði og þeim mun meiri ástæða til að halda anda kvenfrelsis til haga.“ – aá Stjórnarmyndun ekki einföld 16,9% Svandís Svavarsdóttir Helgi Hrafn Gunnarsson Logi Már Einarsson 9,2% 12,1% Ég er nú bara frekar sáttur, þrátt fyrir allt. Píratar hafa alltaf tapað fylgi í kosningum frá því sem kannanir hafa gefið til kynna þannig að við getum ekki verið annað en sátt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann segir þó stöðuna í stjórn- málunum snúna. „Þetta er ógeðs- lega flókin staða og ber þess merki að það er mikill óstöðugleiki í stjórnmálum,“ segir Helgi Hrafn og bætir við: „Það sem skiptir mestu máli núna er að stjórnmála- menn geti fundið ábyrga lausn á því hvernig menn myndi stjórn, án þess að fara í sama gamla farið og trukka bara málum í gegn í risa- stórum meirihluta. Þessar aðstæð- ur bara neyða alla stjórnmálamenn til að sýna ábyrgð,“ segir Helgi. – aá Ógeðslega flókin staða Við erum auðvitað mjög ánægð með að hafa rúm-lega tvöfaldað fylgið og vera komin aftur í stöðu sem gerir okkur kleift að byggja betur undir þetta áfram,“ segir Logi Már Einars- son, formaður Samfylkingarinnar, en flokkurinn fékk 12,1 prósent atkvæða og sjö menn kjörna. „Okkur finnst auðvitað sorglegt að þrátt fyrir að vera sá flokkur sem er með þriðja mesta fylgið í pró- sentum fáum við færri þingmenn en sá flokkur sem er með tæplega tveimur prósentum minna fylgi,“ segir Logi og bætir við: „Við missum einn mann þarna til Framsóknar. Þetta er sérkenni- legt kerfi.“ Logi segir enn fremur að flokkurinn muni beita sér fyrir nýrri stjórnarskrá sem taki á þessum vanda. – þea Ánægð með tvöföldunina 3 0 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 3 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 8 -5 1 5 C 1 E 1 8 -5 0 2 0 1 E 1 8 -4 E E 4 1 E 1 8 -4 D A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.