Fréttablaðið - 30.10.2017, Qupperneq 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
gæði – þekking – þjónusta
Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
VAKÚMVÉLAR
Mikið úrval af vakúmvélum
sem henta einstaklingum
og fyrirtækjum
PÖKKUNARVÉLAR - BRETTAVAFNINGSVÉLAR - BINDIVÉLAR
BAKKALOKUNARVÉLAR - FLÆÐIPÖKKUNARVÉLAR
FILMUPÖKKUNARVÉLAR - KASSALOKUNARVÉLAR
FÁÐU TILBOÐ
Í umbrotunum á undan kosningunum bar nokkuð á því að sumar megineldstöðvar landsins minntu á sig. Vöktunarkerfi Veðurstofunnar er mjög gott
og veitir vefsíða hennar okkur sjaldgæfa innsýn í
snörl og hristing í innviðum helstu eldstöðvakerfa
landsins, einkum í virkni í miðlægum eldfjöllum
(megineldstöðvunum). Jarðskjálftavirkni er lífleg
á Íslandi. Það sést glöggt á vefsíðunni góðu og má
rekja mest af skjálftum til hreyfinga jarðflekanna
sem mjakast í gagnstæðar áttir um svæði sem liggur
á ská þvert yfir landið og á Suðurlandi og úti fyrir
Norðausturlandi.
Nú er vert að fylgjast vel með fimm megineld-
stöðvum: Heklu, Bárðarbungu, Grímsvötnum,
Kötlu og Öræfajökli. Í Heklu hefur smáskjálftavirkni
aukist nokkuð undanfarið og fjallið er bólgnara en
það var fyrir eldgosið 2000. Bárðarbunga hristist og
þeim fjölgar heldur skjálftunum yfir 3 og 4 að stærð.
Dýpi á allmargra smærri skjálfta bendir til innkomu
kviku í jarðlög undir fjallinu. Hlíðar þess lyftast,
og öskjubotninn hreyfist, Grímsvötn er sú megin-
eldstöð sem oftast gýs og minna gos 1998, 2004 og
2011 á það. Þar stefnir brátt í einhver umbrot, ef að
líkum lætur. Katla hefur verið að hitna í bráðum tvo
áratugi sem sést á fjölgun háhitasvæða undir jökli.
Nokkurt landris hefur mælst þar, sem að hluta stafar
af rýrnun jökulsins. Tíðni allharðra skjálfta í öskju
eldfjallsins eykst og dýpi á suma smærri skjálftana
er á bilinu 15-25 km. Það getur einna helst vísað
til kviku á ferð. Frammi fyrir því er mikilvægt að
hækka og styrkja veggarð við fjallsendann skammt
frá Höfðabrekku sem á að varna vatnsflaumi leið
inn að Vík. Undanfarin tæp tvö ár er tekið að bera á
smáskjálftum í Öræfajökli sem ekki stafa af hruni í
skriðjöklum og þar hefur mælst jarðskjálfti yfir 3 að
stærð.
Hér verður löng saga eldstöðvanna og geta þeirra
til umbrota ekki rakin en minnt á að við erum að
mörgu leyti vel undir eldgos búin. Gosin eru engu
að síður ávallt óskrifað blað og gott að efla vöktun,
rannsóknir og viðbúnað.
Umbrot
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðvísinda- og
þingmaður
Nú er vert að
fylgjast vel
með fimm
megineld-
stöðvum:
Heklu,
Bárðarbungu,
Grímsvötn-
um, Kötlu og
Öræfajökli.
Góðu fréttirnar eru að átta stjórnmála-flokkar unnu sigur í einum og sömu alþingiskosningunum. Ekki ósvipað íþróttamótum yngstu krakkanna þar sem allir koma heim með medalíu og stóðu sig frábærlega. Það er jú aðalatriðið að vera
með í hollri hreyfingu og góðum félagsskap, hafa gaman
og öðlast persónulegan þroska. En þetta er víst því miður
ekki alveg svona einfalt og eftirleikurinn gæti reynst
snúinn.
Vondu fréttirnar þurfa þó ekkert endilega að felast í
því að flokkarnir þurfi að endurhugsa mögulega aðkomu
sína að ríkisstjórn. Það gæti jafnvel reynst íslenskum
stjórnmálum, jafnt stökum hreyfingum sem stuðnings-
mönnum þeirra, bráðhollt að átta sig á því að þetta er
bara dálítið eins og í lífinu. Fæst okkar fá nefnilega allt
sem við viljum og okkur langar í og það gerir okkur bara
gott að gera málamiðlanir og leita lausna. Þröngt mega
sáttir sitja og allt það.
Því er hins vegar ekki að neita að í niðurstöðu kosn-
inganna er að finna ákveðið afturhald. Hlutur kvenna
á þingi hefur ekki verið jafn rýr síðan 2007 og það er
slæmt. Það er slæmt vegna þess að það er æskilegt að
þingheimur endurspegli þjóðina og það er slæmt vegna
þess að sú orðræða og menning sem fylgt hefur fjölgun
kvenna á þingi síðustu ár og áratugi hefur verið til bóta.
Það er ágætt að hafa það í huga að þegar Ísland stóð sem
verst þá var það reynd stjórnmálakona sem tók það að
sér að taka til eftir efnahagshrun hinna jakkafataklæddu
karla sem höfðu stefnt öllu í voða með ofurtrú á ágæti sitt
og snilli. Innistæðan var aldrei til staðar en Íslendingar
virðast vera furðufljótir að gleyma þegar veskinu er
veifað.
Ef horft er til þess að fráfarandi ríkisstjórn sprakk vegna
eigin leyndarhyggju og baráttu almennings gegn kyn-
ferðisofbeldi og þöggun, þá er niðurstaða kosninganna
óneitanlega vonbrigði. Íslenskt samfélag virðist í það
minnsta ekki vera tilbúið til þess að vega og meta stjórn-
málin á siðferðislegum grunni heldur virðast krónur
og aurar halda áfram að vera upphaf og endir alls. Þær
byltingar sem fyrst og fremst konur hafa gert síðustu
misseri gegn kynferðislegu ofbeldi voru stórt skref fram
á við í siðferðislegu tilliti fyrir íslenskt samfélag en því
miður má segja að niðurstaða kosninganna sé tvö skref
aftur á bak í þessum sömu málum.
Þess er þó óskandi að þær konur sem komust á þing
sem og aðrir fylgjendur kvenfrelsis og framfara muni
ekki láta sitt eftir liggja. Að þau muni hafa hátt sem
aldrei fyrr og sjá til þess að leyndarhyggju og kynbundnu
ofbeldi verði útrýmt með öllu úr íslensku samfélagi.
Það er kannski fjarlægur draumur en engu að síður eina
raunverulega leiðin fram á við fyrir samfélag sem virðist
margklofið og þarf að finna raunverulega sátt og framtíð
fyrir alla.
Eitt áfram og
tvö aftur á bak
Að þau muni
hafa hátt sem
aldrei fyrr
og sjá til þess
að leyndar-
hyggju og
kynbundnu
ofbeldi
verði útrýmt
með öllu úr
íslensku sam-
félagi.
Birgir ódrepandi
Núverandi þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins, Birgir
Ármannsson, heldur þingsæti
sínu þrátt fyrir að flestar kann-
anir í aðdraganda kosninga
hafi bent til þess að hann væri
utan þings. Birgir hefur setið
samfleytt á þingi frá árinu 2003
og oft verið tæpur á því að vera
inni. Oftar en einu sinni hefur
hann verið jöfnunarþingmaður.
Þá hefur það komið fyrir að
hann yrði undir í prófkjöri
en þeir sem höfðu hann undir
enduðu utan þings. Það virðist
hreinlega vera að Birgir hafi
fæðst undir einhverri heilla-
stjörnu sem geri honum kleift
að halda velli, hvað sem tautar
og raular.
Óöfundsverður forseti
Í fyrsta sinn í sögunni verða
átta flokkar á þingi. Það að
mynda tveggja flokka stjórn er
ómögulegt og fyrirséð að það
gæti tekið tíma að sætta þrjá
flokka til samstarfs. Það gæti því
orðið höfuðverkur fyrir forseta
lýðveldisins að ræða við alla,
leggjast undir feld og ákveða
hver á að fá stjórnarmyndun-
arumboðið og hvenær það skal
gert. Auðveldast væri sennilega
að setja bara alla listabókstafina
í hatt og draga þá upp einn af
öðrum þar til nægur þingstyrkur
fyrir meirihluta liggur fyrir. Þeir
flokkar yrðu svo bara að vinna
saman, hvað sem tautar og
raular. joli@365.is
3 0 . o k t ó b e r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r12 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð
SKOÐUN
3
0
-1
0
-2
0
1
7
0
5
:0
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
1
8
-3
D
9
C
1
E
1
8
-3
C
6
0
1
E
1
8
-3
B
2
4
1
E
1
8
-3
9
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K