Fréttablaðið - 30.10.2017, Side 13
Í leiðara í Fréttablaðinu, 12. nóvember 2015, fullyrti aðal-ritstjóri 365 að fréttaflutningur
Fréttablaðsins af Hlíðamálinu væri
réttur og ekkert tilefni væri til að
biðjast afsökunar. Þetta væri bara
góð blaðamennska.
Með dómi héraðsdóms tveimur
árum síðar voru þrettán ummæli
sem fjórir blaðamenn 365 höfðu
viðhaft ómerkt auk þess sem
umfjöllun Stöðvar 2 var talin brot
á friðhelgi einkalífs.
Af því tilefni skrifaði aðalritstjór-
inn nýjan leiðara í Fréttablaðið,
27. október sl., þar sem hann stað-
hæfði að með dómi héraðsdóms
hafi verið þrengt svo að andrými
fjölmiðla að það gæti vart talist
annað en ritskoðun.
Og í viðtali við Vísi sagði aðalrit-
stjórinn:
„Í dómnum er gengið alltof langt
í að takmarka umfjöllun af rann-
sóknum í kynferðisbrotamálum. Ég
er ósammála því, að það megi ekki
fjalla um kynferðisbrot, sem eru til
rannsóknar.“
Þvert á það sem ritstjórinn segir
er farið yfir hver og ein ummæli lið
fyrir lið með rökstuddum hætti í
dómnum og aðeins hluti þeirra
ómerktur. Í rökstuðningi dómsins
segir meðal annars:
„Dómurinn tekur undir þau
sjónarmið stefndu að mikilvægt sé
að flytja fréttir af rannsókn lögreglu
af kynferðisbrotamálum ...
Þrátt fyrir að sterkt sé tekið til
orða um að ætluð brota stefnefnda
hafi verið hrottaleg þykir stefnda
ekki hafa farið út fyrir mörk leyfi-
legrar tjáningar.“
Héraðsdómur er því sammála aðal-
ritstjóranum um mikilvægi þess að
fluttar séu fréttir af kynferðisbrota-
málum sem sæta rannsókn lögreglu.
Af rökstuðningi dómsins er jafnframt
ljóst að héraðsdómur veitir blaða-
mönnum 365 verulegt svigrúm til
þess að kveða fast að orði og jafnvel
fara rangt með.
Hvers vegna segir þá aðalritstjórinn
að dómurinn takmarki umfjöllun
um kynferðisbrot sem eru til rann-
sóknar? Líklega telur aðalritstjór-
inn heppilegra að veifa röngu tré en
öngvu og freista þess þannig að beina
athyglinni frá því augljósa í málinu.
Sem er að aðalritstjóranum og
blaðamönnunum fjórum varð alvar-
lega á í messunni og lögðu þannig
líf tveggja manna í rúst. Einhverjum
kynni að þykja afsökunarbeiðni við
hæfi.
Sorry seems to be
the hardest word
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson
hæstaréttarlög-
maður
intellecta.is
RÁÐNINGAR
Hörður Arnarson Hlutverk Landsvirkjunar – fjárhagsleg staða – endurnýjanleg orka
Úlfar Linnet Áhrif bráðnunar jökla á íslenska orkukerfið
Ásbjörg Kristinsdóttir Bætt nýting auðlindar við Búrfell
Ljósafossstöð – Endurnýjanleg orka í 80 ár
Einar Mathiesen Hvernig tryggjum við endingu aflstöðva?
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir Samspil orku og ferðamála
Kröflustöð – Vagga jarðvarma á Íslandi í 40 ár
Valur Knútsson Sjálfbær nýting jarðvarma á Þeistareykjum
Ragnheiður Ólafsdóttir Kolefnishlutlaus Landsvirkjun árið 2030
Fljótsdalsstöð – Orkuvinnsla og sjálfbærni í 10 ár
Þórólfur Nielsen Endurnýjanleg raforka á heimsvísu
Birna Ósk Einarsdóttir Markaðssetning endurnýjanlegrar raforku
Ragna Árnadóttir Endurnýjanleg orka er verðmætari
Verið öll velkomin
Skráning á www.landsvirkjun.is
#lvhaustfundur
Landsvirkjun hefur frá upphafi unnið endurnýjanlega orku. Vitundarvakning
um umhverfis- og loftslagsmál hefur aukið verulega verðmæti slíkrar raforku.
Á haustfundinum fjalla sérfræðingar okkar um þessi verðmæti frá ýmsum
hliðum. Greint verður frá því hver áhrif loftslagsbreytinga hafa verið á orku-
vinnslu og nýtingu íslenska kerfisins, hvernig endurnýjanleg orka er orðin
eftirsóttari og hvernig nýta má hana á ábyrgan og sjálfbæran hátt.
Endurnýjanleg
orka er verðmætari
HAUSTFUNDUR LANDSVIRKJUNAR
Silfurberg í Hörpu
Fimmtudagur 2. nóvember kl. 8.30–10.00
Morgunhressing í boði frá kl. 8.00
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M Á n u D A G u R 3 0 . o k T ó B e R 2 0 1 7
3
0
-1
0
-2
0
1
7
0
5
:0
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
1
8
-2
E
C
C
1
E
1
8
-2
D
9
0
1
E
1
8
-2
C
5
4
1
E
1
8
-2
B
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K