Fréttablaðið - 30.10.2017, Síða 16

Fréttablaðið - 30.10.2017, Síða 16
Hér má sjá hugmynd að búningi taka á sig mynd. Pípuhatturinn vísar bæði í kabaretthefðina og í hinn svokall­ aða Baron Samedi eða Laugardags­ baróninn sem er þekkt minni úr vúdútrú. Rebekka Hlín Rúnarsdóttir hefur sérstök tengsl við hrekkjavökuna. Bæði er hún mikið fyrir búninga og svo á hún afmæli 31. október. MYND/ ANtoN BRiNk Andlitsmálning Rebekku er vísun í hinar svokölluðu sykurkúpur eða „sugar skulls“ sem voru lagðar á leiði á hrekkjavökunni í Rómönsku­ Ameríku. Heldurðu upp á hrekkjavöku? Ég fagna hrekkjavökunni samhliða afmælinu mínu sem ber víst upp á 31. október ár hvert. Ég á góðar minningar úr grunnskóla þegar mesta áskorunin var að finna hræðilegustu hryllingsmyndina á vídeóleigunni til þess að horfa á í afmælisveislunni minni. Þó finnst mér graskeraútskurður og hrylli- legir búningar það besta við þessa hátíð. Hvaða merkingu hefur hrekkja- vakan fyrir þér? Hrekkjavakan er aldagömul hefð sem einungis nýlega hefur fest rætur hér á landi. Þó að yfirbragðið hér sé kannski meira tengt tiktúrum stórverslana sem vilja selja okkur varning þá má ekki gleyma rótum hrekkja- vökunnar, nándinni við þá fram- liðnu. Hér á Íslandi er sterk hefð fyrir mórum, skottum og ýmsum öðrum ærsladraugum og því er ekki fjarri lagi að halda hér upp á ‘dag hinna dauðu’ eins og fjölmörg önnur lönd gera. Finnst þér gaman að fara í búning? Ég elska að klæða mig í búninga og finn mér alltaf ný tilefni fyrir svoleiðis. Við búum orðið svo vel hér á Íslandi að eiga tvo búningadaga, öskudag og hrekkjavöku, og því er engin af- sökun fyrir fólk að taka ekki þátt allavega annan daginn. Hrekkja- vakan fyrir mér er orðin sá dagur sem fullorðna fólkið sleppir fram af sér beislinu og bregður sér í ýmis gervi, sumir vinna hörðum höndum að búningum mánuðum saman, enda búningasamkeppnir orðnar árlegur viðburður. Býrðu til þína eigin búninga? Ég hef reynt það já, þó ég hafi kannski ekki verið jafn metnaðarfull og margir sem ég þekki og alls ekki jafn hæfileikarík með latex og gerviblóð. Ég hef þó komist að því að pallíettur og glimmer geta fleytt manni ansi langt. Hvernig færðu útrás fyrir búninga- gleðina ef það er hvorki hrekkja- vaka né öskudagur? Ég er svo heppin að vera hluti af burlesque danshópnum „Dömur og herra“ Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is VILTU HALDA VEISLU? JÓLAHLAÐBORÐ FERMINGAR BRÚÐKAUP ÁRSHÁTÍÐIR ERFIDRYKKJUR FUNDIR RÁÐSTEFNUR AFMÆLI EFRI SALURINN ER LAUS FYRIR ÞIG ... BANKASTRÆTI 7A - 101 REYKJAVÍK - S. 562 3232 sem heldur reglulega kabarett- kvöld. Atriðin í kabarett snúa oftar en ekki að flottum búningum og því hafa ófáir klukkutímar farið í saumaskap. Hinar dömurnar og herrann eru hvert öðru flinkari með nálina og ýmsir skemmti- legir búningar hafa litið dagsins ljós, einhleypar köngulær, kyn- þokkafullar múmíur og kabarett drottningar. Ég get lofað fleiri skemmtilegum búningum og at- riðum á jólasýningunni okkar sem verður þann 28. desember. Hvað viltu segja um búninginn sem þú ert í á myndinni? Bún- ingurinn er kabarettbúningur með smá virðingarvotti til Mardi Gras hefðarinnar sem til dæmis er mjög áberandi í New Orleans kringum hrekkjavöku og kjötkveðjuhátíð- ina. Kabarettinn og Mardi Gras eru að mörgu leyti tengd og þess vegna finnst mér passa vel að leiða þessi áhrif saman. Andlitsmálningin er svokölluð sykurkúpumálning eða „sugar skull“ en aldagömul hefð er að setja sykurkúpur á leiði ástvina á Allra sálna messu 1. nóvember og hjátrúin gerir ráð fyrir að hinir látnu rísi upp til að borða kræsing- arnar. Hvernig verður svo aðalbúningur- inn þinn núna? Þetta árið hef ég verið aðeins of upptekin og því verður búningurinn minn frekar einfaldur, blá hárkolla, hvítur sloppur og viskípeli, semsagt ‘Rick Sanchez’ úr hinni vinsælu teikni- myndaseríu „Rick and Morty“. Sumir myndu kannski segja að það sé bannað að fara í búning sem er ekki til þess gerður að vekja upp ótta hjá fólki, en ég hef heyrt að sumum finnist þessir sjónvarps- þættir ‘hræðilega’ leiðinlegir og því held ég að þetta sleppi hjá mér í ár. 2 kYNNiNGARBLAÐ FÓLk 3 0 . o k tÓ B e R 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 3 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 8 -2 4 E C 1 E 1 8 -2 3 B 0 1 E 1 8 -2 2 7 4 1 E 1 8 -2 1 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.