Fréttablaðið - 30.10.2017, Síða 21

Fréttablaðið - 30.10.2017, Síða 21
KYNNINGARBLAÐ 3 M Á N U DAG U R 3 0 . o k tó b e r 2 0 1 7 NoRÐURLAND Ein af perlum Akureyrar er Hlíðarfjall og fólk sækir þangað hvaðanæva að á landinu. Guðmundur Karl Jónsson er forstöðumaður Hlíðarfjalls „Hérna koma milli 70 og 100.000 manns þegar er opið sem er frá miðjum desember fram í lok apríl,“ segir Guðmundur Karl og bætir við að þessar tölur staðfesti að Hlíðarfjall sé vinsælasta skíða- svæði landsins. „Við erum með nokkuð stöðugt skíðafæri af því við getum framleitt snjóinn,“ segir Guðmundur og segir að það sé vissulega þörf fyrir það á Akureyri þó þar sé oftast frekar snjóþungt á veturna. „Þú veist ekki í nóvember hvernig veðrið verður í febrúar og það borgar sig að búa til birgðir af snjó. Við framleiðum snjóinn mest í nóvember og desember og svo vonum við að það komi ekki hláka. Og það er upp og ofan hvenær við þurfum að ganga á birgðirnar. En flest skíðasvæði heims framleiða snjó til að tryggja rekstrargrund- völlinn óháð sveiflum í veðri.“ Helstu topparnir í vetrar- fríinu „Vetrarfríin byrja um miðjan febrúar og eru næstu tvær vikur á eftir,“ segir Guðmundur aðspurður um hvenær mesta aðsóknin sé í fjallið. „Flestallir grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu eru í fríi á þessu tímabili og þá er vinsælt að koma norður.“ Hann segir páskana fylgja fast á eftir. „Það eru ekki páskar hjá sumum nema þeir komist á skíði. Þá erum við með svokallaða 24 tíma opnun, opnum skíðasvæðið milli þrjú og fjögur á föstudegi og lokum ekki fyrr en ellefu á laugar- dagskvöld. Þetta hefur mælst vel fyrir, sérstaklega finnst fólki frábært að skíða þegar sólin er að koma upp.“ Guðmundur segir að erlendum gestum fari fjölgandi með hverju árinu. „Við erum með stóra skíða- leigu sem er mjög vinsæl. Fólk er reyndar almennt farið að leigja búnaðinn í meiri mæli en áður og skíðasvæðin eru farin að leggja meiri áherslu á að hafa nýjan og góðan búnað í leigunum.“ Hann bendir líka á starfsemi skíðakennara í fjallinu. „Við erum með skíðaskóla fyrir börnin og þar rúlla í gegn svona þrjú þúsund krakkar á ári. Svo er annað nám- skeið sem við köllum Það er aldrei of seint að byrja og það er ætlað byrjendum og þeim sem fóru síð- ast á skíði um og í kringum síðustu öld. Það eru margir sem koma á það námskeið sem hafa ekki farið á skíði í 15-20 ár. Svo geturðu líka pantað þér einkakennslu.“ Skíðað um jól, áramót og páska Í Hlíðarfjalli er sannkölluð skíðaparadís rétt við bæjardyr Akureyringa og gesta bæjarins. Þar eru frábærar aðstæður til skíða- og snjóbrettaiðkunar og gleðin alltaf við völd. Snjóbrettin eiga vaxandi vinsældum að fagna í Hlíðarfjalli. MYNDIR/AUÐUNN NíeLSSoN Skíðaskóli barnanna nýtur stöðugra vinsælda en áætlað er að um 3000 börn stundi þar nám ár hvert undir leiðsögn reyndra skíðakennara. Skíðalyftan Fjarkinn er ein sjö skíðalyfta sem fara upp á Hlíðarfjall með ánægða skíðaiðkendur, en áætlað er að skíðalyfturnar flytji tæplega 5000 manns ár hvert á áfangastað efst í skíðabrekku. Franskar og kakó Af hefðum kringum skíðaiðkun í Hlíðarfjalli nefnir Guðmundur Karl heimsókn í veitingasöluna. „Þú ferð ekki á skíði í Hlíðarfjall nema þú fáir þér franskar kart- öflur og kakó. Saman. Það er alveg sérstakt bragð. Svo erum við með fulla veitingaþjónustu þar sem við erum með flotta gúllassúpu og margt annað. Við fáum 80 prósent af fólkinu á skíði um helgar og þá er aðkomufólkið að leggja af stað á föstudagsmorgni og skíðar á föstudegi seinnipart, allan laugar- daginn og fer svo heim á sunnu- dagskvöld.“ Aðspurður hvort álagið verði stundum of mikið segir hann svo ekki vera. „ Það er aldrei uppselt í fjallið. Við erum með sjö lyftur með mismunandi erfiðleikastigi sem geta samanlagt flutt 4.920 manns á klukkustund svo að ég held að lengsta biðröðin í stólalyftuna hafi verið 20 mínútur sem þykir ekki mikið.“ Hann segir að skíði séu fyrir alla aldurshópa. „Elsti iðkandinn sem ég man eftir er 92 ára gamall maður sem renndi sér hér á skíðum og svo eru eins árs börn á snjóþotu. Hér er líka hægt að vera á brettum og svo er töfra- teppi sem er þægilegt fyrir krakka og þá sem eru að læra.“ Sjö fastir starfsmenn vinna í Hlíðarfjalli allt árið. Á sumrin er unnið að viðhaldi og uppbyggingu á skíðasvæðinu en veturinn fer að mestu í að þjónusta gesti og fjölgar þá starfsfólki í um 70 manns. „Það er hérna starfsemi allan sólarhringinn þegar við erum komin af stað. Það þarf að troða snjóinn, svo er viðgerðateymi, lyftuverðir vakta lyfturnar, skíða- gæslan hugar að merkingum á leiðunum, miða- og veitingasalan og starfsfólkið í skíðaleigunni og skíðakennararnir þannig að þetta er talsverður fjöldi sem er hér í vinnu á stórum dögum.“ opnar 30. nóvember „Við ætlum að opna fimmtudaginn 30. nóvember ef veður leyfir,“ segir Guðmundur Karl og greinilegt að hann er farinn að hlakka til. „Þá bjóðum við upp á kakó og höfum smá stemningu. Svo er að aukast að fólk komi um jólin til að fara á skíði. Í ár verðum við með opið á jóladag, gamlársdag og nýársdag. Flestir koma norður 27. desember svo það er talsverð traffík hérna frá því þá og fram yfir áramótin. En það er ennþá ekki í líkingu við vetrarfríið og þess háttar. Þetta er nýr markhópur, þeir sem eru farnir að átta sig á því að jólin eru ekki bara jólatré og hamborgarhryggur heldur líka snjór!“ segir Guð- mundur Karl að lokum. 3 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :0 7 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 1 8 -5 B 3 C 1 E 1 8 -5 A 0 0 1 E 1 8 -5 8 C 4 1 E 1 8 -5 7 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.