Morgunblaðið - 11.02.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
SuðrænsveiflaviðSaint-Tropez
sp
ör
eh
f.
Sumar 4
Ekki er að undra að helstu listamenn sögunnar hafi sótt sér
innblástur á frönsku rivíerunni, slík er fegurðin. Við verðum
vitni að stórbrotinni náttúru við Gullströndina, förum í
bátsferð til listamannabæjarins St. Tropez, heimsækjum
furstadæmið Mónakó og að sjálfsögðu mun einnig gefast
góður tími til að njóta og slaka í skemmtilegum félagsskap.
12. - 20. júní
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 217.700 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þjóðhagslegur kostnaður af verkfalli
sjómanna frá 14. desember sl. til 10.
febrúar, er talinn umtalsverður og
standi verkfallið lengi enn, er áætlað
að tapið geti numið 960-1.160 millj-
ónum króna á degi hverjum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
sjávarútvegsráðherra, kynnti í gær
skýrslu vinnuhóps sem reyndi að
leggja mat á þjóðhagslegan kostnað
vegna verkfalls sjómanna
Í vinnuhópnum voru fulltrúar frá
fjármálaráðuneyti, innanríkisráðu-
neyti, velferðarráðuneyti og Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga undir
forsvari fulltrúa atvinnu- og nýsköp-
unarráðuneytisins. Til liðs við vinnu-
hópinn voru fengnir starfsmenn Ís-
lenska sjávarklasans.
Í skýrslunni segir að það sé mikl-
um vandkvæðum bundið að leggja
mat á kostnað þjóðfélagsins af verk-
föllum, „ekki síst við aðstæður sem
þessar þar sem slegið er á frest að
nýta auðlind sem að nokkru eða
miklu leyti verður nýtt síðar og skil-
ar þá tekjum síðar sem „leiðréttir“
að einhverju leyti fyrir þeim tekju-
missi sem verkfallið veldur meðan á
því stendur“.
Á það er bent í skýrslunni að sjáv-
arútvegur er grunnatvinnuvegur á
Íslandi. Dragist starfsemi hans af
einhverjum ástæðum saman, einkum
í lengri tíma, hafi það keðjuverkandi
áhrif í efnahagslífinu.
Fram kemur að áhrifa verkfallsins
gæti með nokkuð misjöfnum hætti
hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Stærð
þeirra, eðli starfseminnar og eðli
framleiðslu þeirra, útgerðarmynst-
ur, birgðastaða í upphafi verkfalls,
skuldastaða, hlutfall fasts kostnaðar
og ýmislegt fleira komi hér til og
valdi því að geta þeirra til að takast á
við vandamál framleiðslustöðvunar
til skamms og meðallangs tíma sé
mjög misjöfn. Stöðvunin eigi eftir að
hafa margvísleg áhrif á framleiðsl-
una og líklega á verð síðar á árinu
þegar framleiðsla hefjist að nýju og
þannig hafa áhrif á afkomu fyrir-
tækjanna í greininni á árinu.
Þá kemur fram að gögn bendi til
þess að framleiðsla og útflutningur
ferskra bolfiskafurða hafi dregist
saman um 40-55% frá 14. desember
og útflutningstekjur af ferskum bol-
fiskafurðum hafi minnkað um 3,5 til 5
milljarða króna. Í skýrslunni kemur
fram að standi verkfall fram á loðnu-
vertíð verði þjóðarbúið af tekjum
sem líklega verði taldar í milljörðum.
Ríkið hefur tapað
2,5 milljörðum
Heildaráhrif verkfallsins á ráð-
stöfunartekjur sjómanna eru talin
nema um 3.573 milljónum króna til
10. febrúar 2017; tekjutap 2.400-
2.600 fiskverkamanna er metið á um
818 milljónir króna; tekjutap ríkis-
sjóðs er gróft áætlað á tímabilinu 2,5
milljarðar króna og sveitarfélaga
einn milljarður króna.
„Ekki er hægt að halda því fram
að þjóðhagslegt tap af völdum verk-
fallsins hafi numið 960-1.160 milljón-
um króna á hverjum verkfallsdegi
hingað til, en bent er á að rannsóknir
gefi það til kynna að við algjört og
langvarandi vinnslustopp nálgist hið
þjóðhagslega tap á degi hverjum
þessar upphæðir. Vinnustoppið nú er
hvorki algjört né langvarandi, en er
engu að síður mjög víðtækt og hefur
dregist á langinn þannig að áhrifa
þess gætir nú talsvert víðar í hag-
kerfinu en á fyrstu vikum verkfalls-
ins,“ segir orðrétt í skýrslunni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skýrslan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kynnti skýrslu um þjóðhagsleg áhrif verkfallsins.
Tapið fleiri milljarðar
Framleiðsla og útflutningur ferskra bolfiskafurða dregist
saman um 40-55% Áhrifa sjómannaverkfallsins gætir víða
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Skipstjóri á frystitogara, sem
blaðamaður ræddi við í gær, kveðst
telja að kjaradeila sjómanna og út-
gerðarmanna sé komin út í „algjöra
vitleysu“.
„Ég held að sjómenn ætli að fá
allt og ekki gefa neitt eftir. Þar
stendur hnífurinn í kúnni. Er það
ekki alltaf svo þegar tveir takast á
að báðir verða að slá eitthvað af
sínum ýtrustu kröfum?“ spurði
skipstjórinn og hélt áfram: „Ég
held að 90% til 95% sjómanna séu
með ágætis laun. Þeir ná engum
samningum, ef þeir slá ekki eitt-
hvað af kröfum sínum.“
Þessi skipstjóri telur að fá-
menn klíka sjómanna stjórni í raun
og veru því sem kemur frá samn-
inganefnd sjómanna. „Hinn almenni
sjómaður er að mínu mati farinn að
hafa mjög miklar áhyggjur af stöð-
unni.
Sömuleiðis tel ég að þetta sé
farið að hvíla þungt á þjóðinni. Ég
held hún hljóti að fara að kalla á
það að við drífum okkur á sjó. Þetta
gengur ekki svona áfram. Við sem
erum búnir að vera í mörg ár og
áratugi á sjó, erum held ég flestir
ef ekki allir sammála um það að
þetta er erfiðasta og leiðinlegasta
verkfall sem við höfum farið í. Þetta
er fyrir löngu komið út í algjöra vit-
leysu, og sjómönnum er stjórnað af
nokkrum hræðum á Facebook, þar
sem skætingurinn er ótrúlegur,
skítkast og persónuníð. Þessu verð-
ur að linna,“ sagði skipstjórinn að
lokum.
Segir að deilan
sé komin í
„algjöra vitleysu“
Skipstjóri gagnrýnir klíku sjómanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sá guli Það eru bara smábátasjó-
menn sem veiða þorskinn núna.
Tap fyrirtækja sem þjónusta sjáv-
arútveg er í skýrslu sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra metið um
3,8 til sjö milljarðar króna.
Ráðgert er að um 35 til 40 pró-
sent upphæðarinnar séu innflutt
aðföng t.d. olía. Eftir stendur 2,3 til
4,6 milljarða króna tekjulækkun
innlendra flutningsaðila, umbúða-
framleiðenda, tæknifyrirtækja og
annarra þjónustufyrirtækja.
Talið er að tekjulækkunin skili
sér að miklu leyti til baka, þó ekki
að öllu leyti verði aflaheimildir ekki
að fullu nýttar síðar.
Nýfjárfestingum tæknifyrirtækja
hefur að mestu verið frestað vegna
verkfallsins, en eldri verkefnum
hefur verið fram haldið.
Tap þjónustufyrirtækja 3,8 til 7 milljarðar
Morgunblaðið/Ómar
Olía Talið er að 35-40 prósent tapsins séu
innflutt aðföng, einkum innflutt olía.
Fjármálaráð kynnti í gær sitt fyrsta
álit um fjármálastefnu nýrrar rík-
isstjórnar, en skipað var í ráðið í
fyrra í samræmi við ný lög um op-
inber fjármál. Meginniðurstaða
ráðsins er að fjármálastefnan eins
og hún er lögð fram fylgi grunngild-
unum um stefnumörkun í opinber-
um fjármálum, en þau eru sjálf-
bærni, varfærni, stöðugleiki, festa
og gagnsæi. Þá uppfyllir hún einnig
þrjú töluleg skilyrði sem eru í lög-
unum.
Skilyrðin fela í sér, í fyrsta lagi, að
heildarjöfnuður ríkis og sveitarfé-
laga yfir hvert fimm ára tímabil
skuli ávallt vera jákvæður og árleg-
ur halli ávallt undir 2,5% af lands-
framleiðslu. Í öðru lagi að heildar-
skuldir hins opinbera, að frátöldum
lífeyrisskuldbindingum og viðskipta-
skuldum og að frádregnum sjóðum
og bankainnstæðum, séu lægri en
nemur 30% af vergri landsfram-
leiðslu. Í þriðja lagi gera lögin kröfu
um markvissa lækkun skulda á með-
an skuldir eru yfir 30% viðmiðinu.
Fjármálastefnan er svo sú stefna
sem ný ríkisstjórn setur fram varð-
andi fjármál til a.m.k. fimm ára í
senn. Sú fjármálastefna sem ríkis-
stjórnin hefur nú lagt fram og var til
skoðunar er fjármálastefna 2017-
2022.
Mjög jákvætt skref
Fjármálaáætlunin er einnig lang-
tímaáætlun, en hún byggist á fjár-
málastefnunni og er hún sett fram
til fimm ára. Munurinn á henni og
stefnunni er aftur á móti að fjár-
málaáætlunin er uppfærð á hverju
ári miðað við stöðuna hverju sinni.
Á kynningarfundinum sagði
Gunnar Haraldsson, hagfræðingur
og formaður ráðsins, að það væri
mat þeirra að stofnun ráðsins væri
mjög jákvætt skref og til bóta þegar
kæmi að því að hafa sjálfstætt eft-
irlit með fjármálastefnu og fjármála-
áætlun ríkisins.
Fjármálaráðið hefur nú skilað
áliti sínu um frumvarp fjármála- og
efnahagsráðherra, en það mun svo
aftur taka til skoðunar frumvarp um
fjármálaáætlun þegar hún kemur
fram í apríl.
Fjármálastefnan verði
í takt við grunngildin
Fjármálaráð kynnti sitt fyrsta álit Þrjú töluleg skilyrði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjármálaráð Ráðið kynnti álitsgerð um fjármálastefnu í Þjóðmenning-
arhúsinu. Frumvarp um fjármálaáætlun verður aftur til skoðunar í apríl.