Morgunblaðið - 11.02.2017, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
Þegar rétttrúnaður víkur rök-ræðu til hliðar ættu allar við-
vörunarbjöllur að hringja. Þó
gerist þetta alloft og nýjasta
dæmið er sennilega umræðan í
tengslum við fyrirhugað frum-
varp ríkisstjórnarinnar um jafn-
launavottun.
Að minnsta kostitveir stjórn-
arliðar hafa lýst
efasemdum um
jafnlaunavottun og
mælingar á kyn-
bundnum launa-
mun og fengið yfir
sig hefðbundnar
gusur, jafnvel frá fólki sem kenn-
ir sig við frjálslyndi.
En það efast fleiri um þettamál. Einar Steingrímsson,
prófessor í stærðfræði, segir að
það séu nánast engin gögn til á
Íslandi sem bendi til launamunar
sem stafi bara af kynferði. Þau
litlu gögn sem séu til, sem ekki
séu gersamlega marklaus, bendi
til svo lítils munar að það sé
mjög varasamt að draga af þeim
ályktanir. Og þess má geta að
Einar segir allar kannanir stétt-
arfélaga gersamlega marklausar.
Hann segir líka að kynbundinnlaunamunur hafi verið til
áður fyrr og að trúlega sé hann
enn að finna meðal elstu aldurs-
hópanna. Á meðal opinberra
starfsmanna á þrítugsaldri, hér á
landi og í Bretlandi, séu konur þó
til dæmis komnar fram úr körlum
í launum. Þá telur hann að úti-
lokað sé að „koma á“ meira
launajafnrétti með nokkrum að-
gerðum.
Má hafa slíka skoðun? Máræða hana? Eða mun rétt-
trúnaðurinn koma lögfestingu á
kostnaðarsömu jafnlaunavottorði
umræðulaust í gegnum þingið?
Einar
Steingrímsson
Rétttrúnaðurinn
og rökræðan
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 10.2., kl. 18.00
Reykjavík 3 alskýjað
Bolungarvík 3 alskýjað
Akureyri 1 skýjað
Nuuk -3 skýjað
Þórshöfn 4 skýjað
Ósló -5 alskýjað
Kaupmannahöfn 0 léttskýjað
Stokkhólmur -2 heiðskírt
Helsinki -9 heiðskírt
Lúxemborg 0 skýjað
Brussel 0 þoka
Dublin 3 skýjað
Glasgow 2 alskýjað
London 1 skúrir
París 1 snjókoma
Amsterdam -1 þoka
Hamborg -1 léttskýjað
Berlín 0 heiðskírt
Vín 1 skýjað
Moskva -3 alskýjað
Algarve 12 léttskýjað
Madríd 6 skýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 14 léttskýjað
Róm 14 léttskýjað
Aþena 10 skýjað
Winnipeg -7 alskýjað
Montreal -15 léttskýjað
New York -3 léttskýjað
Chicago -2 skýjað
Orlando 15 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:36 17:50
ÍSAFJÖRÐUR 9:52 17:43
SIGLUFJÖRÐUR 9:36 17:25
DJÚPIVOGUR 9:08 17:16
Tónlistarkenn-
arar og Sam-
band íslenskra
sveitarfélaga
samþykktu í gær
miðlunartillögu,
sem ríkis-
sáttasemjari
lagði fram í
kjaradeilu þess-
ara aðila.
Atkvæðagreiðslunni lauk í gær.
Kjörsókn hjá Félagi kennara og
stjórnenda í tónlistarskólum var
70,7% og af þeim samþykktu 89%
tillöguna, 8% höfnuðu henni en 3%
atkvæðaseðla voru auðir eða ógild-
ir.
Hjá Sambandi íslenskra sveitar-
félaga var kjörsókn 81,8%. Tillagan
var samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum. Miðlunartillaga rík-
issáttasemjara í þessu máli telst því
samþykkt.
Kjarasamningur tónlistarkennara
rann út hinn 31. október 2015 og
var málinu vísað til ríkissáttasemj-
ara 27. apríl 2016. Haldnir voru 20
árangurslausir fundir í málinu áður
en ríkissáttasemjari lagði miðl-
unartillöguna fram.
Miðlunar-
tillaga
samþykkt
89% tónlistarkenn-
ara sögðu já
Boðað er til stofnfundar Félags um
lýðháskóla á Flateyri kl. 13 í dag í
Félagsbæ á Flateyri. Tilgangur fé-
lagsins er að vinna að undirbúningi
og stofnun lýðháskóla á Flateyri.
Stýrihópur sem unnið hefur að
undirbúningi verkefnisins frá því í
júní boðar til fundarins. Ekki verð-
ur lögð áhersla á próf eða einingar
í skólanum heldur þátttöku og að
nemendur á öllum aldri geti komið
og dvalið í eina eða tvær annir,
kynnst nýjum stað og fólki, tekist á
við ólík viðfangsefni og haft gagn,
gaman, þroska og lærdóm af.
Vilja stofna lýðhá-
skóla á Flateyri
STYRKIR TIL VERKEFNA
SEM TENGJAST
HAGSMUNUM FATLAÐS
FÓLKS OG ÖRYRKJA
Öryrkjabandalag Íslands veitir sérstaka styrki til ýmissa
hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks
og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu
bandalagsins. ÖBÍ auglýsir hér með eftir styrkumsóknum.
Tímasett fjárhags- og verkefnaáætlun skal fylgja umsóknum.
Sótt er um styrk rafrænt á heimasíðu ÖBÍ, obi.is
Umsóknarfrestur er til 15. mars næstkomandi.
Upplýsingar um styrkúthlutun liggja fyrir eigi
síðar en 1. maí 2017. Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk á skrifstofu ÖBÍ, mottaka@obi.is eða
í síma 530 6700.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
7
9
9
5
6