Morgunblaðið - 11.02.2017, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.02.2017, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á k júklinginn viðtölum og á samfélagsmiðlum. Þeir sem eru hlynntir því að þetta verði lögleitt tala um að þetta sé hollt og sá boðskapur hefur farið víða. En þessi þróun, að dregið hafi úr neyslunni þrátt fyrir þetta, sýnir hvað við erum með klára krakka og að mörg þeirra sjá í gegnum svona umfjöllun.“ Margrét segir að annað, sem hugsanlega gæti haft áhrif, sé hversu margt ungt fólk, sem er áberandi í samfélaginu, hafi lýst því yfir að það neyti engra vímuefna. „Vinsælir tónlistarmenn, leikarar og landsliðskonur og -karlar stíga fram og segjast ekki nota vímuefni. Það er mikilvægt fyrir ungt fólk að hafa flottar fyrirmyndir og er gjör- breyting frá því sem áður var þegar það þótti eiginlega stórskrýtið að vera edrú.“ Telja nám frekar tilgangslaust Rannsóknin Ungt fólk var gerð í október síðastliðnum og lögð fyrir ungmenni í öllum framhaldsskólum landsins. Þar eru ýmsir þættir skoðaðir, m.a. vímuefnaneysla og viðhorf til hennar. Meðal þess sem fram kom í niðurstöðum var að 18% framhaldsskólanema höfðu notað kannabis einu sinni eða oftar á æv- inni, en árið 2010 var þetta hlutfall 23%. Núna svöruðu 32% stráka, eldri en 18 ára, því játandi að hafa neytt kannabis, en árið 2010 var þetta hlutfall 42%. Kannabisneysla stúlkna á sama aldri stendur nán- ast í stað, hún var 22% árið 2010 og mælist nú 21%. Sama þróun hefur orðið í neyslu stráka og stelpna undir 18 ára; 9% stelpna á þeim aldri hafa notað kannabis miðað við 10% árið 2010 og 14% stráka á sama aldri hafa neytt efnisins nú en árið 2010 var hlutfallið 22%. Margrét segir erfitt að nefna ein- hverja skýringu á því hvers vegna eingöngu hafi dregið úr neyslu pilta en ekki stúlkna. „Slíkt þarf að skoða betur,“ segir hún. Annað, sem fram kom í rann- sókninni, var að ungmenni, sem neyta kannabisefna, meta sjálf sig á neikvæðari hátt en þau sem ekki neyta efnanna. Til dæmis eru þau líklegri til að finna fyrir þunglynd- iseinkennum og þau töldu ólíklegra að þau myndu ljúka námi sínu á til- settum tíma. Einnig voru þau lík- legri til að telja nám sitt tilgangs- laust. Þegar ungmennin voru beðin um að meta líkamlega heilsu sína töldu 40% þeirra, sem aldrei höfðu neytt kannabisefna hana vera mjög góða en einungis 20% þeirra sem höfðu neytt efnanna þrisvar sinnum eða oftar síðastliðinn mánuð. Áþekkur munur kom í ljós þegar þátttak- endur voru beðnir um að meta and- lega heilsu sína. Færri strákar reykja kannabis, en lítil breyting hjá stelpum  Rannsókn sýnir að krakkar sem reykja kannabis eru þunglyndari og nei- kvæðari í eigin garð en aðrir krakkar  Góðar fyrirmyndir eru mikilvægar Unglingar sem höfðu reykt kannabis þrisvar sinnum eða oftar síðastliðna 30 daga: Finnst námið tilgangslaust Mælast miklu hærri á þunglyndis- kvarða Telja ólíklegra að þau ljúki framhaldsskóla á tilsettum tíma Meta andlega og líkamlega heilsu sína lakari en aðrir Hlutfall framhaldsskólanema á Íslandi sem hafa notað kannabis einu sinni eða oftar - árin 2010, 2013 og 2016 Heimild: Rannsóknin Ungt fólk 2016/Rannsóknir og greining 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2010 10 9 9 22 21 23 22 1415 23 18 42 32 35 2013 2016 Stelpur U18 Strákar U18 Strákar 18+ AllirStelpur 18+ 19 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Færri ungmenni neyta kannabis- efna nú, en fyrir nokkrum árum. Dregið hefur úr kannabisneyslu unglingspilta á framhaldsskólaaldri en neysla stúlkna á sama aldri stendur nánast í stað. Þetta sýnir rannsóknin Ungt fólk 2016 sem gerð var af Rannsóknum og greiningu. Sá hluti rannsókn- arinnar, sem snýr að fé- lagslegum þætti kannabisneyslu ungmenna var kynntur á fundi samtakanna Náum áttum fyrr í vikunni og þar sagði Margrét Lilja Guðmunds- dóttir, sérfræðingur hjá Rann- sóknum og greiningu og aðjunkt á íþróttafræðisviði Háskólans í Reykjavík þessa þróun athygl- isverða fyrir margra hluta sakir. „Það sem mér finnst fagnaðar- efni er hversu mikið neyslan hjá strákum eldri en 18 ára hefur minnkað,“ segir Margrét. „Ekki síst í ljósi þess hvernig umfjöllunin um þetta vímuefni er orðin, neysla þess er sýnd jákvæð m.a. í bíó- myndum, tónlistarmyndböndum, Margrét Lilja Guðmundsdóttir Árleg tónlistarmessa verður haldin í Akraneskirkju á morgun, sunnu- dag, og hefst hún kl. 17. Þetta er 10. árið, sem Ragnar Bjarnason, Þorgeir Ástvaldsson og sókn- arpresturinn Eðvarð Ingólfsson standa að þessum viðburði. Að vanda syngur Ragnar Bjarna- son mörg af fallegustu lögum sínum við undirleik Þorgeirs og Eðvarð flytur stutta hugleiðingu á milli laga. Gestasöngvari verður Elfa Margrét Ingvadóttir tónlistarkenn- ari. Hún mun syngja tvö lög með Ragnari og eitt að eigin vali. Eðvarð segir að Ragnar og Þor- geir hafi alltaf verið klappaðir upp í messulok. „Ragnar syngur þá aukalag, eitt af vinsælustu dæg- urlögum allra tíma, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig!“ segir Eð- varð og bætir við að söngvarinn hafi kynnt lagið á eftirfarandi hátt í fyrra: „Þetta lag söng ég 1960; það var árið sem sóknarpresturinn ykk- ar fæddist, árið sem John F. Ken- nedy var kosinn forseti Bandaríkj- anna og árið sem Þorgeir Ástvaldsson lokaði gamla kerlingu í Dölunum inni í hæsnakofa heilan dag en þá var hann aðeins tíu ára.“ Alltaf hefur verið húsfyllir á dægurlagamessunni. Allir eru vel- komnir og segir Eðvarð að sér- staklega sé vænst þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Alltaf sama auka- lagið á Skaganum  Raggi Bjarna og Þorgeir í Akraneskirkju Tríó Ragnar Bjarnason, sr. Eðvarð Ingólfsson og Þorgeir Ástvaldsson. „Við erum ekki að rifta samningnum við Norðurtanga en bæjarfélagið hef- ur ekki greitt leigu af húsinu enda stenst það ekki þær kröfur sem gerð- ar voru í skilalýsingu,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður um hús- næði Norðurtanga á Ísafirði. Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðarsafns Vestfjarða, hefur sagt húsið ónothæft fyrir safnið og sagt upp samningi við Ísafjarðarbæ um leigu á geymsluhúsnæði Norð- urtanga. „Bærinn átti að fá húsið afhent í byrjun árs 2016 en þá var ýmislegt sem þurfti að ganga frá og laga. Síðar komu í ljós byggingarfræðileg vanda- mál sem hvorki við né Norðurtangi gat reiknað með. Bærinn hefur rætt við forsvarsmenn hússins og óskað þess eftir tímaáætlun fyrir afhend- ingu og ég býst við svörum á næstu dögum,“ segir Gísli. Söfnin þurfa húsnæðið Bæjarstjórinn segir þörf á hús- næði fyrir söfn svæðisins og vonar að það leysist með endurbótum á Norð- urtanga. „Jóna Símonía Bjarnadóttir, for- stöðumaður safna, og Jón Sig- urpálsson, forstöðumaður Byggða- safnsins, gerðu ítarlega þarfagreiningu fyrir söfn bæjarins vorið 2015 og þá var ljóst að nauðsyn- legt væri að fá þetta húsnæði til að svara þeirri þörf sem upp var komin. Ég veit ekki betur en að sú þörf sé enn til staðar.“ Byggðasafnið flutti inn í húsnæði Norðurtanga um tíma en vegna að- stæðna þurfti það að flytja úr húsinu. Skrifað var undir samning um leigu á Norðurtanga haustið 2015 og er samningurinn til tíu ára. Ísafjörður Bæjarstjórinn segir þörf á húsnæði fyrir söfn svæðisins. Ísafjarða- bær segir ekki upp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.