Morgunblaðið - 11.02.2017, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
Verð frá 469.000 kr.
12 m að lengd og 5,6 m að breidd.
Eigendur eru hjónin Freyr Steinar
Gunnlaugsson og Arndís Erla Jóns-
dóttir, en Freyr er annálaður fiski-
maður eins og hann á ættir til. Bát-
urinn mun stunda veiðar með
balalínu.
Hinn 20. janúar var kynntur til
sögunnar í Brugghúsi Seguls 67 nýr
siglfirskur þorrabjór, sem þeir hafa
bruggað í sameiningu Marteinn B.
Haraldsson og Þórður Birgisson. Sá
er í IPA (India Pale Ale) flokki.
Arnfinna Björnsdóttir er bæj-
arlistamaður Fjallabyggðar 2017.
Útnefningin fór fram í Menningar-
húsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði mið-
vikudaginn 25. janúar sl.
Íslenska gámafélagið hefur
beðist velvirðingar á atviki þar sem
flokkað sorp og óflokkað var losað í
einn og sama sorphirðubílinn í Fjalla-
byggð á dögunum. Ábendingar íbúa
urðu til þess að sveitarfélagið hafði
samband við forsvarsmenn félagsins
vegna þessa. Íslenska gámafélagið
segist hafa farið yfir málið og komið í
veg fyrir að þetta gerist aftur.
Hinn 8. febrúar óskaði Hafn-
arsjóður Fjallabyggðar eftir til-
boðum í áframhaldandi vinnu við
Hafnarbryggjuna á Siglufirði, en
sem kunnugt er var hún stækkuð
mjög og lagfærð á síðasta ári og end-
urvígð 30. september. Þá var innsigl-
ingin að Siglufjarðarhöfn og einnig
hluti hafnarinnar dýpkaður niður í –9
metra.
Sex ólík menningarverkefni á
landsbyggðinni hafa verið valin á
Eyrarrósarlistann 2017 og eiga þar
með möguleika á að hljóta Eyrarrós-
ina í ár og er Alþýðuhúsið á Siglufirði
undir stjórn Aðalheiðar S. Eysteins-
dóttur eitt af þeim. En Aðalheiður er
einmitt dóttir Arnfinnu Björns-
dóttur, bæjarlistamanns Fjalla-
byggðar 2017. Alls bárust 37 um-
sóknir um Eyrarrósina, hvaðanæva
að af landinu. Eyrarrósin er við-
urkenning sem veitt er framúrskar-
andi menningarverkefni utan höf-
uðborgarsvæðisins. Hún beinir
sjónum að og hvetur til menningar-
legrar fjölbreytni, nýsköpunar og
uppbyggingar á sviði menningar og
lista. Að verðlaununum standa
Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og
Listahátíð í Reykjavík.
Rammi hf. er með nýtt frystiskip
í smíðum í Tersan skipasmíðastöð-
inni í Tyrklandi, eins og mörgum les-
endum er kunnugt. Það ber heitið
Sólberg ÓF 1. Um síðustu helgi var
prufusigling og tókst hún vel. Skipið
er 80 metra langt og 15,4 metra
breitt og m.a. búið mjölverksmiðju og
lýsisbræðslu, sem merkir að allur afli
er unninn um borð frá a-ö, ekkert fer
útbyrðis. Ef allt gengur að óskum í
framhaldinu kemur glæsifleyið hing-
að til lands um mánaðamótin mars/
apríl.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Göng Umferð um Héðinsfjarðargöng hefur aukist að jafnaði um 6% á ári.
Mikil umferð um göngin
ÚR BÆJARLÍFINU
Sigurður Ægisson
Siglufirði
Umferð um Héðinsfjarðargöng
jókst um rúm 11% milli áranna 2015
og 2016 og mældist 723 ökutæki á
sólarhring, samkvæmt upplýsingum
frá Friðleifi Inga Brynjarssyni hjá
Vegagerðinni á Akureyri. Er þá mið-
að við meðalumferð á dag yfir árið
(ÁDU, ársdagsumferð). Vetr-
arumferðin (VDU) jókst um tæp 14%
en sumarumferðin (SDU) um tæp
9%. Þetta er fyrsta árið sem meira en
700 bílar fara um göngin á dag en áð-
ur en ráðist var í gerð Héðinsfjarð-
arganga var áætlað að umferðin yrði
350 bílar á dag að meðaltali allt árið,
og þótti sumum það of bjartsýn spá.
Umferð hefur nú aukist að jafnaði
um 6% á ári frá opnun ganganna.
Mest er ekið um þau í júlí og að jafn-
aði á föstudögum.
Og enn er slegið met í heimsókn-
um á Síldarminjasafnið, eins og lesa
má um á heimasíðu þess. Á nýliðnu
ári sóttu 25.000 manns safnið heim.
Um er að ræða tæplega 15% aukn-
ingu frá fyrra ári auk þess sem er-
lendum gestum fjölgaði töluvert, en
þeir eru um 60% af heildargesta-
fjölda. Samkvæmt gestaskráningu
hafa alls um 250.000 manns heimsótt
safnið frá 1994.
Minningu Gústa guðsmanns er
haldið á lofti í einni byggingu um-
rædds safns, Bátahúsinu; þar í beitn-
ingaskúr er sýnd heimildarmynd um
hann og þar stendur söfnunarkútur
þar sem gestum er frjálst að leggja
eitthvað af mörkum til ABC barna-
hjálpar og viðhalda þannig hjálp-
arstarfi guðsmannsins, sem fæddur
var árið 1897 í Hvammi í Dýrafirði en
lést árið 1985 á Siglufirði. Árssöfn-
unin 2016 nam 25.599 krónum. Frá
árinu 2013 hafa safnast rúmlega
125.000 kr. sem hafa runnið óskiptar
til ABC í nafni Gústa.
Laugardaginn 14. janúar síðast-
liðinn kom nýr bátur, Oddur á Nesi
SI 76, til heimahafnar í Siglufirði.
Hann var smíðaður á Akureyri, hjá
skipasmíðastöðinni Seig, og er tæpir
Skákfélagið Hrókurinn stendur
fyrir þriðju Polar Pelagic-hátíðinni
á Austur-Grænlandi dagana 15.-22.
febrúar nk. Leiðin liggur til Kulu-
suk, Tasiilaq og Tineteqilaq, þar
sem Hróksmenn munu slá upp
skákveislum í skólum, en jafnframt
heimsækja heimili og athvörf með
gjafir frá Íslandi. Kjörorð leiðang-
ursmanna er: „Með vináttuna að
leiðarljósi.“
Í tilefni af þessum fyrsta leið-
angri ársins til Grænlands býður
Hrókurinn vinum og velunnurum í
vöffluveislu í Pakkhúsi Hróksins,
Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn í
dag, laugardag, milli kl. 14 og 16.
Starf Hróksins á Grænlandi verð-
ur kynnt og Jón Grétar Magnússon
sýnir myndir frá Grænlandi.
Aðalbakhjarl hátíðarinnar er
grænlenska útgerðarfélagið Polar
Pelagic A/S sem er að þriðjungs-
hluta í eigu Síldarvinnslunnar hf. í
Neskaupstað. Af öðrum bak-
hjörlum má nefna Flugfélag Ís-
lands, Íslenska fjallaleiðsögumenn,
auk fyrirtækja og einstaklinga.
Hápunktur hátíðarinnar verður
Minningarmót Gerdu Vilholm í
Tasiilaq en Gerda var ötulasti liðs-
maður skákarinnar í bænum. Börn-
in í Tasiilaq komu á hverjum degi í
litlu bókabúðina hennar til að tefla.
Hrafn Jökulsson, formaður
Hróksins, segir mikið gleðiefni að
nú sé efnt til Polar Pelagic-hátíðar í
þriðja sinn. „Við erum afar þakklát
fyrir stuðning og þátttöku Polar
Pelagic í hátíðinni. Við viljum auka
tengsl og vináttu nágrannaþjóð-
anna á sem flestum sviðum,“ segir
Hrafn. Hrókurinn hélt fyrsta al-
þjóðlega skákmótið í sögu Græn-
lands í Qaqortoq árið 2003 og síðan
hafa Hróksmenn farið um 60 sinn-
um að útbreiða þar skák og gleði.
Með vináttuna
að leiðarljósi
Hrókurinn býður í vöfflukaffi í dag
Grænland Gerda Vilholm, t.h., með
Kristjönu Motzfeldt í bókabúðinni.
Verð á hassi á götumarkaði hér á
landi hefur hækkað verulega á síð-
ustu vikum samkvæmt verðkönnun
SÁÁ. Grammið kostar núna 4.000
krónur, en kostaði 3.125 í desember.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á
Vogi, segir að lítið framboð sé af
hassi á fíkniefnamarkaðnum og hafi
lengi verið en inn í spili núna að það
hefur verið til umræðu í þjóðfélaginu
eftir að 20 kg fundust um borð í
grænlenska togaranum Polar Na-
noq fyrir stuttu. „Það er rétt að
túlka þessar upplýsingar af var-
færni, en vera vakandi yfir þessu,“
segir Þórarinn.
SÁÁ hafa í nær tvo áratugi gert
mánaðarlegar kannanir á verði ólög-
legra vímuefni „á götunni“. Allir inn-
ritaðir sjúklingar á Sjúkrahúsinu
Vogi, sem hafa heilsu til, taka þátt í
könnun þar sem spurt er hve margir
þeirra hafi keypt slík efni síðast-
liðnar tvær vikur og hvað þeir
greiddu fyrir efnin. Meðaltalsverð er
síðan reiknað.
Ný efni á markaðnum
Í nýrri verðskrá sem SÁÁ hafa
birt eru tveir nýir liðir. Annars veg-
ar svokallað „spice“, sem sjúklingar
höfðu keypt á svörtum markaði í
janúar, og hins vegar oxycontin í 40
mg og 80 mg töflum. „Spice“ er
myndað við efna-
smíði til að líkjast
áhrifum kanna-
bis, en er sagt
mun hættulegra
og hefur dregið
fjölda manns til
dauða erlendis.
Það hefur fundist
í fórum fanga á
Litla-Hrauni og
verið auglýst í
lokuðum hópum íslenskra fíkniefna-
neytenda á Facebook. Söluverðið er
4.000 krónur hvert gramm. Oxycont-
in er verkjalyf með svipaða verkun
og ópíum. Samkvæmt verðskránni
eru 40 mg af efninu seld á 4.000
krónur. 80 mg tafla kostar 8.000 kr.
Þórarinn kveðst hafa nokkrar
áhyggjur af þessu efni sem ekki hef-
ur sést hér áður, en er nokkuð þekkt
í Bandaríkjunum. „Það á ekkert er-
indi á markaðinn hér og ég skil ekki
hvers vegna verið er að bjóða það,“
segir hann.
Lítilsháttar verðbreytingar hafa
orðið á nokkrum öðrum fíkniefnum.
Þannig hefur gras lækkað úr 3.075 í
2.923 grammið, amfetamín hækkað
úr 4.568 í 4.780, kókaín úr 16.000 í
16.222 og 40 mg skrammtur af Rital-
ín Uno lækkað úr 2.375 í 2.170.
gudmundur@mbl.is
Hass hækkar
verulega í verði
Fíkniefni sem ekki hafa sést hér á landi
áður eru nú nefnd af sjúklingum SÁÁ
Morgunblaðið/Kristinn
Hass Lítið framboð er af hassi á íslenskum fíkniefnamarkaði.
Þórarinn
Tyrfingsson