Morgunblaðið - 11.02.2017, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Tuttugu og átta prósent nemenda í
tölvunarfræði í Háskólanum í
Reykjavík, HR, eru konur, að sögn
Jóhönnu Vigdísar Guðmundsdótt-
ur, framkvæmdastjóra hjá skólan-
um.
Þetta er umtalsverð breyting frá
árinu 2011 þegar aðeins 11% nem-
enda voru kven-
kyns.
Jóhanna segir
að markmiðið sé
að hlutfall kynja
í faginu verði
jafnt.
„Við í HR höf-
um verið að
vinna markvisst
að því í nokkur
ár að auka hlut
kvenna í grein-
inni. Við hvetjum konur til að
sækja um og veitum þeim stuðning
svo þær finni sig í náminu,“ sagði
Jóhanna Vigdís í samtali við Morg-
unblaðið.
Ráðstefna með Stanford
Einn liður í því starfi er ráð-
stefna sem haldin verður á þriðju-
daginn kemur og nefnist Konur í
upplýsingatækni. Ráðstefnan er
haldin í samstarfi við einn fremsta
háskóla í heimi, Stanford í Banda-
ríkjunum. Eina skilyrðið sem Stan-
ford setur varðandi ráðstefnuna er
að allir fyrirlesarar séu konur.
„Allir ræðumenn þurfa að vera
konur, en körlum er velkomið að
hlýða á erindin. Þessar ráðstefnur
eru haldnar á 50 stöðum víða um
heim, og núna í fyrsta skipti hér á
landi.“
Jóhanna segir að ráðstefnan sé
haldin að undirlagi Margot Gerrit-
sen, deildarforseta hjá Stanford-
háskóla, en henni er að sögn Jó-
hönnu, mjög umhugað um að
breyta kynbundnu náms- og starfs-
vali.
Einn tilgangur ráðstefnunnar er
að vera valdeflandi fyrir konur.
„Bara það að hafa eingöngu konur
sem fyrirlesara er valdeflandi,
enda sjaldgæft að það gerist. Oftar
en ekki eru karlar í meirihluta
meðal ræðumanna á sambærilegum
ráðstefnum.“
Í HR eru starfandi grasrótar-
samtökin /sys/tur sem stofnuð voru
til að styðja við og styrkja konur í
námi í upplýsingatækni, en Jó-
hanna fékk /sys/tur til að velja fyr-
irlesarana á ráðstefnunni og hjálpa
til við undirbúning.
Stærsta tölvunarfræðideildin
„Við erum langstærsti tæknihá-
skóli landsins og útskrifum 2/3
hluta allra þeirra sem ljúka há-
skólanámi í tæknigreinum á Ís-
landi. Tölvunarfræðideildin er einn-
ig sú stærsta á landinu.
Jóhanna segir að störf í
upplýsingatæknigeiranum séu vel
borguð og spennandi, og því ættu
þau að vera áhugaverð fyrir marga.
Auk þess sé námið mjög skapandi
og bjóði upp á mikið sjálfstæði. „Þú
ert kominn með tæki í hendurnar
sem þú getur nýtt til að búa til þín
eigin atvinnutækifæri ef þú vilt.“
Spurð að því hvort konur nálgist
fagið öðruvísi en karlar segist Jó-
hanna ekki endilega telja að svo sé.
Rannsóknir sýni hinsvegar að
blandaðir hópar skili alltaf betri
vinnu en einsleitir.
Margir fara á mis við forritun
Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, einn af
stofnendum /sys/tra, meistaranemi
í hugbúnaðarverkfræði við HR og
starfsmaður hugbúnaðarfyrirtækis-
ins Gangverks flytur erindið „Halló
heimur“ á ráðstefnunni. „Ég ætla
að segja frá því hvernig ég upp-
götvaði þennan heim. Ég held að
margar stelpur og strákar í dag
séu að fara á mis við forritun því
þau vita einfaldlega ekki hvað þetta
er. Því vil ég fjalla um hvernig ég
kynntist þessu og segja frá öllum
möguleikunum sem námið býður
upp á,“ segir Ingibjörg í samtali
við Morgunblaðið.
Konur 28% tölvun-
arfræðinema í HR
Morgunblaðið/Ómar
Efling Einn tilgangur ráðstefnunnar er að vera valdeflandi fyrir konur
Stefna að jöfnu hlutfalli /sys/tur styðja og styrkja nema
11. febrúar 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 113.09 113.63 113.36
Sterlingspund 141.38 142.06 141.72
Kanadadalur 85.94 86.44 86.19
Dönsk króna 16.182 16.276 16.229
Norsk króna 13.493 13.573 13.533
Sænsk króna 12.681 12.755 12.718
Svissn. franki 112.78 113.42 113.1
Japanskt jen 0.9951 1.0009 0.998
SDR 153.05 153.97 153.51
Evra 120.31 120.99 120.65
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.7029
Hrávöruverð
Gull 1225.75 ($/únsa)
Ál 1838.5 ($/tonn) LME
Hráolía 55.3 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Í könnun sem Seðlabanki Íslands
hefur gert meðal markaðsaðila á
skuldabréfamarkaði kemur í ljós að
verðbólguvæntingar til langs tíma hafa
lækkað frá því í nóvember. Þannig sýnir
miðgildi svara í könnuninni að svar-
endur telja að verðbólga verði 2,8% eft-
ir tvö ár og 2,7% að meðaltali næstu
fimm og tíu ár. Er það um 0,2 prósent-
um minni verðbólga en þeir væntu í
fyrrnefndri könnun í nóvember.
Hins vegar vænta sömu aðilar að
verðbólga til skemmri tíma litið verði
nokkuð hærri en þeir væntu undir lok
síðasta árs. Þannig telja þeir að verð-
bólga verði 1,9% á fyrri helmingi þessa
árs en að hún aukist síðan lítillega og
verði 2,3% á fyrsta fjórðungi næsta árs.
Sé litið til miðgildis svara í könnun-
inni vænta markaðsaðilar þess að vext-
ir Seðlabankans verði lækkaðir um
0,25 prósentur á fyrri hluta þessa árs
en að þeir hækki aftur um 0,25 pró-
sentur í byrjun næsta árs og haldist
óbreyttir út spátímann.
Könnun Seðlabankinn kannar reglulega
hug markaðsaðila til verðbólgunnar.
Verðbólguvæntingar
lækka til lengri tíma
● Nær öll félögin á aðallista Kauphall-
arinnar hækkuðu í viðskiptum gær-
dagsins. Mest hækkuðu bréf HB
Granda um ríflega 6% í 150 milljóna
viðskiptum. Þá hækkuðu bréf Össurar
um rétt tæp 4% í takmörkuðum við-
skiptum upp á 11 milljónir. Icelandair
hækkaði um tæp 3,9% í ríflega 1,1 millj-
arðs viðskiptum og þá héldu bréf Marel
einnig áfram að hækka í ríflega 1,7 millj-
arða viðskiptum og nam hækkun þeirra
rúmlega 3%. Mikil viðskipti voru einnig
með bréf Haga og námu þau rúmum
milljarði og hækkuðu bréfin um tæp
0,6% í þeim.
Bjart yfir Kauphöll
Íslands í lok vikunnar
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Eigumnokkur ný hjólhýsi til afhendingar í vor.
Flott fjölskylduhús. Kojur og tvíbreytt rúm, ALDE hitakerfi,
12volta kerfi, TFT stjórnskjár og sjónvarpsarmur
Hobby 560 UKF Excellent Verð frá aðeins: 4.545.000.-
Hobby 560 UKF Prestige Verð frá aðeins: 4.625.000.-
Hobby 620 CKF Prestige Verð frá aðeins: 4.795.000.-
Útvegum einnig aðrar gerðir af Hobby hjólhýsum. Leitið tilboða!
Sendu fyrirspurn á bilo@bilo.is
Ný Hobby hjólhýsi á frábæru verði - tryggið ykkur lægsta verð
Renndu við
hjá okkur í
Tangarhöfða 13
Túrbínur
í flestar gerðir bíla
Ódýrari kostur
í varahlutum!
Sími 577 1313
kistufell.com
TANGARHÖFÐA 13
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Jóhanna Vigdís
Guðmundsdóttir.
Ingibjörg Ósk Jónsdóttir meist-
aranemi í hugbúnaðarverkfræði
við HR er hluti af 14 manna
teymi hjá Gangverki sem vinnur
að þróun smáforrits og bak-
endakerfis fyrir bandaríska
uppboðsfyrirtækið Sotheby’s.
Auk þess þróar Gangverk og
selur sína eigin lausn, Sling, og
sinnir verkefnum fyrir banda-
ríska sjónvarpsrisann CBS og
íslenska viðskiptavini eins og
Símann, 365, Marel, RÚV; Össur
og Icelandair.
Þróar app fyrir
Sotheby’s
HUGBÚNAÐARÞRÓUN