Morgunblaðið - 11.02.2017, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Áfrýjunardómstóll í San Francisco
hefur hafnað kröfu ríkisstjórnar
Donalds Trumps um að ógilda
bráðabirgðalögbann sem alríkis-
dómari í Seattle setti til að stöðva
gildistöku umdeildrar tilskipunar
um tímabundið bann við komu fólks
frá sjö löndum múslíma til Banda-
ríkjanna. Þetta er álitið mikið áfall
fyrir stjórn Trumps en málinu er
ekki lokið og forsetinn hyggst áfrýja
úrskurðinum.
Ferðabannið átti að ná til fólks frá
Írak, Íran, Sýrlandi, Súdan, Líbíu,
Jemen og Sómalíu og gilda í að
minnsta kosti þrjá mánuði, sam-
kvæmt tilskipun sem forsetinn gaf út
viku eftir að hann tók við forseta-
embættinu 20. janúar. Forsetinn
stöðvaði einnig móttöku flóttamanna
í fjóra mánuði og bannaði algerlega
komu flóttafólks frá Sýrlandi þar til
annað verður ákveðið. Alríkisdómar-
inn setti bráðabirgðalögbann á til-
skipunina 4. febrúar að kröfu yfir-
valda í Washington-ríki og
Minnesota en stjórn Trumps áfrýj-
aði lögbannsúrskurðinum.
Áfrýjunarrétturinn í San Franc-
isco tók ekki afstöðu til þess hvort
forsetatilskipunin væri brot á
ákvæðum stjórnarskrárinnar um
trúfrelsi og hvort hún mismunaði
fólki eftir uppruna og trúarbrögðum.
Dómstóllinn telur þó að tilskipunin
brjóti líklega gegn reglu í stjórnar-
skrá Bandaríkjanna þess efnis að
enginn verði sviptur frelsi án dóms
og laga.
Einróma niðurstaða
Embættismenn dómsmálaráðu-
neytisins héldu því fram að forseta-
tilskipunin væri nauðsynleg til að
tryggja öryggi Bandaríkjanna vegna
hættu á að hryðjuverkamenn kæm-
ust þangað til að gera árásir. Þeir
sögðu einnig að forsetinn hefði vald
til að gefa út slíkar tilskipanir í þágu
þjóðaröryggis og dómstólarnir hefðu
ekki rétt til að ógilda þær.
Áfrýjunarrétturinn hafnaði þessu
og sagði að það væri engum vafa
undirorpið að alríkisdómstólar hefðu
rétt til að dæma í slíkum málum þeg-
ar forsetinn væri sakaður um brot á
stjórnarskránni. Sú fullyrðing að
dómstólarnir hefðu ekki vald til að
ógilda slíkar forsetatilskipanir sam-
ræmdist ekki „grundvallarfyrir-
komulagi lýðræðis okkar“.
Dómstóllinn sagði að fulltrúar
dómsmálaráðuneytisins hefðu ekki
fært sönnur á að tilskipunin væri
nauðsynleg til að tryggja öryggi
Bandaríkjanna. Þeir hefðu t.a.m.
ekki bent á neinar vísbendingar um
að menn frá löndunum sjö, sem til-
skipunin náði til, hefðu framið
hryðjuverk í Bandaríkjunum.
Donald Trump var fljótur að
bregðast við úrskurði dómstólsins
með tísti á Twitter. „SÉ YKKUR Í
DÓMSALNUM. ÖRYGGI LANDS
OKKAR ER Í VEÐI!“ tísti hann
nokkrum mínútum eftir að úr-
skurðurinn var birtur. „Þetta er póli-
tísk ákvörðun,“ sagði hann seinna
við fréttamenn.
Forsetinn hafði áður gagnrýnt al-
ríkisdómarann í Seattle og
áfrýjunarréttinn í San Francisco.
„Dómstólarnir virðast vera svo póli-
Úrskurður-
inn áfall
fyrir Trump
Málareksturinn vegna ferðabannsins
umdeilda talinn geta staðið í meira en ár
Abe heimsækir Trump
» Donald Trump tók á móti
Shinzo Abe, forsætisráðherra
Japans, í Hvíta húsinu í gær.
» Abe vonar að viðræður hans
við forsetann eyði óvissu um
viðskipti og varnarsamstarf
ríkjanna eftir að Trump lét í
ljós efasemdir um varnar-
skuldbindingar Bandaríkjanna
og undirritaði forsetatilskipun
um að landið drægi sig út úr
fríverslunarsamningi við ellefu
Kyrrahafsríki, TPP.
» Abe sagði fyrir fundinn að
samstarf Bandaríkjanna og
Japans hefði verið til hagsbóta
fyrir bæði löndin. Fjárfestingar
japanskra fyrirtækja í Banda-
ríkjunum hefðu numið alls 411
milljörðum dala og skapað
840.000 störf.
» Stjórn Trumps hefur sent
blendin skilaboð um tengsl
Bandaríkjanna og Japans, að
mati fréttaskýrenda. Abe legg-
ur mikla áherslu á að tryggja
sterk tengsl við Bandaríkin,
m.a. vegna hættunnar sem
stafar af kjarnavopnum og eld-
flaugum Norður-Kóreu.
Gestir virða fyrir sér snjóstyttur á
árlegri snjóhátíð í borginni Sapp-
oro í Japan. Hátíðin hófst á mánu-
daginn var og henni lýkur á morg-
un. Snjóhátíðin í Sapporo var fyrst
haldin árið 1950 þegar mennta-
skólanemar komu saman í almenn-
ingsgarði í borginni til að búa til
nokkrar snjóstyttur. Síðan hefur
hátíðin undið upp á sig og um tvær
milljónir manna koma í borgina til
að skoða hundruð snjólistaverka.
AFP
Vinsæl snjóhátíð haldin í Japan
lÍs en ku
ALPARNIR
s
alparnir.is
VETRARFRÍDAGAR
ÁRMÚLA 40 | SÍMI 534 2727
20% - 40%
afsláttur
Vistvænna prentumhverfi
og hagkvæmni í rekstri
Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri
og fyrsta flokks þjónusta.
www.kjaran.is | sími 510 5520