Morgunblaðið - 11.02.2017, Side 26

Morgunblaðið - 11.02.2017, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn kemur íljós hvaðmikið vantaði upp á að aðbúnaður barna væri boðlegur á vistheimilum hér á landi. Í vikunni kom út skýrsla vistheimilanefndar um Kópa- vogshæli. Þar kemur í ljós að börn, sem vistuð voru á full- orðinsdeildum þess á árunum 1952 til 1993 sættu líkamlegu og andlegu ofbeldi bæði af hálfu starfsmanna og annarra vistmanna. Lýsingar í skýrslunni eru skelfilegar. Einn vistmaður minnist þess að hann hafi ver- ið látinn borða eigin ælu upp af gólfinu. „[Þ]að mátti ganga um svona hálfvita bara eins og þú vildir, það mátti sparka í þá ef þess þurfti … það mátti berja þá ef þess þurfti … við vorum ekki neitt, við vorum bara rusl,“ segir einn vistmaður í skýrslunni. Í Morgunblaðinu í gær er rætt við Harald Ólafsson, sem var vistaður á Kópavogshæli 1959 þegar hann var þriggja ára. Haraldur er fatlaður og því var dregin sú ályktun að hann væri einnig greindar- skertur. Það var ekki fyrr en hann var fimmtán ára að hann fékk loks formlega kennslu. Um 100 einstaklingar af þeim 178 manns, sem voru vistaðir á Kópavogshæli undir 18 ára aldri á umræddu tíma- bili, eru á lífi og eiga þeir rétt á sanngirnisbótum. Nú þegar hefur ríkissjóður greitt 914 einstaklingum sann- girnisbætur vegna illrar með- ferðar á stofnunum hér á landi. Hæstar eru bæturnar til þeirra, sem dvöldu á Breiða- vík, í Heyrnleysingjaskólanum og á Landakoti, en einnig má nefna Kumbaravog, Reykja- hlíð, Bjarg, Silungapoll, Jaðar og Upptökuheimili ríkisins. Niðurstaða skýrslunnar um Kópavogshælið er sú að heil- brigðisráðuneytið hafi van- rækt eftirlitsskyldur sínar. Ekki hafi verið skýrt kveðið á um hlutverk og starfsemi hæl- isins og aðbúnað barnanna á hverjum tíma. Ráðuneytið hafi ekki einu sinni „uppfyllt það eftirlitshlutverk að tryggja að starfsemi Kópavogshælis upp- fyllti skilyrði laga og reglu- gerða sem um hælið giltu á hverjum tíma“. Í viðtali við Morgunblaðið á fimmtudag lýsir Hrefna Har- aldsdóttir þroskaþjálfi reynslu sinni. Hún byrjaði að vinna á Kópavogshæli þegar hún var unglingur. Hún fór í svokallað gæslusystranám og starfaði í Danmörku þar sem hún kynntist öðrum aðferðum. Hún reyndi að koma þeim á fram- færi í Kópavogs- hæli þegar hún sneri þangað aft- ur. Á það var ekki hlustað. Ekki nóg með það, hún var tekin á teppið, eins og hún segir sjálf. Sumt af því, sem gerðist á þessum stöðum má ef til vill skrifa á tíðaranda og það er ekki alltaf sanngjarnt að skoða fortíðina með gleraugum okk- ar tíma. Mergurinn málsins er hins vegar sá að starfsemin í Kópavogshæli var ekki í sam- ræmi við tíðarandann. „Á þessum tíma voru miklu háleitari markmið, skuldbind- ingar og lög, en starfið var alls ekki í takt við það eða þá þekk- ingu sem var fyrir hendi og þróaðist á þessum tíma,“ segir Rannveig Traustadóttir, pró- fessor í fötlunarfræðum og nefndarmaður í vistheim- ilanefnd, í samtali við Morg- unblaðið á fimmtudag. „Það var mikið gap þarna á milli og það er enn í dag gap á milli þeirra háleitu markmiða sem við setjum okkur í lögum, stefnumótun og alþjóðlegum mannréttindaskuldbinding- um. Það er mikið gap á milli þess og daglegs lífs margs fatlaðs fólks í dag og þeirrar þjónustu sem er veitt, við bú- um við sams konar gap og áður þótt aðstæður séu allt aðrar.“ Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra gaf í gær út yf- irlýsingu til allra þeirra, sem vistuð voru sem börn á Kópa- vogshælinu, og fjölskyldna þeirra og baðst afsökunar fyr- ir hönd ríkisstjórnarinnar „á þeirri ómannúðlegu meðferð og margháttuðu vanrækslu sem börn bjuggu við á Kópa- vogshælinu“. Þessari yfirlýs- ingu ber að fagna og ekki síður að nú verði farið yfir tillögur í skýrslunni og metið „til hvaða ráðstafana verður gripið í því skyni að standa vörð um mannréttindi fatlaðs fólks í ís- lensku samfélagi“. Ill meðferð á börnum á vist- heimilum á Íslandi var ekki bundin við einangruð tilvik. Hin fjölmörgu dæmi sýna hvað getur gerst þegar eftirliti er ábótavant. Það er auðvelt að fordæma fortíðina, en við megum einnig spyrja okkur hvernig komandi kynslóðir muni meta okkar frammi- stöðu. Í þeim efnum er hollt að hafa í huga orð Rannveigar Traustadóttur hér fyrir ofan um gapið milli háleitra mark- miða og raunveruleikans. Skýrslan um vistun barna á Kópavogs- hæli er hvatning til að gæta mannrétt- inda fatlaðs fólks í íslensku samfélagi} „Við vorum bara rusl“ Í kjölsoginu af tæknibyltingu internets- ins hafa áfengisauglýsingar í auknum mæli ratað fyrir augu Íslendinga. Hér áður fyrr einskorðuðust þær við þá fáu leiki í ensku knattspyrnunni sem hægt var að nálgast í gegnum íslenskar sjón- varpsrásir og tískublöð utan úr heimi þar sem líkjörar, kampavín og karaktervodkar fylla mörg stærstu auglýsingaplássin. Núna flæða þessar auglýsingar um allt. Þær er enn að finna í glanstímaritum og nú er öll- um leikjum úrvalsdeildarinnar ensku sjón- varpað hingað með einum eða öðrum hætti og það á við um deildarleiki í nokkrum öðrum sterkustu deildum heimsins. Það sem ekki er miðlað í gegnum íslenskar efnisveitur geta áhangendur erlendu liðanna sótt í gegnum netið með einum eða öðrum hætti. Þá eru víða á netsíðum, sem vistaðar eru erlendis, áfengisauglýsingar sem ber fyrir augu þeirra sem vafra um netið að einhverju marki. Þrátt fyrir þetta stóraukna aðgengi að áfengisauglýs- ingum hefur vínmenningu hérlendis farið stórlega fram á síðustu árum – og það þrátt fyrir að fólk sem virti meint „lýðheilsusjónarmið“ að vettugi þegar það greiddi laga- frumvarpi sem afnam bann við sölu bjórs á Íslandi leið í gegnum þingið árið 1988. Þetta heyrir maður glögglega á lýsingum af skólaböllum framhaldsskólanna og þá sýna rannsóknir sem gerðar hafa verið meðal grunnskólanem- enda frá árinu 1997 að gríðarlega hefur fækkað í þeim hópi sem neytir áfengis. Allt þetta hefur gerst á sama tíma og áreiti af áfengisauglýsingum hef- ur aukist mikið og útsölustöðum áfengis hefur fjölgað stórlega. Þá hefur ÁTVR einnig lagt sig fram um að staðsetja verslanir sínar á áberandi stöðum þar sem mikill fjöldi fólks, þar á meðal ungmenni, leggja leið sína að jafnaði. Á þetta meðal annars við um mikilvæg verslunarrými í Kringlunni, Smáralind, Austurstræti, Skeif- unni, Spönginni, Mjóddinni og þannig mætti lengi áfram telja. Allt horfir til betri vegar með neysluvenjurnar þrátt fyrir auglýsingaáreitið og hið stóraukna aðgengi. Af þeim staðreyndum sem hér að ofan hafa verið raktar sést berlega að þeir sem telja rétt að afnema ríkiseinkasölu á áfengi og um leið heimila áfengisauglýsingar eru ekki að berjast gegn „lýðheilsumarkmiðum“ eða taka áhættu á því að stórskaða ungmenni þessa lands. Tölurnar tala sínu máli þegar kemur að reynslunni hér á landi. Forvarnir og breytt viðhorf til þeirrar neysluvöru sem áfengi er, valda því að það er ekkert að óttast þó einkaaðilum sé treyst fyr- ir því að selja áfengi án milliliðarins ÁTVR. Þeir sem halda öðru fram vísa gjarnan í reynslu annarra landa. Nærtæk- asta reynslan sem við getum leitað í og lært af er hins veg- ar úr okkar eigin samfélagi. Það er ekki trúverðugt að halda því fram að aukið aðgengi af hendi einkaaðila sé landsmönnum skeinuhættara en það aukna aðgengi sem ÁTVR hefur stuðlað að með auknum umsvifum sínum. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Áfengisauglýsingar og forvarnir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hjálparstofnanir Samein-uðu þjóðanna telja aðhungursneyð vofi yfirmilljónum manna vegna átakanna í Jemen og hafa óskað eftir fjárframlögum sem svara til 240 milljarða króna til hjálparstarfsins í landinu í ár. Jamie McGoldrick, sem samhæfir hjálparstarfið, segir að nær 3,3 millj- ónir manna þjáist nú þegar af alvar- legri vannæringu, þeirra á meðal 2,1 milljón börn. Vitað er um 460.000 börn undir fimm ára aldri sem eru lífshættulega vannærð. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna telja að um 18,8 milljónir manna þurfi neyðaraðstoð eða al- þjóðlega vernd vegna átakanna og skorts á lífsnauðsynjum, um 20% fleiri en fyrir tveimur árum. Talið er að 10,3 milljónir manna séu í bráðri þörf fyrir einhvers konar hjálp, þurfi t.a.m. matvæli, læknisþjónustu, hreint drykkjarvatn eða vernd gegn árásum. McGoldrick segir að ástand- ið fari stöðugt versnandi vegna átaka sem staðið hafa í landinu í rúm tvö ár. Vitað er um nær 7.500 manns sem hafa látið lífið og 40.000 særst í átök- unum en embættismenn SÞ telja lík- legt að fleiri hafi látið lífið vegna þess að um 55% sjúkrahúsa og heilsu- gæslustöðva landsins séu óstarfhæf og veiti ekki upplýsingar um mann- tjónið. Talið er að margir hafi dáið og verið grafnir án þess að dauðsföllin hafi verið skráð. Fylkingar múslíma berjast Saga Jemen hefur verið róstusöm síðustu áratugi. Landið var lengi tví- skipt vegna kalda stríðsins og sam- einaðist ekki aftur fyrr en um það leyti sem Berlínarmúrinn féll. Deil- urnar hafa, líkt og í fleiri arabalönd- um, einkum verið á milli trúarhópa sjía- og súnnímúslíma. Barátta þeirra endurspeglar að nokkru leyti valdataflið sem nú stendur yfir á milli Írana og Sádí-Araba um ítök í arabaheiminum. Súnnímúslímar eru í meirihluta í Jemen og flestir þeirra búa í suður- og suðausturhluta landsins. Um 35- 40% íbúanna eru svonefndir Zaídar, sem tilheyra sjíafylkingunni innan íslams, og flestir þeirra búa í norður- og norðvesturhluta landsins. Vopnuð samtök Zaída hafa verið kölluð Hút- ar og eru kennd við stofnanda sinn, klerkinn Hussein al-Houthi. Hútar hófu uppreisn árið 2004 gegn rík- isstjórn landsins sem var aðallega skipuð súnnímúslímum. Uppreisnar- mennirnir beittu skæruhernaði með hléum þar til borgarastríð blossaði upp fyrir rúmum tveimur árum. Hútar hafa notið stuðnings klerka- stjórnarinnar í Íran. Þeir leystu þing Jemen upp og stofnuðu byltingarráð í byrjun ársins 2015. Forseti lands- ins, Mansur Hadi, flúði frá höf- uðborginni Sanaa til hafnar- borgarinnar Aden og óskaði eftir aðstoð stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Þau hófu hernað gegn uppreisn- armönnunum með stuðningi fleiri arabalanda þar sem súnnímúslímar eru í meirihluta. Loftárásir Sádi-Araba og sam- starfsmanna þeirra hafa valdið miklu manntjóni og eyðileggingu í Jemen. Heilu hverfin hafa verið lögð í rúst og brýr, þjóðvegir og hafnarmannvirki hafa verið eyðilögð í lofthernaðinum. Bóndabýli og fiskibátar hafa einnig orðið fyrir loftárásum og mikill skortur er á matvælum og hreinu drykkjarvatni vegna átakanna. Þeir sem ekki deyja í loftárásunum eiga nú á hættu að verða hungurmorða. Óttast að milljónir Jemena svelti í hel 100 km Aden JEMEN SÁDI-ARABÍA Aden-flói Rauða- haf Ó M A N DJÍBÚTÍ Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir fjárframlögum vegna neyðarástands í landinu Fólk sem þarf hjálp Íbúafjöldinn Fjöldi þeirra sem þurfa hjálp, eftir héruðum Svæði uppreisnarmanna Svæði sem uppreisnarmenn hafa misst yfirráð yfir 27,4 m Í bráðri hættu Alvarlega van- nærð börn 10,3 m 18,8 m Hungursneyð vofir yfir í Jemen 2,1 m Heimild: Mannúðarskrifstofa SÞ 2,2 m 200.000 SANAA AFP Neyð Vannært ungbarn mælt og vegið á sjúkrahúsi í Sanaa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.