Morgunblaðið - 11.02.2017, Page 28

Morgunblaðið - 11.02.2017, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 Ég er í skýjunum yfir því hversu mikið starf hefur verið unnið tilað bæta lífslíkur tungumálsins okkar. Það er ástæða til að hefjaíslenska fræðimenn til skýjanna og hrósa þeim fyrir framlagþeirra í dag þegar ský hrannast upp og við óttumst að geta ekki talað við ísskápinn á íslensku. Síðustu áratugi hafa komið út ómetanlegar orðabækur og fræðibækur um íslenskt mál og eru margar þeirra aðgengi- legar á netinu. Kannski eru það skýjaglópar sem telja að þessi verkfæri muni hjálpa okkur að varðveita málið en ég held að við verðum öll að vona að ský greiði frá sólu í því efni. Það er hægt að leika sér með íslenskan orðaforða og við þessi pistlaskrif glugga ég gjarnan í orðabækur. Ég valdi orðið ský og fletti upp í nokkrum bókum. Fyrst var það Stóra orðabókin um málnotkun þar sem ég fann ým- is orðasambönd og yfir hundrað samsett orð þar sem ský er fyrri eða seinni hluti, svo sem skýjaslæða, skýjabakki og skýjalopi, og svo eru önnur sem veð- urglöggt fólk þekkir vel, kólguský, þokuský og skúra- ský. Í bókinni Mergur máls- ins gat ég fundið merkingu orðasambandanna og orða- tiltækjanna sem talin voru upp í Stóru orðabókinni. Það er tímafrekt að fletta upp í stórum bókum svo ég keypti aðgang að Snara.is. Á þeim vef eru áðurnefndar bækur, Íslensk orðabók og orðabækur annarra tungumála sem gera mér kleift að sjá á örfáum sekúndum orðið ský á sjö tungumálum. Önnur vefgátt, málið.is, var opnuð á síðasta ári þegar Árnastofnun breytti vef sínum og auðveldaði að fletta upp í nokkrum bókum í einu, án endurgjalds. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls kemur fyrst upp og hef ég séð fólk af erlendum uppruna svífa í skýjunum eftir að hafa kynnst þessu töfratæki þar sem hægt er að sjá beygingu orða, þar með allra mannanafna. Beyging nafna kemur öðrum þjóðum spánskt fyrir sjónir og getur torveldað samskipti þegar spurt er eftir Agli á vinnustað og engum dettur í hug að átt sé við Egil í bókhaldinu. Hvert orð er beygt, með og án greinis, og þar sést að það á ekki að skrifa joð í skýið heldur standa ý og i hlið við hlið en svo á að skrifa joð í skýjum. Íslensk nútímamálsorðabók er góð fyrir þá sem læra málið því orðið er lesið upp, skýrt með texta, stund- um er líka mynd og slóð gefin á beygingu orðsins. Íslensk orðsifjabók rek- ur ættir og skyldleika orða og þar er sagt að uppruni orðsins ský sé um- deildur, gæti verið af sömu rót og skuggi og skúm. Þar er mögulega komin skýringin á blessuðu ufsiloninu. Allir ættu að nýta sér frían aðgang að Málið.is og einstaklingar, vinnu- staðir, og skólar geta keypt aðgang að vefnum Snara.is. Að því sögðu vona ég að þetta skraf mitt við skýin hafi dregið ský frá sólu í huga þeirra sem elska íslenskt mál og trúa því að það sé skrifað í skýin að málið lifi og þróist með aukinni ferðaþjónustu, alþjóðavæðingu og tækninýjungum. Skrafað við skýin Tungutak Lilja Magnúsdóttir liljam@simnet.is Íslenzk kvikmyndagerð hefur slitið barnsskónum.Þegar æskuvinur minn, Magnús heitinn Jónsson,kvikmyndaleikstjóri, fór til náms í kvikmyndagerðtil Moskvu fyrir tæpum 60 árum skildi ég ekki hvað hann var að hugsa. Að vísu skildi ég að hann vildi fara til Moskvu vegna þess að hann var einlægur komm- únisti, en kvikmyndagerð var fjarlægur draumur á Ís- landi á þeim tíma. Það var farið að örla á slíkum skilningi í mínum huga löngu síðar, þegar Hrafn Gunnlaugsson tók upp á því að „leika“ á nokkrum mínútum verðandi kvikmynd sína á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Og þegar tveir ungir vinir mínir, ættaðir frá Palestínu í föðurætt, lögðu fyrir sig nám í kvikmyndagerð, Fahad og Ómar Jabali, var mér orðið ljóst að sennilega væri þetta orðin atvinnu- grein, sem hægt væri að lifa af á Íslandi. Sjónvarpsþáttaröðin Fangar tekur af öll tvímæli um það, að íslenzk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð stend- ur orðið jafnfætis því sem gert er í öðrum löndum og má telja líklegt að hún eigi mikla framtíð fyrir sér. Vinnubrögðin hafa greinilega verið til mikillar fyrir- myndar. Þeir sem að þáttunum stóðu hafa unnið sína heimavinnu m.a. með því að kynna sér lífið innan fang- elsis. Þættirnir sýna að við eigum frábæra leikara og þá ekki sízt leikkonur. Gervi Steinunnar Ólínu Þorsteins- dóttur, sem m.a. hefur verið fjallað um hér í blaðinu, var einstakt og raunar ótrúlegt. En það sem kannski er mest um vert: Það eru að verða til hér leiknar myndir og heimildarmyndir sem hafa þjóðfélagslegan boðskap að flytja. Skýrt dæmi um það er Veðrabrigði, heimildarmynd Ásdísar Thoroddsen um áhrif brotthvarfs kvótans á Flateyri, sem sýnd var á RÚV fyrir skömmu. Og Fangar eru annað slíkt dæmi. Fáar aðferðir eru áhrifameiri til að koma tilteknum boðskap á framfæri en lifandi mynd. Þegar Kári Stef- ánsson hafði frumkvæði að undirskriftasöfnun vegna heilbrigðismála á síðasta ári, birtust allmörg myndbönd á heimasíðu söfnunarinnar, með viðtölum við ein- staklinga. Í ljós kom að tugir þúsunda höfðu horft á þessi myndbönd. Enda kom í ljós, að þessi aðferð var notuð í vaxandi mæli, bæði í forsetakosningum og í þingkosn- ingum á síðasta ári. Á undanförnum árum hef ég spurt sjálfan mig og reyndar viðrað það sjónarmið stöku sinnum hér á þess- um vettvangi, hvort verið geti að innilokun sé úrelt að- ferð til að refsa fólki, nema í algerum undantekningar- tilvikum, þegar óhjákvæmilegt er að loka ofbeldisfullt fólk inni. Sitjum við föst í refsingaraðferðum fyrri alda? Þessi hugsun sótti á mig við að horfa á Fanga. Í fangelsum verða til misjafnlega geðfelld samfélög. Þau raðast upp eins og önnur samfélög, stór eða smá. Þar verða til klíkur og þar verða til ráðandi einstaklingar sem leggja aðra einstaklinga eða hópa innan fangelsanna í einelti. Þar verða til tengsl á milli einstaklinga, sem kunna að brjótast fram síðar í enn frekari afbrotum. Þar verður fólk fyrir óbætanlegu tjóni á sálu sinni. Þeir sem setið hafa í fangelsi sitja uppi með þann stimpil, það sem eftir er ævinnar. Og ekki bara þeir, held- ur afkomendur þeirra líka. Sú saga geymist í minningu kynslóðar eftir kynslóð. Viðbrögð barna við fangelsis- vistun móður koma skýrt fram í Föngum. Við setjum okkur lög og brot á þeim varða viðurlögum. En markmiðið hlýtur að vera að leiða hinum brotlega fyr- ir sjónir að hann eða hún eigi eins og aðrir að hlíta reglum samfélagsins. Það er ekki endilega víst að aðferðin til að ná því marki gagnvart einstaklingi sé sú að loka hann inni, kannski í nokkur ár, á kostnað skattgreiðenda í hús- næði og mat. Samfélagsþjónusta af margvíslegu tagi er líklegri til að breyta hugarfari, viðhorfi og sýn á tilveruna en innilokun í fangelsi. Það má vel vera að í sumum til- vikum geti eignaupptaka verið þung- bærari refsing en nokkur misseri á Kvíabryggju, þegar um fjármálaleg afbrot er að ræða. Í dag eru til einfaldar aðferðir til að fylgjast með fólki sem hefur brotið af sér og óþarfi að loka það inni með tilheyrandi kostnaði. Barn, sem heimsækir föður eða móður á Litla-Hraun eða Hólmsheiði, bíður þess aldrei bætur. Sú minning hverfur ekki úr tilfinningalífi þess og getur valdið var- anlegum skaða það sem eftir er ævi þess. Það er orðið tímabært að ræða þessi mál ítarlega og íhuga, hvort ekki sé kominn tími á breytingar á aðferðum til að refsa fólki fyrir lögbrot. Þar þurfa margir að koma við sögu. Lögvísindamenn með sín sjónarmið en líka afbrotafræðingar, sálfræð- ingar, lögreglumenn og almennir borgarar. Og reyndar væri fróðlegt að fá líka fram sjónarmið þeirra sem hafa reynslu af því að vera lokaðir inni vegna brota. Öryggisleysi hinnar ungu konu sem Unnur Ösp lék í Föngum var yfirþyrmandi. Væri það ekki í takt við tíðar- anda okkar tíma að áherzlan væri á að hjálpa þeirri ungu konu að ná fótfestu í lífinu í stað þess að hún komi alls staðar að lokuðum dyrum? Öryggisleysi þeirrar konu sem Nína Dögg lék birtist með öðrum hætti en hafði hörmulegar afleiðingar. Varla hefur tilgangurinn með innilokun þeirra verið sá, að þær færu út í verra ástandi en þær komu inn? Með Föngum hefur það fólk sem þar átti hlut að máli komið með merkilegt framlag í umræður um gjörbreyt- ingu á þeim aðferðum sem samfélög nútímans beita til refsinga. Hver er hinn þjóðfélagslegi boðskapur Fanga? Er fangelsun úrelt aðferð við refsingar? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þorvaldur Gylfason prófessor held-ur því fram erlendis, að Ísland hafi löngum verið gerspillt. Auðvitað var landið ekki laust við spillingu fremur en önnur lönd. Til dæmis fengu ýmsir háskólakennarar mjög hagstæð lán úr Sáttmálasjóði (sem Danir lögðu honum til) upp úr stríði til að reisa hús við Aragötu. Og ef þeir urðu ráðherrar í þokkabót, þá gátu þeir keypt áfengi á kostnaðarverði og haldið dýrlegar veislur í hinum ódýru og þó veglegu húsum sínum. En Ís- land var samt áreiðanlega ekki spillt- ara en flest önnur lönd í Evrópu, til dæmis Norðurlönd, þar sem ríkis- valdið virtist svo samgróið jafnaðar- mannaflokkunum, að þeir beittu jafn- vel leynilögreglunni til að njósna um andstæðinga. Þorvaldur skrifar um Ísland í Mil- ken Institute Review 2009: „Party cronies usurped the agency for major firms such as Coca-Cola and General Motors by convincing their foreigner partners that only they would be able to procure the permits needed to im- port foreign exchange.“ Ég skrifaði æviágrip Björns Ólafssonar, stofn- anda verksmiðjunnar, í Andvara 2010, og má nálgast það á Netinu. Björn ólst upp í sárri fátækt, en var harður af sér og gerðist efnaður heild- sali og fulltrúi verslunarstéttarinnar í gjaldeyris- og innflutningsnefnd til 1940, en þá sagði hann sig úr henni vegna óánægju með stefnu hennar. Í ágúst 1941 var Björn Ólafsson á förum til Bandaríkjanna í viðskipta- erindum. Leitaði þá ríkisstjórnin til hans um að setjast í nefnd til að semja um viðskiptin við Bandaríkin, sem voru að taka við vörnum landsins. Samþykkti Björn það gegn því að fá leyfi til að sinna líka einkaerindum sínum, enda rækjust þau ekki á nefndarstörfin. Í Bandaríkjunum fal- aðist Björn eftir umboði fyrir Coca Cola drykkinn. Ráðamenn gos- drykkjafyrirtækisins vildu frekar, að hann fyllti á flöskurnar á Íslandi en að hann flytti þær frá Bandaríkjunum, og reisti Björn þá áfyllingarstöð í Reykjavík. Björn Ólafsson var þá ekki í góðu sambandi við forystumenn Sjálfstæð- isflokksins, enda fulltrúi verslunar- stéttarinnar, sem var andvíg innflutn- ingshöftum. Sambandið versnaði enn, þegar hann settist í utanþingsstjórn- ina, sem Sveinn Björnsson forseti skipaði í óþökk sjálfstæðismanna. Hann var því eins langt frá því að vera „party crony“ og hægt var að hugsa sér, og þegar hann settist á lista Sjálfstæðisflokksins 1946 sem fulltrúi verslunarstéttarinnar, féll hann um sæti vegna skipulagðra út- strikana. Björn fékk áfyllingarleyfið í Bandaríkjunum 1941 af þeirri ein- földu ástæðu, að ytra leist mönnum vel á þennan dugnaðarfork. Hann sat þá hvorki í gjaldeyris- og innflutn- ingsnefnd né var vildarvinur forystu Sjálfstæðisflokksins. Rógur Þorvald- ar Gylfasonar um hann er tilhæfulaus. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Rógur um Björn ÓlafssonGefðu töfra frá Provence Kringlan 4-12 | s. 577-7040

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.