Morgunblaðið - 11.02.2017, Side 29

Morgunblaðið - 11.02.2017, Side 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Fyrirbyggir exem • Betri og sterkari fætur Síðastliðinn þriðju- dag voru 100 ár liðin frá fæðingu dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, for- manns Alþýðuflokks- ins. Þess var minnst í musteri tónlistar og talaðs máls, Hörpu, í Reykjavík, þar sem af- hjúpuð var brjóst- mynd af Gylfa, sem mun standa til minn- ingar um hann á veglegum stað í listhúsinu með glöggri yfirsýn yfir umhverfið eins og hans var vandi að hafa. Mér gafst kostur á að vera þar. Mikill árangur Gylfi Þ. Gíslason er öllum þeim minnisstæður, sem áttu nærveru hans að fagna. Margir þeirra voru viðstaddir heiðrun hans í Hörpu sl. þriðjudag. Enn fleiri samferðamenn eru horfnir á vit minninganna. Hvort heldur sem þeir voru sam- sinna honum í stjórnmálum eða ekki eru þeir allir sammála því, að hann áorkaði miklu í störfum sínum. Hann kom miklu til leiðar í tengslum við fræðasvið sitt til los- unar á höftum og með opnun á ís- lenskri þátttöku í fjölþjóðlegu sam- starfi til aukins efnahagslegs ávinnings fyrir þjóðina í formi auk- innar þátttöku í fjölþjóðlegum við- skiptum. Hann kom miklu til leiðar sem fræðimaður með forystu sinni um stefnubreytingu íslenskra jafn- aðarmanna í anda Bad Godesberg- stefnu þýskra sósíaldemókrata um fráhvarf frá stefnunni um þjóðnýt- ingu atvinnutækja yfir til stefn- unnar um markaðslausnir undir öfl- ugu eftirliti ríkisvaldsins til þess að tryggja almannahag. Hann kom miklu til leiðar sem húmanisti þegar hann leitaðist við að tryggja jafn- ræði barna fátækra sem ríkra til æðri menntunar með uppbyggingu æðri menntunar fyrir alla með stuðningi Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Og hann kom miklu til leiðar sem listunnandi með stuðningi sín- um við allar listgreinar, ekki hvað síst íslenska tónlist, en þar byggði hann upp öflugt kerfi íslenskra tón- listarskóla, sem skilað hafa þessari þjóð tónlistarmönnum, sem lifa og lifa munu ekki bara í hjörtum þjóð- arinnar heldur líka í Tónlistarsög- unni – með stóru T-i. Fáir samjafnir Gylfi Þ. Gíslason á sér mjög fáa samjafna í íslenskri stjórnmálasögu. En hann á sér bræður og systur í samtímanum. Fræði- menn, húmanista og listunnendur. Þetta fólk haslar sér völl alls stað- ar annars staðar en í stjórnmálum. Af hverju? Spyrjið ykkur sjálf þeirrar spurn- ingar. Hvaða móttökur hljóta þeir hjá íslensk- um almenningi, sem það gera. Skoðið kommentakerfin. Þær móttökur hlaut Gylfi Þ. Gíslason líka. Hann tók samt þátt. Valdi það sjálfur – þrátt fyrir allt. Aðeins vegna þess Gylfi Þ. Gíslason var einstakur fræðimaður, mikill húmanisti og ein- lægur listunnandi. Hins vegar náði hann þeim árangri, sem hans er minnst fyrir af því að hann ákvað að gefa kost á sér til stjórnmálastarfa. Aðeins þess vegna. Aðeins vegna þess að hann ákvað að láta að sér kveða með þátttöku í stjórnmálum þrátt fyrir alla þá ágjöf, sem slíkt fólk þarf að mæta. Aðeins vegna þess náði hann þeim mikla árangri, sem hans er nú minnst fyrir. Val, sem engum gagnast Munið það, þið, sem eruð af þessu sama bergi brotin. Þið eruð þjóð ykkar til gagns. Þið verðið henni til mests gagns með því að þið getið komið hugmyndum ykkar, lausnum ykkar og úrræðum ykkar sem fræðimenn, húmanistar og listunn- endur til framkvæmda með því að gefa sjálfir kost á ykkur til starfa fyrir þessa þjóð, – starfa, sem geta breytt og breyta. Það kostar vissu- lega að þið stillið ykkur upp frammi fyrir þjóðinni sem skotskífur – eins og Gylfi gerði – en er það ekki þess virði? Af hverju er endurnýjunin, sem nú á sér reglulega stað með nýju og nýju fólki, aldrei af þessum toga? Það er ekki vegna þess, að svona fólk sé ekki til. Það er vegna þess, að það fólk vill ekki. Slíkt segir margt um okkar samfélag. Mjög margt. Of margt. Til umhugsunar fyrir fræðimenn, húman- ista og listunnendur Eftir Sighvat Björgvinsson Sighvatur Björgvinsson »Hvort heldur sem þeir voru samsinna honum í stjórnmálum eða ekki eru þeir allir sammála því, að hann áorkaði miklu í störfum sínum. Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Atvinnublað alla laugardaga ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.