Morgunblaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 Það er alkunna að frelsi í viðskiptum er einn af hornsteinum hvers þróaðs sam- félags. Oft er því haldið fram að mark- aðurinn leiti alltaf jafnvægis og því séu afskipti hins opinbera óþörf og til trafala eðlilegum við- skiptaháttum. En er það alltaf svo? Algert við- skiptafrelsi er vandmeðfarið og geta slík tilvik komið upp að grípa þurfi til harkalegra en nauðsyn- legra aðgerða, þegar viðskiptafrels- ið hefur farið úr böndunum og oftar en ekki með tilheyrandi sóun verð- mæta. Gott dæmi um slíkt er að mínu mati hinn takmarkalausi inn- flutningur nýrra og notaðra fólks- bíla. Er nú svo komið að þúsundir notaðra bíla standa óseldir hjá bíla- umboðunum og bílasölunum og hvar annars staðar, sem hægt er koma þeim fyrir í geymslu vegna gífurlegs offramboðs af notuðum bílum. Er markaður fyrir þessa bíla fyrir löngu fullmettaður og fer ástandið sífellt versnandi. Þarna standa flestir bílanna mánuðum eða jafnvel misserum saman ónotaðir og engum til gagns með tilheyrandi verðrýrnun og fjárhagstjóni, seljist þeir yfirhöfuð einhvern tímann. Hér koma bílaleigubílarnir ríkulega við sögu, en það sama ætti að gilda um þá og með aðra bíla, að teknu tilliti til eðlis starfsemi þeirra. Þýddi þó ekkert fyrir bílaleigurnar að bera því við, að hinir erlendu ferðamenn heimti að fá splunku- nýja bíla, því varla hætta þeir við að koma til Íslands, þurfi þeir að notast við 1-2 ára gamla bíla- leigubíla. Til hvaða ráða má þá grípa eigi að vinda ofan af núverandi ástandi, nema þá að menn vilji halda þessu ástandi óbreyttu áfram. Sú leið hef- ur verið nefnd til lausnar að flytja út notaða og óselda bíla í stórum stíl, sem yrði þá ný útflutnings- grein fyrir okkur Íslendinga. Þá leið hafa þó margir talið óraun- hæfa. Sú róttæka leið gæti verið nauðsynleg eða jafnvel óumflýj- anleg að banna innflutning nýrra og notaðra bíla tímabundið meðan verið er að fækka þeim eða öllu heldur að koma þeim í notkun. Svo slegið sé fram einhverjum tölum mætti nefna t.d. 10-15 þúsund bíla eða sem nemur 1-2 hekturum, vilji menn frekar notast við flatarmálsfræði varð- andi bílaplönin sem mælikvarða. Þetta þýddi það m.a. að ég og aðrir bílaeigendur, sem alltaf hafa end- urnýjað með nýjum bíl, yrðum nú að þessu sinni að sætta okkur við það því miður, með- an innflutningsbannið stæði yfir, að þurfa að kaupa notaðan bíl. Þrátt fyrir bannið yrði þó að vera heimilt eftir atvikum að veita und- anþágur vegna bíla til sérþarfa. Til einhverra ráða þarf að grípa til að stöðva þetta ófremdarástand, sem gengur ekki lengur að mínu mati. Það sem mörgum blöskrar fyrst og fremst er að þurfa að horfa upp á þessa gífurlegu verðmæta- sóun, sem þessi hömlulausi bílainn- flutningur hefur leitt af sér, þar sem viðskiptafrelsið hefur heldur betur farið úr böndunum. Eitt er þó víst að nauðsynlegt er að ræða þetta mál á breiðum grundvelli og á málefnalegan hátt, þar sem sjón- armið sem flestra er koma að þess- um málaflokki fái að heyrast, hvað menn vilja gera í þessum efnum ef eitthvað. Liggja líka víða miklir fjárhagslegir hagsmunir undir hjá þeim, sem hafa atvinnu af innflutn- ingi og viðskiptum með bíla með einum eða öðrum hætti, en ekki bara hjá þeim einum. Við óbreytt ástand verður ekki hægt að una, nema menn kæri sig kollótta og vilji halda áfram eftir sem áður að flytja inn bíla á yfirfullan bílamark- aðinn meðan gjaldeyrisforði þjóð- arinnar endist og einhvers staðar finnst pláss, þar sem hola megi nið- ur ónotuðum og óseldum bílum og halda þannig bílaleiknum áfram á sama hátt og verið hefur. Flýtur á meðan ekki sekkur getur þó varla verið það sjónarmið, sem gildir hér frekar en endranær. Tímabundið innflutnings- bann bifreiða? Eftir Jónas Haraldsson Jónas Haraldsson » Það sem mörgum blöskrar fyrst og fremst er að þurfa að horfa upp á þessa gífur- legu verðmætasóun, sem þessi hömlulausi bílainnflutningur hefur leitt af sér. Höfundur er lögfræðingur. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar töldu herforingjar banda- manna nauðsynlegt að í kjölfarið sprytti upp ný tónlist og slitin væru öll tengsl við hina ríku tónlistarhefð gömlu sigruðu Evr- ópu. Nýja stefnan var kennd við Avant Garde, digrir sjóðir voru til hennar lagðir og hefur hún ráðið í öllum stofnunum nýrrar tónlistar á Vesturlöndum síðan. Nánast öll ný tónverk sem flutt eru á okkar dögum með fjárstyrk opinberra aðila eru samin í þessum stíl eða afbrigðum hans. Stefnan einkennist best af því sem bannað er. Laglínur, kontra- punktur og heyranlegir hljómar, sem er sá efniviður sem best dugði klassískri tónlist, eru bannaðir. Form, sem líkist framsögn efnis eða frásögn, er líka bannað. Það sem út úr þessu hefur komið er það sem stundum er nefnt vefræn tónlist. Henni má lýsa sem hljóði, sem breytist litrænt eftir því hvaða hljóðfæri eru notuð hverju sinni. Vélrænum mjög kerfisbundnum aðferðum er beitt við tónsmíðina, sem einkennist oftast af miklum endurtekningum. Mjög auðvelt er að semja tónlist af þessu tagi og fólki sem kallar sig tónskáld og starfar meira og minna við tón- smíðar hefur fjölgað gríðarlega. Finna má alþjóðlegar tónlistar- hátíðir um alla Evr- ópu sem eru nánast eingöngu sóttar af Av- ant Garde tónsmiðum og starfsfólki kerfisins sem fjármagnar her- legheitin. Allt er þetta gott og blessað, nema það að tónlistin líður fyrir. Hin vélræna veftónlist er afar leiðinleg á að hlýða, sérstaklega fyr- ir tónelskt fólk. Marg- ir kurteisir tónlistar- unnendur, sem taka það nærri sér að valda miklum truflunum á tón- leikum, hafa lent í því að festast undir vélrænu veftónverki og kom- ast ekki út. Almennir unnendur tónlistar forðast því Avant Garde tónlist og sú andúð hefur færst yfir á alla nýja tónlist í öllum stílteg- undum. Avant Garde stefnan notar opin- bert fjármagn og vald yfir fjöl- miðlum til þess að sannfæra hlust- endur um ágæti sitt. Lengi vel var kenningin sú, ef hlustanda þótti tónverk leiðinlegt, þá var það vegna þess að hann skildi ekki verkið eða hafði ekki næga þekk- ingu. Þegar smám saman varð ljóst að allir gátu lært að semja svona tónlist og ekki þurfti neina sér- staka hæfileika til, breyttist tónn- inn. Þá var sagt að tónlist þyrfti ekki að vera góð, enda vissi enginn hvað það orð merkti, heldur væri aðalatriðið að hún væri ný. Nú hafa menn samið vélræna vef- tónlist í hálfa öld og enn er hún sögð vera ný. Þetta minnir á ris- ann Coca Cola Inc., sem býður upp á sitt sykraða kolsýruvatn sífellt undir nýjum slagorðum um að það sé nýtt. Margir nútímamenn virðast telja að allt sé gott ef menn eiga pening í vasanum. Minnihluti fólks gerir meiri kröfur lífsins en þetta og hluti af þeim minnihluta er annar minnihluti, sem sækist eftir fagurri tónlist til þess að halda hugsun sinni og tilfinningalífi vakandi. Al- varleg fögur tónlist á sér alltaf stuðningsmenn eins og kemur fram í mikilli eftirspurn eftir gömlu klassíkinni, sem virðist halda sér furðu vel enn þann í dag þrátt fyr- ir mikinn áróður gegn henni. Stjórnmálamenn þurfa ekki að ótt- ast þessa eðlilegu hneigð fólks, eins og herforingjar Ameríku gerðu í lok stríðsins, því að hún er friðsöm og félagslega jákvæð. Sag- an kennir einnig að djúpt listalíf hefur upplýsandi áhrif um allt samfélagið. Tími er kominn til að létta rétttrúnaði Avant Garde stefnunnar af tónlistarskólum og styrktarsjóðum tónlistar á Vest- urlöndum. Það er ekkert að óttast. Um tónlist nútímans Eftir Finn Torfa Stefánsson » Tími er kominn til að létta rétttrúnaði Av- ant Garde stefnunnar af tónlistarskólum og styrktarsjóðum tónlist- ar á Vesturlöndum. Finnur Torfi Stefánsson Höfundur er tónskáld. Frábær staðsetning Skólavörðustígur - Leiga 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík Til leigu er 51 fm verslunarhúsnæði á jarðhæð við Skólavörðustíg 6b, 101 Reykjavík. Miklir möguleikar. Húsnæðið er laust nú þegar til afhendingar. Hilmar Þór Hafsteinsson Löggiltur leigumiðlari hilmar@eignamidlun.is 824 9098 Guðlaugur Ingi Guðlaugsson Löggiltur fasteignasali gudlaugur@eignamidlun.is 864 5464 Langtíma leiga Cocoa Mint umgjörð kr. 14.900,- Sérðu þetta? Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 www.eyesland.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.