Morgunblaðið - 11.02.2017, Side 34

Morgunblaðið - 11.02.2017, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 ✝ Birgir Pét-ursson var fæddur í Reykjavík 19. júlí 1991. Hann lést af slysförum 28. janúar 2017. Hann var sonur hjónanna Katrínar Gísladóttur snyrti- fræðings, f. 1962, og Péturs Krist- inssonar lögfræð- ings, f. 1964. Bróðir Birgis er Kristinn Magnús Pét- ursson, háskólanemi, f. 1996, og er unnusta hans, Dagbjört Ýr Kiesel, BA í alþjóða- samskiptum, f. 1991. Móðurfor- eldrar Birgis voru hjónin Ingi- björg Gestsdóttir skrifstofukona, f. 1935, d. 2010, og Gísli Birgir Jónsson húsa- smíðameistari, f. 1937, d. 2015. Föðurforeldrar Birgis voru hjónin Sigríður Þorvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 1929, og Kristinn Magnús Baldursson lögfræðingur, f. 1924, d. 2002. Móðursystir Birgis er Hólm- fríður Gísladóttir, flugfreyja, f. 1958, og föðursystkini Þórður Kristinsson, M.Litt., f. 1952, kvæntur Sigríði Ásgeirsdóttur, myndlistarmanni, f. 1953, og eru synir þeirra þeir Andrés Pétur og Ásgeir, Elín Sigríður Birgir á sumrin og með skóla m.a. í verslun Bónuss og hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi. Þá var hann hluta úr sumri að- stoðarmaður Þorleifs Sigfús- sonar dýralæknis í Svíþjóð. Eftir stúdentspróf og þar til hann hóf háskólanám og sumr- in 2012 til 2014 starfaði hann við smíðar hjá Narfeyri ehf. í Stykkishólmi og í Flatey. Sumrin 2015 og 2016 starfaði Birgir hjá BM Vallá hf. og síð- an með skóla en lokaverkefni sitt vann hann með stuðningi félagsins. Þegar Birgir lést stóð til að hann hæfi störf sem verkfræðingur hjá BM Vallá hf. Áhugamál Birgis voru mjög fjölbreytt. Hann var mjög fróð- leiksfús og hafði t.d. sérstakan áhuga á náttúru og útivist. Hann stundaði m.a. fjallgöngur með vinum sínum og var í slíkri ferð er hann lést. Á ung- lingsárum stundaði Birgir hestamennsku og æfði knatt- spyrnu og körfubolta með Snæfelli og var í þeim hópi sem varð Íslands- og bik- armeistari árið 2010. Þá spilaði hann golf og stundaði skotveið- ar. Þá hafði Birgir mikinn áhuga á öllu er að náminu snéri. Útför Birgis fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 11. febrúar 2017, og hefst athöfnin klukkan 14. Kristinsdóttir stjórnsýslufræð- ingur, f. 1954, og Kristjana Krist- insdóttir sagn- fræðingur, f. 1955, en sam- býlismaður henn- ar er Örn Ólafs- son stærðfræð- ingur, f. 1956. Fyrrverandi sambýliskona Birgis er Þórunn Lilja Arnórs- dóttir, þjóðfræðingur og land- vörður, f. 1991. Kærasta Birgis var Sigríður Erla Sturludóttir laganemi, f. 1992. Birgir ólst upp í Stykk- ishólmi og gekk þar í leikskóla og barnaskóla. Birgir varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í desember 2010. Haustið 2011 hóf Birgir nám í umhverfis- og byggingaverk- fræði við Háskóla Íslands. Það- an lauk hann BS-prófi vorið 2015. Á haustmisseri 2015 var Birgir í skiptinámi í Chalmers- tækniháskólanum í Gautaborg og hinn 23. janúar sl. varði Birgir mastersritgerð sína við Háskóla Íslands og átti braut- skráning hans að fara fram 18. febrúar nk. Á unglingsárum starfaði Það var bjartur og fallegur dagur 19. júlí 1991 þegar þú komst í heiminn. Sumarið ein- staklega hlýtt og sólríkt. Þú varðst rétt eins og veðrið þann dag, bjartur, fallegur og hlýr, en þó gat skyndilega hvesst því skap- og skoðanalaus varst þú ekki. Þú varst áhugasamur um margt. Og gæludýrin þín fylgdu fjölskyldunni í mörg ár, lengst ís- lenska tíkin Skotta og hesturinn Ágúst. Má segja að áhugasvið þitt hafi spannað nánast allt undir sólinni, þú varst fróðleiksfús strax sem barn og námsmaður góður. Hugur þinn stefndi snemma á verkfræði. Þú varst hagur í hönd- um og hafðir gaman af að glíma við flókin úrlausnarefni. Verkfræðinámið sóttist þér vel og voru það stoltir foreldrar og bróðir sem fylgdust með þér verja mastersverkefnið þitt 23. janúar síðastliðinn. En skjótt skipast verður í lofti. Fimm dögum síðar eftir hörmu- legt slys ertu allur. Eftir sitjum við og reynum að skilja hvers vegna almættið í grimmd sinni tekur frá okkur yndislegan son og bróður, ungan mann með lífið fram undan og alla vegi færa. Orð fá ekki lýst þeim söknuði og sorg sem nú fyllir hjörtu okk- ar. En við reynum að hugga okk- ur við það að við áttum yndisleg- an son og bróður sem við fengum að hafa hjá okkur í 25 góð ár. Við ornum okkur við minning- anna eld þar til við hittumst aftur. Mamma og pabbi. Það er þyngra en tárum taki að skrifa minningargrein um elsku Birgi minn, því við héldum að við ættum lífið fram undan saman. En eigi má sköpum renna. Við fráfall elsku Bigga míns sannast hinar spaklegu hendingar Hann- esar Péturssonar: „Veistu hvað gleðin hefur tæpa stund en sorgin langa?“ Við Biggi höfðum þekkst frá barnæsku úr Stykkishólmi, spil- uðum saman fótbolta þegar við vorum litlir krakkar og áttum sömu vinina. Það tók okkur allt of langan tíma að ná saman þrátt fyrir að við værum sjálfsagt alltaf skotin hvort í öðru. En loksins tókst það og þá var eins og við hefðum alltaf verið kærustupar. Við áttum einstak- lega vel saman enda bæði gamlar sálir. Biggi hafði áhuga á mörgu og var mjög fróðleiksfús. Hann var skipulagður og ef það var eitt- hvað sem þurfti að gera fannst honum best að klára það strax. Biggi var handlaginn og hefði orð- ið góður smiður. Hann var ánægður í starfi hjá BM Vallá og var lokaverkefnið hans tengt verkefnum hans þar. Biggi minn átti alltaf gamla bíla. Hann var mjög stoltur af þeim og fannst algjör óþarfi að kaupa glænýja bíla þegar hægt var að hugsa vel um þá gömlu. Við gátum líka rætt pólitík í marga klukkutíma og þótti honum mjög gaman að vera ósammála mér. Var það til að fá að rökræða, þrátt fyrir að vera oftast á sömu skoðun og ég. Biggi var stríðinn húmoristi sem sá kómísku hliðarn- ar á lífinu og kom hann mér alltaf til að hlæja. Hann gerði sem dæmi stólpa- grín að nóróveirunni sem hann fékk þegar við vorum saman í London fyrir jól og reyndi að leysa öll vandamál sem henni fylgdu eins og sönnum verkfræðingi sæmir. Það var nefnilega aldrei vesen hjá Bigga og hann var alltaf kátur og glaður. Útivist var eitt hans stærsta áhugamál, en það sameinaði hreyfingu og náttúruna sem hann hafði svo mikla unun af. Við vorum búin að ákveða að ganga Horn- strandir í sumar, sem okkur hafði bæði dreymt um, og var Biggi strax farinn að skipuleggja ferð- ina. Biggi og vinir hans í Fjallabul- kerum nutu þess að fara saman upp á fjöll, hvort sem það var í göngu eða veiði. Ferðin örlagaríka á Esjuna var því ekki fyrsta gang- an þeirra. Biggi var óspar á hrós á alla í kringum sig, var stoltur af sínu fólki og talaði alltaf um það með mikilli hlýju. Það er ekkert betra en að hugsa til þess þegar hann sagði „Sigga mín“, með sinni ynd- islegu röddu og hélt fast utan um mig. Hann hafði svo góða nærveru og mér leið best í faðmi hans. Við ræddum oft um framtíðina okkar og við vorum sammála um að einn daginn myndum við flytja heim í Hólm og eignast þar hús. Við áttum eftir að gera svo margt saman. Við ætluðum að fagna útskrift- inni hans, fara aftur til London, ganga á fjöll, gera fleiri tilraunir í eldhúsinu, verða gömul saman og svo ótal margt fleira. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Elsku Biggi minn, ég er mjög þakklát fyrir tímann sem við fengum þótt hann hafi verið allt of stuttur. Ég mun alltaf elska þig. Þín að eilífu, Sigríður (Sigga) Erla. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. Þannig yrkir Hannes Péturs- son um framtíðina. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Braut unga fólksins virðist oft glæst og greið og allar aðstæður benda til þess að lífið geti leikið við það. Framtíðin blasti vissu- lega björt við Birgi Péturssyni og unnustu hans, henni Sigríði Erlu dóttur okkar, þegar Birgir fór í fjallgöngu laugardaginn 28. jan- úar. Hann hafði líka ástæðu til að vera glaður og bjartsýnn því að í sömu viku hafði hann lokið við að verja meistaraprófsritgerð sína í verkfræði og eins og eðlilegt er með ástfangið fólk í blóma lífsins áttu þau tvö sér framtíðar- drauma. Við dáðumst að þessum unga og efnilega manni sem lagði hart að sér við að ljúka verkfræði- prófi frá Háskóla Íslands og hafði aflað sér reynslu í starfi og sótt sér aukna menntun erlendis. En enginn má sköpum renna. Hver hefði getað ímyndað sér að Esjan, sem svo ótalmargir ganga á hvern dag ársins, gæti ógnað þeim sem vildu njóta fegurðar og útivistar í nágrenni höfuðborgarinnar á svo björtum og stilltum vetrardegi. Við höfðum þekkt Birgi sem eldri son þeirra sómahjóna Katr- ínar Gísladóttur og Péturs Krist- inssonar og við áttum ekki von á öðru en þar færi drengur góður og svo reyndist vera þegar við kynntumst honum betur. Hann var skemmtilegur, ræðinn og hlýr í öllu viðmóti, traustur, athugull og hygginn. Framtíðin blasti við honum með öllum þeim möguleik- um sem ungt vel menntað fólk hefur um að velja í dag. En nú liggur leið hans um lendur eilífð- arinnar. Við treystum því að hann fylgi nú „vötnum sem falla til nýrra staða“. Með þessum fátæklegu orðum viljum við votta foreldrum Birgis, Kristni bróður hans, Sigríði ömmu hans og öllum ættingjum og venslafólki okkar dýpstu sam- úð. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst þessum góða dreng sem er kvaddur frá Stykkishólms- kirkju í dag, alltof, alltof snemma. Blessuð sé minning Birgis Pét- urssonar. Hallgerður Gunnarsdóttir og Sturla Böðvarsson. Elsku hjartans frændi minn, það geta engin orð lýst þessum sársauka sem býr inni í mér núna. Satt að segja vona ég að fljótlega muni ég vakna upp við vondan draum og allt verði eins og það á að vera. En þetta er nú veruleik- inn og á einhvern hátt verðum við, sem horfum á eftir þér, að læra að takast á við hann. Það er svo dýrmætt að hafa minningarnar til að ylja sér við þessa dagana. Hugurinn minn leitar aftur til þess tíma sem ég fékk að ráðskast með þig, lítinn, fallegan, forvitinn dreng. Ég man svo vel þegar ég fékk að fara með þig út í fyrsta sinn, ég var 11 ára og þú nokkurra mánaða. Ég gekk svo rígmontin út Lágholtið með þig í fallega Silver Cross-vagnin- um þínum, og þó að ég næði ekki að sjá fram fyrir vagninn var það ekki að stoppa mig því ég var svo glöð og ánægð með þig, litla frænda minn. Bílaáhuginn var mikill hjá þér eins og gerist og gengur hjá litlum strákum en þú varst varla farinn að tala þegar þú varst búinn að læra að þekkja fjölmargar bílategundir og þótti mér svo skemmtilegt að benda á bíla sem keyrðu framhjá okkur og spyrja þig um tegundina og auð- vitað varstu með þetta allt á hreinu. Þú varst svo duglegur og skýr í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég var alltaf svo stolt af þér og ég var svo spennt fyrir framtíðinni þinni sem var svo björt, fallegur ungur og efnilegur maður að klára langt og strangt nám og svo ótal tækifæri sem biðu þín. En lífið er hverfult, ósann- gjarnt og óskiljanlegt oft og tíð- um. Ég er svo þakklát fyrir allar minningarnar sem ég á og þann tíma sem þú varst hérna hjá okk- ur. Ég trúi því að einn daginn hittumst við aftur. Elsku Birgir minn, einu sinni lofaði ég foreldrum þínum að passa þig svo vel, núna verð ég að lofa þér að ég mun alla tíð passa upp á þau og hann Kidda, bróðir þinn. Skarðið sem þú skilur eftir þig er óendanlega stórt. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Þín frænka, Hólmfríður Hildimundar. Við Systa sáum Birgi fyrst ný- fæddan frumburð foreldra sinna 19. júlí 1991. Það var bjart yfir honum þá og alla tíð síðan. Ávallt léttur í lund og stutt í kímni og bros. Það er óumræðilega erfitt að standa nú frammi fyrir orðnum hlut sem með engu verður breytt. Fyrir foreldra, bróður og hans unnustu, kærustu Birgis og ömmu eru fá orð til. Við hin, frændfólk og vinir, syrgjum með þeim. Birgir var einlægur piltur og hlýr, kær frændi og vinur. Hann var ríkum hæfileikum gæddur, gekk allt í haginn, skóli og nám var honum áreynslulítil skemmt- an og lífið blasti nú við honum að loknu námi í byggingarverkfræði. Allt frá fyrstu tíð stundaði Birgir íþróttir, mest fótbolta og körfu- bolta. Hann var mikill náttúru- unnandi, skynjaði snemma fegurð náttúrunnar í Stykkishólmi þar sem hann ólst upp og hændist frá unga aldri að lestri rita um nátt- úrufræði og sagnfræði. Er hann varð eldri og kominn í Háskólann áttu fjallgöngur sterk ítök í hon- um og fór þá iðulega á fjöll með vinum sínum. Oftast með þeim tveimur góðu vinum sem sjá nú á bak honum með okkur. Hugur okkar er með þeim. Birgir var jafnlyndur og glaður piltur með sterkan og einbeittan vilja. Hann vissi hvert hann vildi stefna og hélt þangað ótrauður. Undir niðri bjó djúp alvara sem hann duldi ekki, enda opinn og gjafmildur á hugsanir sínar, hug- myndir og tíma. Það var gott að vera með honum, manni leið ætíð vel í návist hans. Hann gaf af sér og átti ávallt stund til að spjalla. Fyrir honum var lífið til þess að lifa því í sátt við sig og sína. Birgir naut hverrar stundar. Og þeir sem með honum voru. Hann var að hefja nýjan kafla, orðinn verk- fræðingur og brautskráningarat- höfnin innan seilingar. Og kominn með vinnu við hæfi. En náttúran getur verið óvæg- in og kaldranaleg. Veitt þung högg. Þegar síst skyldi. Það er sárara en tárum taki að Birgir skuli hafa verið hrifsaður frá okk- ur í einni svipan. Hvers vegna? Við því eru engin svör til. Það er huggun harmi gegn að hafa fengið að þekkja Birgi frá fyrstu tíð hans og að hann fékk notið lífsins sem honum var gefið af gleði, góðvild og bjartsýni. Hann var einstaklega farsæll í leik og starfi og í alla staði hinn besti drengur. Við gleðjumst yfir því í sárum harmi. Minningin um hann mun fylgja okkur og sú minning er í senn björt, góð og hlý. Við Systa, Andrés og Ásgeir, systur mínar, móðir og vinir, söknum Birgis sárt og erum þakklát fyrir að hafa átt hann að og hlutdeild í honum. Hann átti svo sannarlega skilið að fá notið mun lengri tíma. Við kveðjum kæran frænda og vin og vottum Pétri, Katrínu, Kristni Magnúsi, Dagbjörtu Ýri og Sigríði Erlu kærustu Birgis, okkar dýpstu samúð. Þórður Kristinsson. Elsku Biggi minn, þú komst sem sólargeisli inn í líf okkar fyr- ir rúmum 25 árum. Þú varst fyrsta barnabarnið í móðurætt- inni og við elskuðum þig og dáð- um frá fyrsta degi. Það voru for- réttindi að sjá þig vaxa úr grasi og verða að glæsilegum ungum manni sem átti framtíðina fyrir sér. Þú varst alla tíð góður náms- maður og áhugasviðið var fjöl- breytt, m.a. golf, fjallgöngur og veiðar. Minnisstæð er rjúpusúp- an sem þú eldaðir stoltur fyrir okkur um jólin. Þú varst handlag- inn og smíðaðir forláta bekk sem þú hafðir sjálfur teiknað. Afi þinn og nafni fylgdist stoltur með af hliðarlínunni og dáðist að hand- bragði stráksins. Eins minnist ég síðbúinnar af- mælisferðar sem við fórum sam- an til Chicago í haust. Þú varst skemmtilegur ferðafélagi og fróður um borgina. Þú naust þín vel í verkfræð- inni, fannst þína braut þar sem nákvæmni þín naut sín. Síðast þegar við töluðum saman hafðir þú lokið við að verja ritgerðina þína, varst að plana útskriftina og lífið var gott. Á fallegum vetrardegi farið þið félagarnir í fjallgöngu einu sinni sem oftar. Þá dynur ógæfan yfir, félagar þínir slasast og þú elsku sólargeislinn okkar varst farinn í þína hinstu ferð. Eftir sitjum við í myrkrinu og syrgjum yndislegan ungan mann sem átti lífið fram undan. Elsku Biggi minn, brosið þitt var bjart og faðmlag þitt, sem þú varst svo óspar á, var einstaklega hlýtt og þétt. Hólmfríður (Tanta Hóls). Elsku vinur minn. Nú líður mér illa. Ég hreinlega trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur. Mér hefur aldrei liðið jafn illa og þegar ég fékk fréttirnar af þessu hræðilega slysi. Það hjálpar mér að rifja upp gamlar og góðar stundir á tímum sem þessum og það gerir allt ör- lítið bærilegra. Mér finnst ansi stutt síðan við vorum að alast saman upp á Skólastígnum heima í Stykkis- hólmi. Þar, og víða um Hólminn, gerðum við misgáfulega hluti, en það er önnur saga. Nágrannar þínir fengu til að mynda að finna fyrir því þegar við stunduðum það að kasta steinum á húsþök þeirra og oftar en ekki hlupum við með skottið á milli lappanna þegar þeir skyndilega birtust í dyragættinni og ætluðu að skamma okkur. Leið okkar lágu síðar saman á Spító þar sem systir Lovísa stjórnaði öllu. Við útskrifuðumst þaðan saman með hæstu meðal- einkunn, mín fyrsta og eina hing- að til en það var önnur saga um þig enda bráðgáfaður á flestum sviðum. Í Skipavík unnum við saman nokkur sumur. Þar var allt á léttu nótunum og samband okkar í slippnum var það dásamlegt að Kiddi Hjörleifs var byrjaður að kalla okkur Begga og Pacas. Öll þau fjölmörgu símtöl í út- varpsstöðvar landsins til að biðja um óskalög og kveðjur til vina víðs vegar um land eru mér of- arlega í huga. Þessi saga sem þú skrifaðir til pabba á 70 ára afmælinu hans fyrir nokkrum árum er gott og lýsandi dæmi hvernig við lékum okkur saman sem litlir pollar: „Þegar við Stjáni vorum svona fimm ára lékum við okkur oft á „gamla tanknum“. Það kölluðum við sökkulinn bak við vatnstank- inn á Skólastígnum, bak við Birgir Pétursson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.