Morgunblaðið - 11.02.2017, Side 43

Morgunblaðið - 11.02.2017, Side 43
starfaði þar til ársloka 2001: „Í Samvinnubankanum og Olíufélag- inu var óvenjusamhent starfsfólk sem bar hag fyrirtækjanna fyrir brjósti. Sumir höfðu unnið þar allan sinn starfsaldur. Enn er álitlegur hópur starfsmanna Samvinnubank- ans að hittast vikulega og ganga saman.“ Síðustu tvö ár starfsferilsins var Geir svo í forsvari fyrir Ker ehf. Geir sat í stjórnum fjölda félaga og fyrirtækja og var formaður nokkurra eins og í Samvinnulífeyr- issjóðnum, Vinnslustöðinni hf., Samskipum hf., Meitlinum hf. o.fl. „Ég hef alltaf haft gaman af veiði og fór flest sumur í laxveiði með góðum vinum. Tímafrekasta tóm- stundaiðjan var þó hestamennska. Það hefur veitt mér ómælda ánægju að þjálfa og annast hestana og eins allt það góða fólk, sem ég kynntist og átti ánægjustundir með á hestum, í nágrenni Reykjavíkur og til fjalla. Ég fór í margar ógleymanlegar hestaferðir. Við hjónin keyptum okkur nokkra hekt- ara lands að Húsum í Ásahreppi fyrir sumar- og haustbeit hestanna, reistum okkur þar lítinn sumar- bústað og höfum átt margar ánægjustundir þar. Ég seldi svo hestana fyrir fáum árum. Konan var ekki með mér í hestamennsk- unni og við komumst að þeirri nið- urstöðu að fólk á eftirlaunum ætti að gera eitthvað saman. Við ákváðum því að læra golf. Við verð- um aldrei neinir meistarar en golfið veitir góða hreyfingu og ánægju- legar samverustundir. Síðustu árin höfum við svo farið til Flórída yfir vetrarmánuðina og tekið golf- kylfurnar með.“ Fjölskylda Eiginkona Geirs er Kristín Björnsdóttir, f. 25.10. 1943, hús- freyja og Samvinnuskólagengin. Foreldrar hennar voru Björn Markússon, f. 12.4. 1910, d. 26.6. 1991, húsasmíðameistari, og Sigríð- ur Þórðardóttir, f. 28.1. 1915, d. 30.10. 2003, húsfreyja. Börn Kristínar og Geirs eru: 1) Erla Geirsdóttir f. 23.4. 1964, starf- ar hjá Myndformi ehf. en eigin- maður hennar er Gunnar Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Myndforms ehf., og eru börn þeirra Geir, f. 1984, kvæntur Berglindi Guðmundsdóttur en þau eiga tvær dætur: Sóleyju, f. 2014, og Sunnevu Karen, f. 2015, Gunnar, f. 1993, og Kristín Eva, f. 1997. 2) Kristinn Þór Geirsson, f. 27.7. 1966, rekstrarhag- fræðingur og framkvæmdastjóri HH bygginga hf., en eiginkona hans er Thelma Víglundsdóttir, fast- eignasali og formaður hestamanna- félagsins Sörla, og eiga þau tvær dætur, Brynju f. 1996, og Kristjönu Birtu, f. 1998. 3) Gunnsteinn Geirs- son, f. 2.10. 1980, í meistaranámi í fjármálum fyrirtækja, vinnur hjá Landsbanka Íslands hf. en eigin- kona hans er Gunnhildur Arnodds- dóttir sem vinnur hjá innanríkis- ráðuneytinu og eru dætur þeirra Júlía Líf, f. 2004, og Ragnheiður Lovísa, f. 2007. Systkini Geirs: Helgi Magnússon, f. 1943, tannlæknir, og Sigrún Magnúsdóttir, f. 1951, d. 2006, lyfja- fræðingur. Foreldrar Geirs voru Magnús S. Magnússon, f. 11.3. 1918, d. 8.1. 2006, kjötiðnaðarmaður, lengst af verslunarstjóri í Kjöti og grænmeti, og Kristín Þóra Gunnsteinsdóttir, f. 13.8. 1919, d. 17.9. 2011, húsfreyja. Úr frændgarði Geirs Magnússonar Geir Magnússon Kristín Þorvaldsdóttir húsfr. í Efra-Hvoli og í Miðhúsum Þorleifur Nikulásson b. í Efra-Hvoli og Miðhúsum Gróa Þorleifsdóttir húsfreyja Gunnsteinn Eyjólfsson fiskmatsmaður og smiður Kristín Þ Gunnsteinsdóttir húsfr. í Kópavogi Jóhanna Jónsdóttir húsfr. í Miðgrund Eyjólfur Jónsson b. í Mið-Grund Sigurgeir Þórðarson b. í Hvammsvík og sjóm. í Litla-Steinsholti í Rvík Egill Sigurgeirsson hrl. Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Rvík Árni Björnsson yfirlæknir í Rvík Björn Theodór Árnason skólastj. Tónlistarskóla FÍH og form. FÍH Jón Árnason stýrim. í Rvík Björn Árnason stýrim. í Rvík Björn Stefánsson búnaðarhagfræðingur JónWalter Stefánsson fyrrv. skrifstofustj. í dómsmálaráðuneytinu Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Víðinesi og á Móum Árni Björnsson b. í Víðinesi og á Móum, systursonur Steinunnar, móður Þóris Bergssonar rith. Sigrún Árnadóttir húsfr. í Hvammsvík og á Móum Magnús Þórðarson b. í Hvammsvík og á Móum og verkamaður Magnús S Magnússon verslunar- og kjöt- iðnaðarmaður Þorbjörg Jónsdóttir húsfr. í Skorhaga og í Hvammsvík, bróðurdóttir Kristgeirs, afa Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrv. forseta Íslands Þórður Guðmundsson b. í Skorhaga og Hvammsvík, af Fremri-Hálsætt ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017 Ragnheiður Einarsdóttirfæddist í Reykjavík 11.2.1917. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Hall og Einar M. Jón- asson, fyrrverandi sýslumaður Barðstrendinga. Foreldrar Ragnheiðar Hall voru Elínborg Pétursdóttir Eggerz og Kristján Hall, en foreldrar Einars voru séra Jónas Guðmundsson, prestur á Staðarhrauni, og Elínborg Kristjánsdóttir, kammerráðs á Skarði á Skarðsströnd. Ragnheiður giftist 9.10. 1937 Tómasi Péturssyni, stórkaupmanni í Reykjavík, en hann var sonur Pét- urs Ingimundarsonar, slökkviliðs- stjóra í Reykjavík, og Guðrúnar Benediktsdóttur húsfreyju. Börn Ragnheiðar og Tómasar að meðtöldum bróðursyni Ragnheiðar, Einari, sem ólst upp hjá þeim frá unga aldri, eru Ragnar, lögfræð- ingur og fasteignasali í Reykjavík; Gunnar, hagfræðingur; Ragnheiður, ritari; Guðríður, fyrrv. flugfélags- starfsmaður, og Einar Sverrisson framkvæmdastjóri Ragnheiður ólst upp á Patreks- firði að mestu fram að 12 ára aldri þar sem faðir hennar var sýslumað- ur. Hún þótti afburða námsmaður, lauk stúdentsprófi frá MR 1936 með láði, innritaðist í HÍ í lögfræði um haustið en hætti laganámi eftir að hún gifti sig og fór að ala upp börn. Ragnheiður var formaður Kven- félagsins Hringsins í 10 ár og heið- ursfélagi þess. Í Hringnum starfaði hún í áratugi og árið 1985 var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að mann- úðar- og félagsmálum. Einnig var hún félagi í kvennadeild Rauða krossins þar sem hún starfaði í sjálf- boðavinnu í verslunum þeirra, eink- um á Landakoti. Ragnheiður bjó alla tíð í Vestur- bænum í Reykjavíkur, lengst af á Grenimel 19, þar sem barnahóp- urinn ólst upp. Eftir að hún varð ekkja bjó hún á Hagamel og loks á Snorrabraut 56 en dvaldi síðustu ár- in á Hjúkrunarheimilinu Eir. Ragnheiður lést 2.6. 2008. Merkir Íslendingar Ragnheiður Einarsdóttir Laugardagur 90 ára Ester Jónsdóttir Margrét Magnúsdóttir Rannveig Filippusdóttir Soffía Magnúsdóttir 85 ára Aðalheiður Stefánsdóttir Dagbjört Snæbjörnsdóttir Hólmfríður Ásmundsdóttir Sigrún Guðjónsdóttir Vilborg Pétursdóttir 80 ára Erna Guðlín Helgadóttir Halldóra K. Einarsdóttir Sigurbjörg Guðmannsdóttir Sigurður Gunnarsson Svala Eggertsdóttir 75 ára Erna Árfells Geir Magnússon Jóhanna Kjartansdóttir Kristín Skarphéðinsdóttir Steinar Berg Björnsson 70 ára Birna Markúsdóttir Edda Eiríksdóttir Erla Magnúsdóttir Guðmundur B. Hjartarson Guðný Jónsdóttir Guðrún Ólöf Svavarsdóttir Hrefna Björk Loftsdóttir Hrefna Kjartansdóttir Margrét Pétursdóttir Tryggvi Aðalsteinsson Þóra K. Sveinbjörnsdóttir 60 ára Eva Stroginova Hafdís Sigríður Jónsdóttir Halldór K. Þorvaldsson Ingólfur Ingólfsson Ingunn Elín Jónasdóttir Ragnheiður J. Sverrisdóttir Sonja G. Þórarinsdóttir Stefanía K. Sigurðardóttir Viðar H. Steinarsson Vigdís A. Gunnlaugsdóttir 50 ára Berglind Hilmarsdóttir Björk Thorberg Georgsdóttir Gunnar Felix Rúnarsson Halldór Guðmundsson Katrín Ólína Pétursdóttir Sigrún Lilja Kristjánsdóttir Sigurður Hallur Sigurðsson Stefán Þór Hallgrímsson 40 ára Brynja Kristinsdóttir Erik Carl Fredrik Hansson Erna Björk Hasler Grétar Jakob Júlíusson Gunnar Þór V. Björgvinsson Magðalena Sigurðardóttir Rán Þórarinsdóttir Torfi Jóhannsson 30 ára Adrian Bojar Agnieszka Jadwiga Szwaja Barbara Rakowska Davíð Már Ingvarsson Einar Helgi Þrastarson Guðni Einarsson Hreiðar Haraldsson Hróbjartur Sigríðarson Joana M. Martins Arantes Paul Jimmy Wallster Ragna D. Þorsteinsdóttir Snorri Björn Gunnarsson Theodór K. Löve Tómas Ingi Þórðarson Sunnudagur 95 ára Benedikt Antonsson 90 ára Margrét Hagalínsdóttir Sigurður Sveinn Karlsson Unnur Elísabet Gröndal 85 ára Herdís Ó. Guðmundsdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir Ragnheiður Gestsdóttir Þórunn Sigurbjörnsdóttir 80 ára Agnar Bjarg Jónsson Bjarni Björgvinsson 75 ára Elenóra H. Ásgeirsdóttir Halldóra R. Pétursdóttir Hildigunnur Johnson Jóhann G. Ingibergsson María Guðmundsdóttir 70 ára Gunnar Þór Jónsson Gunnur B. Ringsted Hanna M. Oddsteinsdóttir Jenný Svana Halldórsdóttir Jensína Janusdóttir Kristín K. Baldursdóttir Sigríður S. Halldórsdóttir Sigurður Jón Ólafsson Sólmundur Þ. Maríusson Þórunn Pálmadóttir 60 ára Bjartey Sigurðardóttir Bríet Einarsdóttir Brynjólfur G. Harðarson Hjördís Gísladóttir Ingibjörg Tómasdóttir Jón Heiðar Guðjónsson Jón Jóhann Jóhannsson Sigrún Teitsdóttir Sigrún Zophoníasdóttir 50 ára Anna Catharina Gros Árdís G. Aðalsteinsdóttir Árni Þorbjörn Gústafsson Berglind Brynjólfsdóttir Björk Magnúsdóttir Bryndís Gunnlaugsdóttir Guðmundur Guðsteinsson Haukur Már Hauksson Ólafur Gísli Hilmarsson Stefán Kjartan Kristjánsson Þórður Gunnarsson 40 ára Berglind Jónsdóttir Bylgja Jóhannesdóttir Böðvar Yngvi Jakobsson Egill Árni Pálsson Eiríkur Jónsson Ewelina Miroslawa Trzaska Gestur Óskar Magnússon Halldór Einarsson Kristinn Ingi Hrafnsson Kristrún Þ. Hallgrímsdóttir Laufey Þorvaldsdóttir Michal Kubícek Nujaree Mooreechat Thi Oanh Pham Vadims Visockis Þóra Sigrún Hjaltadóttir 30 ára Ásgeir Bjarni Lárusson Ásta Fanney Sigurðardóttir Birgir Örn Grétarsson Bryndís B. Ásmundsdóttir Eyþór Bjartmarsson Friðrik Mar Kristjánsson Hafdís Sigurðardóttir Hilmar Már Gunnarsson Jón Arnar Björnsson Kolbrún F. Þórsd. Davidsen Linda Baldursdóttir Lovísa D. Aðalsteinsdóttir Michaela Peluchová Rósa Björk Bergþórsdóttir Sigurður Grétar Sigurðsson Stefán Davíð Stefánsson Stefán Grétar Þorleifsson Valgerður B. Hannesdóttir Til hamingju með daginn www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Hópferð með Fúsa á Brekku l0. árið í röð 6. - 14. september Færeyjaferð með Fúsa á Brekku og Svenna frá Hafursá. Gist er í Þórshöfn og þaðan er farið í skoðunarferðir um eyjarnar. Hér getur þú upplifað Færeyjar með skemmtilegu fólki. Hálft fæði og íslensk fararstjórn. Verð á mann í tveggja manna herbergi . . . kr. Miðað við 2 saman. Verð á mann í eins manns herbergi. . . . kr. 159.000 164.900 Bókaðusnemma! Uppseltöll árin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.