Morgunblaðið - 11.02.2017, Page 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Fréttir úr fjarska gætu komið þér úr
jafnvægi í dag. Leitaðu ráða þér eldri og
reyndari manna og þá áttu auðveldara með
að taka af skarið.
20. apríl - 20. maí
Naut Ekkert er í raun jafn ánægjulegt í lífinu
eins og að tileinka sér ákveðna kunnáttu frá
byrjun til enda. Tilfinningalegur ruglingur
dregur úr þér. Sérhver ofurhetja þarfnast fé-
laga.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er ekki drengilegt gagnvart vin-
um sínum að hrósa sér af óförum þeirra með
því að segja „ég var búinn að segja þér þetta“.
Stundum færðu ekki það sem þig vantar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hafðu hemil á ráðríki þínu ef þú vilt
ekki lenda í vandræðum sem eiga eftir að
draga dilk á eftir sér. Sveltur sitjandi kráka en
fljúgandi fær.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur gleymt einhverju sem þú munt
muna rétt upp úr hádegi. Ekki síst í sam-
skiptum við stjórnendur, foreldra og yfirboð-
ara almennt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú er ekki rétti tíminn til að aðgreina
sig, aðskilja eða vera einn. Hvort heldur sem
er, áttar þú þig á því seinna í dag.
23. sept. - 22. okt.
Vog Persónulegar ástæður leysast með tím-
anum eins og erfið þraut. Forðastu mann-
eskju sem tekur frá þér orku með stöðugum
umkvörtunum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vinur hvetur þig til þess að
kynna þér möguleika til náms eða útgáfu-
starfsemi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú verður að brjóta odd af oflæti
þínu og leita eftir samstöðu annarra við verk-
efni þitt. Hann er heltekinn af ónefndri hug-
mynd og ætlar sér að fá vilja sínum fram-
gengt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú er rétti tíminn til að láta til skar-
ar skríða varðandi þær breytingar, sem þú
hefur velt fyrir þér. Ef þær eru ekki á þínu
valdi skaltu bara anda rólega.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þetta er mjög góður dagur til þess
að skrifa undir samninga og samkomulag við
aðra. Frestaðu miklum fjárútlátum til morg-
uns því þá sérðu hlutina í skýrara ljósi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur gott útsýni af stóru myndinni
– já, á ekki bara að láta einhvern annan um
smáatriðin? Umræðuefnið er alvarlegt og eitt
er víst, þú vilt koma vel fyrir.
Laugardagsgátan er sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinns-
son:
Höf og lönd þar líta má.
Í leik sér nýta börnin smá.
Margir spá víst í þau enn.
Afar fáir heita menn.
Helgi R. Einarsson segir að
lausnin hljómi svona þessa vikuna:
Spái ég í spilin,
spyr mig síðan hvort
að brúa megi bilin
og brúka orðið „kort“.
Helgi Seljan svarar:
Kortin hylja bæði höf og lönd
hafa börnin kort að leika sér.
Í kort að spá er spekin næsta vönd
og sparað nafnið Kort sem betur fer.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Á korti líta löndin má.
Litlu börnin róa kort.
Konur og menn í kortin spá.
Kort Jónsson í gær ég sá.
Þá er limra:
Hann Kort gamli Klásen af Ströndum
var klofinn upp að höndum,
þannig lá í því,
að láðst hafði í
að lengja hans axlaböndum.
Og að lokum ný gáta eftir Guð-
mund:
Alltaf birtir meir og meir,
mál er nú að rísa,
hnoðað saman hef ég leir,
hér er gátuvísa:
Trygg og húsbóndaholl er sú.
Á hjólum léleg græja.
Fús til ásta, en engum trú.
Oft er hún send milli bæja.
Sr. Friðrik Friðriksson á Húsavík
orti:
Eftir sumar stutt og stirt
stælist þjóðarkraftur.
Það hefur fyrr og svartar syrt
samt hefur birt upp aftur.
Sr. Helgi Sveinsson orti:
Mildur vertu manni í nauðum
meðan hann er enn að strita.
Seint er ást að sýna dauðum,
sokkið skip þarf engan vita.
Gestur Ólafsson kennari á Ak-
ureyri orti eftir að hafa hlýtt á
messu:
Athuga þinn innri mann,
er þar líkt hjá flestum.
Sumir trúa á sannleikann,
sumir trúa prestum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sumt er út úr kortinu
en annað ekki
Í klípu
„EF ÞÚ HEFUR MÍNÚTU VILDI ÉG
GJARNAN HLAUPA YFIR NOKKRAR
AF ÞESSUM TÖLUM MEÐ ÞÉR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ MÁTT FARA TIL LAS VEGAS EF
ÞÚ ERT NÓGU HEPPINN TIL ÞESS AÐ
KOMAST Í GEGNUM ÞESSAR DYR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að gefa henni að
borða meðan hún lærir
á matarprjónana sína.
ELLEN, ÉG HEF ÁKVEÐIÐ
AÐ FARA ÚT MEÐ ÞÉR
VAAAH!
HA! HA!
HA! HA!
EN ÞÚ ÞARFT AÐ BIÐJA
MIG FALLEGA
ÖFUGA
SÁLFRÆÐIN
VIRKAÐI EKKI
ÞAÐ ER RÉTT,
HR. FREUD
ÉG HATA AÐ BÚA
Í HÚSI MEÐ
MOLDARGÓLFI!
SÍÐAN HVENÆR HAFA
MOLDARGÓLFIN
VERIÐ VANDAMÁL?
SÍÐAN
FANGELSIÐ VAR
OPNAÐ Í NÆSTU
GÖTU!
Síðast þegar Víkverji vissi varhægri umferð á Íslandi og hefur
verið í gildi frá því að H-dagurinn var
haldinn 26. maí 1968. Víkverji hefur
samt ítrekað lent í því að þeir sem
hann mætir á göngu sinni í Elliðaár-
dalnum kjósi að fara eftir vinstri um-
ferð. Alveg sama hvað Víkverji fer
langt til hægri eru ótrúlega margir
sem kjósa að stíga út fyrir stíginn til
að geta farið vinstra megin framhjá.
x x x
Á Vísindavef HÍ segir að vinstriumferð eigi sér laga sögu: „Þeg-
ar vopnaðir menn mættust, gangandi
eða ríðandi, var tryggast að hafa
höndina sem sverðinu brá sömu meg-
in og sá var, sem á móti kom. Örv-
hentir riddarar urðu sjaldan elli-
dauðir.“ Víkverji hefur hingað til
farið óvopnaður í göngutúra svo ekki
er það ástæðan fyrir þessum út-
úrdúrum. Það er mjög truflandi að
fólk fari ekki eftir hægri reglunni og
býr til mikla óvissu og jafnvel slysa-
hættu, þetta er ekki eitthvað sem á
að meta hverju sinni.
x x x
Ef slysahættan er til staðar ágöngu, þá er hún sannarlega fyr-
ir hendi á sundi. Víkverji var í Laug-
ardalslauginni á dögunum og var að
synda á sömu braut og kona ein sem
kaus að synda vinstra megin. Þegar
Víkverji hélt áfram sinni leið hægra
megin fór hún vinstra megin frá sér
séð, upp að bandinu sem aðskilur
brautirnar og hékk í því á meðan
Víkverji synti framhjá. Svona gekk
þetta lengi og var mjög óþægilegt.
x x x
Víkverji hélt að hann myndi aldreilenda í þessu akandi en nú í vik-
unni var hann að keyra rólega íbúa-
götu þegar bílstjóri sem kom akandi
á móti ákvað að keyra alveg til
vinstri, bíða þar við gangstétt þannig
að Víkverji neyddist til að fara
vinstra megin við bílinn, sem hélt síð-
an áfram. Mjög undarlegt.
x x x
En hvað táknar þetta? Kannskibyltingu? Áður fyrr ók aðallinn
vögnum sínum vinstra megin á veg-
inum og bolaði alþýðunni út í hægri
kantinn. Núna virðast allir vilja vera
aðallinn! vikverji@mbl.is
Víkverji
Guði séu þakkir, sem gefur oss sig-
urinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist!
(I Kor. 15:57)
Fyrir elskuna þína