Morgunblaðið - 11.02.2017, Síða 52
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 42. DAGUR ÁRSINS 2017
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 941 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.77 KR.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Réttarstaða skipverjans gæti breyst
2. Vissi að enginn myndi hugga hann
3. Nafn mannsins sem lést...
4. Var yfirheyrður í morgun
Domenico Codispoti og Gunnar
Kvaran leika verk fyrir píanó og selló
eftir Brahms, Rachmaninoff, Schu-
mann og Shostakovitsj á tónleikum í
Hljóðbergi, tónlistarsal Hannesar-
holts á morgun kl. 16. Þetta er í
fyrsta sinn sem Gunnar og Codispoti
leika saman opinberlega. Miðar eru
seldir á midi.is og við innganginn.
Morgunblaðið/Eggert
Verk fyrir píanó og
selló í Hannesarholti
Kvikmyndin Eiðurinn eftir leikstjór-
ann Baltasar Kormák hefur verið seld
til sýningar í tugum landa, m.a.
Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-
Sjálandi, Bretlandi, Þýskalandi, Norð-
urlöndum, Mið-Austurlöndum, Rúss-
landi, Japan og Kína.
Baltasar er að vonum hæstánægð-
ur með þessa miklu dreifingu sem
Eiðurinn fær en hann er nú staddur á
kvikmyndahátíðinni í Berlín að kynna
kvikmyndina og einnig næsta verk-
efni sitt, kvikmyndina Adrift sem hef-
ur vakið mikla athygli á hátíðinni en
með aðalhlutverk þeirrar kvikmyndar
fer bandaríska leikkonan Shailene
Woodley sem hefur m.a. leikið á móti
George Clooney í The Descendants
og í kvikmyndunum The Fault in our
Stars, Divergent og Insurgent.
Baltasar segist hafa hrifist mjög af
leik Woodley í The Descendants og
sóst eftir því að fá hana í myndina og
það hafi tekist. Ekki liggur fyrir hvaða
leikarar aðrir verða í
kvikmyndinni en
ljóst að hún verður
heljarinnar fram-
leiðsla og fara
tökur m.a. fram á
Tahítí. Handrit
myndarinnar er
byggt á sann-
sögulegum at-
burði. »49
Eiðurinn seld til tuga
landa og Adrift næst
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hlýnar talsvert með hvassri suðvestanátt í dag. 18-23 m/s norð-
vestantil síðdegis og sums staðar talsverð rigning um tíma, en annars víða 10-18 m/s og
þurrt að mestu.
Á sunnudag Suðvestan 10-18 m/s, hvassast norðvestanlands. Súld eða dálítil rigning
með köflum, en bjartviðri austanlands. Hlýtt í veðri.
„Við sem bakhjarlar hennar myndum
sannarlega beita okkur í því að hún
myndi fá keppnisrétt á móti þar sem
við erum stærsti styrktaraðilinn,“
segir Shawn Quill í samtali við Morg-
unblaðið en hann er yfirmaður þeirr-
ar deildar hjá KPMG sem sér um
styrktarsamninga. Fyrirtækið er með
Ólafíu Þórunni á sínum snærum og
styrkir eitt af risamótunum. »4
Auknir möguleikar á
þátttöku í risamóti
Sigursæl lið úr íslenskum
handbolta, FH, Haukar og
Valur, eru komin áfram í
undanúrslit bikarkeppni
HSÍ, Coca Cola bikarsins,
sem fram fara í Laugardals-
höll síðar í mánuðinum. Í
dag skýrist hvert fjórða lið-
ið verður en þá mætast
Grótta og Afturelding
klukkan 16 á Seltjarnarnesi
í baráttu um laust sæti í
undanúrslitunum. » 1
FH, Haukar og
Valur fóru áfram
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Húsgagnasmíðastofan Happie Furn-
iture hefur í nógu að snúast um þess-
ar mundir en fyrirtækið átti afar
hógværa byrjun. Happie Furniture
varð til fyrir tilviljun þegar Haf-
steinn Helgi, stofnandi og smiður hjá
Happie, bjó til borð fyrir sig og unn-
ustu sína og setti mynd af því á netið.
„Þetta byrjaði alveg óvart, í hreið-
urgerðinni hjá okkur, við ákváðum
að smíða húsgögnin sjálf. Ég hef ver-
ið að smíða sjálfur lengi. Ég gerði
borð fyrir okkur og setti mynd á net-
ið, síðan vildu vinir og annað fólk fá
sambærileg borð,“ segir Hafsteinn.
Barneignir og borðasmíð
„Við bjuggum til fyrstu borðin
bara inní eldhúsi hjá okkur, eldhús-
borðið heima var vinnuborðið. Síðan
voru 4 m² lausir úti í geymslu og við
smíðuðum þar,“ segir Hafsteinn.
Happie fluttist síðan af heimili
þeirra og í bílskúr en nú eru þau með
smíðastofu á Granda.
„Fyrirtækið fæðist í raun á sama
tíma og Agla unnusta mín er í
Listaháskólanum í arkitektúr og
kemst að því að við séum að fara
eignast barn. Hún er með fram í
rauðan dauðann í bílskúrnum með
kúluna. Hún er algjör snillingur í
þessu og sér um fegurðina í hlut-
unum. Ég er sterkur í höndunum en
hún er gæðastjórinn,“ segir Haf-
steinn og bætir við að dóttir þeirra
sé nú á leið á leikskóla og stutt í að
Agla komi aftur á fullu inn í fyr-
irtækið.
Vill halda Happie persónulegu
Happie hefur tekið að sér ótrúlega
mörg verkefni fyrir ýmis fyrirtæki
s.s. Hilton-hótel, Eldhesta, Hag-
kaup, Forréttabarinn, ORG í Kringl-
unni, ásamt því að innrétta og smíða
fyrir Axels bakarí á Akureyri og
verslunina við Seljalandsfoss. Haf-
steinn reynir þó eftir bestu getu að
halda í smæð fyrirtækisins. „Ég hef
reynt að láta þetta ekki stækka of
mikið og hratt, þannig að þetta verði
eitthvert slys. Ég reyni að hafa þetta
persónulegt og skemmtilegt. Ég vil
ekki búa til 1.000 borð á einu ári, ég
væri frekar til í að gera 1.000 borð á
60 árum og hafa það bara fínt.“
Happie Furniture er meðal annars
núna að smíða húsgögn fyrir bjór-
böðin sem Kaldi ehf. er að opna.
„Við erum mjög spennt fyrir
þessu verkefni, það er mjög öðru-
vísi,“ segir Hafsteinn og bætir við að
það sé gleðin í þessu sem dregur
hann áfram. „Við viljum bara búa til
nákvæmlega draumaborðið sem
hver og einn vill. Það er í raun og
veru fegurðin í þessu.“
Hamingjusöm húsgögn
Húsgögn frá
Happie Furniture
virkilega vinsæl
Ljósmyndir/Happie Furniture
Fjölskyldan Hafsteinn, Agla og dóttir þeirra í versluninni við Seljalandsfoss en þau innréttuðu og smíðuðu húsgögnin.
Eik Stofuborð úr evrópskri eik frá Happie. Hafsteinn segir það geta gert
mikið fyrir heimilið að hafa hugguleg og persónuleg húsgögn.
Úrslitaleikirnir í bikarkeppninni í
körfubolta fara fram í Laugardalshöll
í dag þar sem kvennalið
Keflavíkur og Skallagríms
mætast en síðan
karlalið KR og Þórs frá
Þorlákshöfn. Í opnu
íþróttablaðsins er
rætt við Tobin Car-
berry úr Þór og Ar-
iana Moorer úr
Keflavík og þá
leggja þjálfararnir
Friðrik Ingi Rún-
arsson og Ingvar
Guðjónsson mat sitt
á úrslitaviðureign-
irnar tvær. »2-3
Bikarúrslitaleikir
í Laugardalshöllinni