Morgunblaðið - 16.02.2017, Page 2

Morgunblaðið - 16.02.2017, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 Ríkharður Jónsson, málarameistari, knatt- spyrnukappi og fyrr- verandi formaður Íþróttabandalags Akraness, lést á Dvalarheimilinu Höfða 14. febrúar, 87 ára að aldri. Foreldrar Ríkharðs, eða Rikka eins og hann var gjarnan kall- aður, voru Jón Sig- urðsson, f. 25.3. 1888, d. 19.7. 1971, skipstjóri og síðar hafnarvörður á Akranesi, og k.h., Ragnheiður Þórðar- dóttir, f. 8.3. 1893, d. 26.10. 1982, húsmóðir. Hann fæddist á Akranesi 25. desember 1929, næstyngstur níu systkina, lauk prófum frá Iðnskól- anum í Reykjavík 1950, lauk sveinsprófi í húsamálun 1951, öðl- aðist meistararéttindi í húsamálun 1954, varð meistari í bílasprautun 1966, lauk sveinsprófi í dúklagningu og veggfóðrun 1970 og öðlaðist meistararéttindi í þeim greinum 1973. Ríkharður vann við bílasprautun á Akranesi 1945-47 og starfaði við húsamálun frá 1951. Hann stofnaði sprautu- og réttingaverkstæðið Bílamiðstöðina á Akranesi 1959 og bætti síðan við það bifreiðaverk- stæði. Hann starfrækti verkstæðin með öðrum og einsamall til 1980. Þá var hann umboðsmaður Bruna- bótafélagsins í sautján ár. Rík- harður var einn fræknasti knatt- spyrnumaður Íslands. Hann hóf að leika með meistaraflokki ÍA 1946 og sama ár var hann valinn í lands- liðshóp fyrir fyrsta landsleik Ís- lands. Ríkharður lék þrjátíu og þrjá landsleiki á átján árum og skoraði m.a. fjögur mörk í einum frægasta landsleik þjóðarinnar er Íslendingar unnu ólympíumeistara Svía, 4:3, árið 1951. Hann byggði upp fyrsta gullaldarlið Skagamanna og á árunum 1951-1960 vann það sex meistaratitla. Ríkharður sat í knattspyrnuráði ÍA 1951-60 og var formaður Íþróttabandalags Akraness 1972- 76. Hann var formaður Alþýðu- flokksfélags Akraness um skeið, sat í bæjarstjórn Akraness 1974-82, sat í sjúkrahússtjórn Akraness 1968- 98, sat í stjórn Grundartanga- hafnarinnar um skeið, starfaði mik- ið í Oddfellow-reglunni frá 1959, var formaður fulltrúaráðs HL- stöðvarinnar í Hátúni 14, Reykjavík og sat í stjórn Hjartaverndar frá 1992. Ríkharður var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, var sæmdur heiðurskrossi KSÍ, var heiðursfélagi ÍA og Knattspyrnu- félagsins ÍA, var kjörinn heiðurs- borgari Akraneskaupstaðar 2008 og tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ 2015. Eiginkona Ríkharðs var Hallbera Leósdóttir, sem lést 9. janúar síðastliðinn. Börn þeirra eru Ragn- heiður, Hrönn, Ingunn, Sigrún og Jón Leó. Andlát Ríkharður Jónsson Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 1951 Ríkharður Jónsson borinn á gullstól af leikvelli eftir sigurinn á Svíum, 4:3. Karl Guðmundsson fyrirliði, Sæ- mundur Gíslason og Þórður Þórðarson halda á hetjunni. oðið úrvalið Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Ýmis lög og reglur giltu um réttindi fatlaðs fólks og aðbúnað sem það átti rétt á á tímabilinu 1952 til 1993 þegar börnin sem vistuð voru á Kópavogs- hæli sættu illri meðferð og ofbeldi. Árni Múli Jónasson, framkvæmda- stjóri Þroskahjálpar, segir skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshæli draga skýrt í ljós að ekki hafi verið far- ið eftir þessum reglum. Margir þeirra sem sóttu fund sem Þroskahjálp stóð fyrir í gær ásamt Átaki, félags fólks með þroskahömlun, og Þroskaþjálfafélagi Íslands tóku dæmi um ýmsa hluti sem betur mættu fara í íslensku samfélagi í dag. „Einn þáttur skýrslunnar var að draga fram mikið bil milli reglna og laga, og raun- veruleikans,“ segir Árni. „Það er alls kyns þjónusta sem á að haga með ákveðnum hætti en framkvæmdin er allt of langt frá því,“ segir hann um nú- tíð og fortíð. Ekki reið, heldur leið Fundurinn var fjölsóttur; þar voru fyrrverandi vistmenn, aðstandendur þeirra og starfsmenn, en fundurinn var eingöngu ætlaður fólki sem tengist Kópavogshæli með einhverjum hætti. Formaður vistheimilanefndar, Hrefna Friðriksdóttir, kynnti skýrsluna og fór ofan í saumana á því hvernig hún var unnin og hvernig gagnanna var aflað. Tveir aðrir fulltrúar nefndarinnar mættu á fundinn. „Þarna voru miklar tilfinningar. Eðlilega,“ segir Árni. „Þarna var fólk sem átti ættingja þarna sem eru jafn- vel látnir. Þangað mættu einnig að- standendur fatlaðra einstaklinga sem hefðu kannski verið þarna hefðu þeir fæðst á öðrum tíma.“ Spurður hvort fundarmenn hafi ver- ið reiðir svarar Árni neitandi, og segir þá frekar hafa verið leiða. „Fólk er sjokkerað og mjög slegið. En það sem kom þarna fram var mjög málefnalegt. Þetta var ekki reiði þó að það hafi verið miklar tilfinningar,“ segir hann. „Fólk hefur væntingar til að þetta verði til góðs í framtíðinni. Að stjórnvöld dragi af þessu lærdóm og bæti réttarstöðu og þjónustu við fatlað fólk.“ Árni segir margt hafa breyst til hins betra frá þessum árum. Ísland hafi skrifað undir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem gerir ráð fyrir því að fólk eigi að geta lifað sjálfstæði lífi og fengið aðstoð til þess. Gjá milli reglna og framkvæmdar  Vistmenn og aðstandendur vænta þess að dreginn verði lærdómur af skýrslunni um Kópavogshæli Kópavogshæli Fundinn sótti fjöldi að- standenda og fyrrverandi vistmenn. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir grænlenska skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, en gæsluvarðhald yfir honum renn- ur út klukkan 16 í dag. Þetta stað- festi Grímur Grímsson yfirlög- regluþjónn við Morgunblaðið í gærkvöldi. Maðurinn hefur í dag setið í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur, en lögregla og ákæruvald hafa tólf vikur frá handtöku til að gefa út ákæru, eigi viðkomandi að sitja í gæsluvarðhaldi fram að dómi. Grímur sagði að ekki lægi fyrir játning í málinu. Enn er beðið niðurstöðu úr lífsýnarannsókn, en rannsóknin hefur tekið um þrjár vikur. Aðspurður sagði Grímur ekkert óeðlilegt vera við þann tíma sem lífsýnarannsóknin hefur tekið. Rannsóknir sem þessar séu flóknar og þær taki þar af leiðandi langan tíma, oft á bilinu fjórar til sex vikur. „En við vonumst til að fá einhverjar niðurstöður í þessari viku,“ sagði hann. ash@mbl.is Líklega farið fram á varðhald áfram Blóðbankinn hefur tekið í notkun þrjár nýjar vélar til að safna blóð- flögum og plasma. Vélarnar eru þægilegri og einfaldari í vinnslu en eldri vélar og stytta þær tímann sem hver gjafi þarf að bíða um fimm til tíu mínútur. Munu vélarnar gagnast við tvo þætti af þremur í starfsemi Blóð- bankans, þ.e. við söfnun blóðflaga og plasma, en þriðji þátturinn er heil- blóðsöfnun sem flestir þekkja eflaust sem hafa gefið blóð. Vélarnar, sem koma á grunni þjónustusamnings við söluaðila sem endurnýjar vélar bankans reglulega, komu í hús á mánudag. Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jen- sen, deildarstjóri blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum, segir að nú sé verið að prófa vélarnar á fyrstu blóðgjöf- unum og þjálfa starfsfólkið. Að sögn Jórunnar er blóðflögu- og plasma- söfnunin mjög mikilvægur þáttur í söfnun Blóðbankans en þá þurfa gjafar að gefa sér um 90 mínútur til blóðgjafarinnar. Blóðflögurnar eru m.a. notaðar til að stöðva blæðingu og loka sárum. Rauðkornaþykknið sem er safnað með heilsöfnun er súrefnisríka blóðið og plasmað er blóðvökvinn sjálfur. Er það meðal annars mikil- vægt þegar verið er að meðhöndla brunasár. Úr blóðflögugjöf með tæki eins og því sem nú hefur verið tekið í notkun fást tveir skammtar af blóðflögum í hverri gjöf. Í hefðbundinni heilblóðs- söfnun þurfa skiptin hins vegar að vera átta til að geta blandað saman tvær einingar af blóðflögum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Blóðgjöf Vigdís Jóhannsdóttir aðstoðardeildarstjóri (t.v.) og Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen deildarstjóri (t.h.). Blóðbankinn fær þrjár nýjar vélar  Stytta tímann sem tekur að gefa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.