Morgunblaðið - 16.02.2017, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.02.2017, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 Vertu upplýstur! blattafram.is ÞÚ ERT LÍKLEGRI TIL AÐ GRÍPA INNÍ EF ÞÚ HEFUR ÞEKKINGU Á ÓÆSKILEGRI HEGÐUN Laugavegi 52 | 101 Reykjavík Sími 552 0620 | gullogsilfur.is Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 NÝ SENDING Verið velkomin Bolir Peysur Túnikur Ponsjo Töskur og Klútar Vinsælu velúrgallarnir fyrir konur á öllum aldri eru alltaf til í mörgum litum Stærðir S-XXXXL Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Nýjar vörur Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is ÚTSÖLULOK LAGERSALA 60-70%AFSLÁTTUR Vorum að bæta viðmiklu magni af vörum á útsöluna! Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nú staddur í Tyrklandi ásamt sendinefnd Evrópuþingsins, en þar mun hópurinn kynna sér stöðu mannréttinda í héruðum Kúrda í Suðaustur-Tyrklandi. Hópurinn hefur krafist þess að fá að hitta Abdullah Öcalan, leiðtoga Kúrda, sem setið hefur í einangr- unarfangelsi á Imrali-eyju á Marmarahafi frá árinu 1999. Nefndin er skipuð stjórn- málamönnum, núverandi og fyrrverandi, blaðamönnum, vísindamönnum og rithöfundum. „Nú er ég staddur í Diyarbakir, sem er höfuðborg Kúrdahéraðanna. Þar höfum við hitt fjöldann allan af fólki, fulltrúa stjórnmálaflokka, mannréttindasamtaka og fjölmiðla, sem sumir hverjir hafa reyndar ver- ið bannaðir. Við erum að reyna að gera okkur grein fyrir þeirri mynd sem blasir við þeim sem vilja skilja stöðu mannréttinda og það er mjög ljót mynd,“ sagði Ögmundur í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi og bætti við að flestir gerðu sér ekki grein fyrir umfangi og fjölda mann- réttindabrota á hendur Kúrdum, en samskipti Tyrkja og Kúrda hafa stirðnað mjög síðustu ár. Púsl í hinni stóru mynd Ögmundur sagði ólíklegt að beiðn- in um heimsókn í fangelsið yrði sam- þykkt, en henni hefur ekki verið svarað. Beiðni um fund með dóms- málaráðherra Tyrklands hefur held- ur ekki verið svarað. „Þetta er púsl í stærri mynd og við erum að reyna að hreyfa við þessum málum. Beiðnin er þó sett fram í fullri alvöru. Hvort sem við henni verður orðið eða ekki stendur eftir að vilji okkar er alveg ljós og þá af- staða tyrkneskra yfirvalda líka. Í hinu stærra samhengi notum við þetta til að varpa táknrænu ljósi á stærri mynd,“ sagði Ögmundur. Freista þess að ræða við leiðtoga Kúrda  Fyrrverandi ráðherra kannar mannréttindi Kúrda  Óska samtals við dómsmálaráðherra Tyrklands Ögmundur Jónasson mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.