Morgunblaðið - 16.02.2017, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég kom fyrst til Íslandsí þriggja mánaðasumarvinnu hjá Há-skóla Íslands og sneri
að því loknu aftur heim til Pól-
lands, þar sem ég lauk námi við
Háskólann í Rzeszów. Eftir það
vissi ég ekki alveg hvað ég vildi
taka mér fyrir hendur svo ég
skellti mér aftur til Íslands til að
ferðast um landið og taka myndir.
Ég ætlaði að vera í þrjá mánuði
en ég varð ástfangin af Íslandi, og
nú eru liðin sex ár síðan ég kom
hingað í heimsókn,“ segir Ag-
nieszka Majka Srocka, eða Maja
eins og hún er oftast kölluð á Ís-
landi.
„Ég bý núna á Klaustri og
kann virkilega vel við mig. Hér er
alveg sérstakt andrúmsloft, það er
mikil samkennd meðal íbúanna og
yndislegt að búa hérna. Þegar mér
er boðið í kaffi hérna líður mér
eins og ég sé heima hjá mér.“
Við höfum öll gott af því að
kynnast hvert öðru
Maja hefur undanfarin þrjú
ár starfað sem myndmenntakenn-
ari í grunnskólanum á Klaustri,
enda er hún menntaður mynd-
menntakennari, og hún starfar
líka í Arion banka. En hún hefur
komið víða við; fyrstu þrjú árin á
Íslandi var hún í hinum ólíkustu
störfum.
„Fyrst starfaði ég á Hótel
Geirlandi, síðan á elliheimilinu
Klausturhólum og þar á eftir hjá
Icelandair. Ég kenndi líka ljós-
myndun í grunnskólanum sem val
fyrir nemendur. Ég hef eignast
marga vini hér á Klaustri í gegn-
um öll þessi störf, og að vinna í
banka er einstaklega góð leið til
að kynnast nánast öllum sem búa
hér.“
Samfélagið á Klaustri er
heppið að hafa Maju því hún er
drífandi og framkvæmir hug-
myndir sínar.
„Ég er að skipuleggja alþjóð-
legan dag hér á Klaustri sem
verður í sumar, og sveitarfélagið
hefur þegar samþykkt að vera
með mér í þessu, sem og Rauði
krossinn. Ég vil gera þetta að ár-
legum viðburði, enda býr fólk af
mörgum þjóðernum hérna, frá
Litháen, Rúmeníu, Póllandi, Ítalíu,
Portúgal, Frakklandi og fleiri
löndum. Og Íslendingarnir sem
búa hér eru mjög áhugasamir að
fá að kynnast menningu okkar
hinna, matargerðinni, sögunni og
öðru sem við komum með okkur
að heiman. Við höfum öll gott og
gaman af því að koma saman og
kynnast hvert öðru og því sem við
höfum fram að færa.“
Maja er að safna að sér sjálf-
boðaliðum til að hjálpa við und-
irbúning alþjóðlega dagsins.
„Ég er í samtökum alþjóð-
legra listamanna, NCLAVA, og ég
Varð ástfangin af
Íslandi og settist að
Henni finnst gaman að takast á við ögrandi verkefni og gera eitthvað sem hún
hefur ekki áður gert. Hún vílar ekki fyrir sér að skipuleggja alþjóðlegan dag á
Klaustri, þar sem hún býr, og hún tekur líka ljósmyndir og málar með olíu. Og svo
heldur hún sýningar á verkum sínum bæði hér heima og í Póllandi, þaðan sem
hún kemur. Maja kann vel við sig á Klaustri, þar sem samkennd er meðal íbúa.
Stolt Maja á sýningu sinni í Háskólanum í Rzeszów í Póllandi nú í janúar.
Zumba gold™ fyrir dömur og herra,
spjaldtölvur/iPad, enskukennsla og
ljóðaklúbbur eru á dagskrá hjá FEB,
Félagi eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni, í dag, fimmtudag 16. febrúar,
og alla jafna á fimmtudögum. Á
morgun, og næstu föstudaga, fjallar
Baldur Hafstað um Íslendingasögur
og á sunnudagskvöldið verður dans-
leikur að vanda. Fleira mætti tína til
af alls konar fróðleik og skemmtileg-
heitum sem eldri borgurum stendur
til boða og nánar er greint frá á vef-
síðu félagsins, www.feb.is.
Hlutverk FEB er að gæta hags-
muna eldri borgara í hvívetna. Allir
sem náð hafa 60 ára aldri og makar
þeirra geta orðið félagsmenn. Fé-
lagsgjaldið er 4.000 kr.. Gegn fram-
vísun félagsskírteinis fæst afsláttur
hjá ýmsum verslunum og þjónustu-
fyrirtækjum.
Kl. 15.30 í dag verður haldinn aðal-
fundur félagsins í Ásgarði við Stang-
arhyl 4 og eru félagsmenn hvattir til
að mæta og taka með sér félags-
skírteini fyrir árið 2016.
Vefsíðan www.feb.is
Skák Á þriðjudögum er tefld skák undir leiðsögn Skákfélagsins Æsis.
Engin lognmolla hjá eldra fólki
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU!
Bólgueyðandi og verkjastillandi
munnsogstafla við særindum í hálsi
Nýtt
Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast
upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
HUNANGS
OG SÍTRÓNU-
BRAGÐI
APPELSÍNU-
BRAGÐ
SYKURLAUST
Leikritið Ellý verður til umfjöllunar
á þriðja og síðasta Leikhúskaffi
Borgarbókasafnsins Kringlunni og
Borgarleikhússins á þessu leikári.
Kl. 17.30 í dag, fimmtudag 16. febr-
úar, segja höfundar verksins, þeir
Ólafur Egill Egilsson og Gísli Örn
Garðarsson, frá uppsetningu
Borgarleikhússins og Vesturports á
leikritinu. Í kjölfarið verður svo rölt
yfir í Borgarleikhúsið þar sem
gestir fá stutta kynningu á leik-
mynd og annarri umgjörð sýning-
arinnar.
Leikritið, sem frumsýnt verður
10. mars nk., varpar ljósi á líf og
söngferil Ellýjar Vilhjálms sem á
sínum tíma var ein vinsælasta
söngkona þjóðarinnar. Söngurinn
þótti fágaður, túlkunin hógvær og
ígrunduð og röddin silkimjúk og
hlý. Ellý bjó yfir óræðri dulúð og
töfraði marga með söng sínum og
leiftrandi persónuleika, en líf henn-
ar varð stundum efni í sögusagnir
og slúður sem hún hirti lítið um að
svara. Úrvalslið leikara og tónlist-
armanna tekur þátt í sýningunni.
Gestum Leikhúskaffisins býðst
10% afsláttur af miðum á Ellý.
Borgarbókasafnið – Menningarhús Kringlunni
Leikrit um líf og list Ellýjar til
umfjöllunar í Leikhúskaffi
Vinsæl Ellý Vilhjálms var á sínum tíma
ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar.