Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 13

Morgunblaðið - 16.02.2017, Síða 13
Vetrarfegurð Þessa mynd tók Maja af Hótel Geirlandi; þar leið henni vel þegar hún vann hjá Erlu og Gísla. er fulltrúi þessara samtaka á Ís- landi, en samtökin ætla að prenta myndir frá hverju landi. Það verða líka myndir frá persónulegu lífi fólks í heimalandinu, til að sýna hvernig það er ólíkt því sem hér þekkist. Einnig munum við spila tónlist frá öllum þessum löndum, jafnvel munu einhver bönd koma fram. Þessi hátíð verður því fyrir augu, eyru og bragðlauka.“ Áhuginn beinst að náttúr- unni eftir flutning til Íslands Maja er menntaður grafískur hönnuður en í því námi lærði hún einnig ljósmyndun, og hún starfaði um tíma sem ljósmyndari heima í Póllandi, tók myndir í brúð- kaupum og öðrum viðburðum sem og tískuljósmyndun. „Ég var alltaf mjög upptekin af því að taka ljós- myndir af fólki og andlitum, svo- kölluð portrett, en eftir að ég fluttist til Íslands hefur ljós- myndaáhuginn beinst að náttúrunni, lands- laginu. Mér finnst gaman að takast á við nýja hluti og ögr- andi,“ segir Maja, sem var með ljós- myndasýningu í Pól- landi í sumar þar sem hún sýndi myndir sem hún hafði tekið á Ís- landi. „Þetta voru landslagsmyndir, flestar teknar á Suðurlandi og margar frá Klaustri og nánasta nágrenninu hér, svæðinu sem mér þykir vænst um.“ Maja hefur líka verið með ljósmyndasýningar hér á Íslandi, til dæmis sýnir hún um hverja páska á Klaustri, og á ólíkustu stöðum, í kirkju og á hótelum. Á síðustu uppskeruhátíð á Klaustri, sem var í október, var hún með sýningu á olíu- málverkum, en hún fæst einnig við málun. „Um næstu páska verð ég með stóra málverkasýningu á Hót- el Laka,“ segir Maja sem hefur í nægu að snúast, enda fram- takssöm og orkumikil. Listakona Maja í bol frá NCLAVA, alþjóðlegum samtökum listamanna. Koss Maja kyssir íslenskan hest, hún mælir með kynnum við slíkar skepnur. Íslendingarnir sem búa hér eru mjög áhuga- samir að fá að kynnast menn- ingu okkar. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.