Morgunblaðið - 16.02.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017
alvöru grillaður kjúklingur
Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585
Opið alla daga kl. 11-22
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Hlíðarfjalls og væntanlega verður
skoðaður sá möguleiki að nýta lyft-
urnar í tengslum við hjólabrautirnar
og leggja þá slíkar brautir enn ofar í
fjallið en nú er,“ segir Sigmundur.
Stjórn Hverfisnefndar Oddeyrar
gerir alvarlegar athugsemdir við
áform Hafnarsamlags Norðurlands
um að festa gámasvæði í sessi í fiski-
höfninni á Akureyri.
Hverfisnefndin „leggst alfarið
gegn því að deiluskipulagi sé breytt á
þessum stað meðan ekki er hægt að
breyta á öðrum stöðum á Oddeyri
vegna vinnu við fyrirhugað ramma-
skipulag. Þá virðast vinnubrögðin
vera þannig að þarna sé landnotkun
breytt í bága við gildandi skipulag
(gámastæðum raðað á athafnasvæði
fiskihafnar) og skipulaginu breytt
eftir á. Nauðsynlegt er að taka afger-
andi afstöðu til starfsemi á hafnar-
svæðum. Gámasvæði við Hjalteyrar-
götu er þannig úr öllum takti við
íbúðasvæði í grenndinni og það verð-
ur að fara annað,“ segir í athugasemd
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Langt er síðan sú hugmynd var
fyrst rædd í akureyrska bæjarkerf-
inu að fá fjárfesta til að sjá um rekst-
ur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og
vinna að frekari uppbyggingu á
svæðinu. Nú hefur verið ákveðið að
stíga skrefið og auglýsa eftir áhuga-
sömum fjárfestum til þess arna.
Frístundaráð Akureyrar hefur
falið Atvinnuþróunarfélagi Eyja-
fjarðar (AFE) að auglýsa eftir fjár-
festum. Markmiðið er að auka að-
sókn og efla þjónustu við bæjarbúa,
íþróttaiðkendur og ferðamenn, að
sögn Sigmundur E. Ófeigssonar,
framkvæmdastjóra AFE.
„Þetta verður ekki boðið út held-
ur auglýsum við eftir áhugasömum
rekstraraðilum með góðar hug-
myndir. Undirbúningsvinna er í
gangi, við erum að meta umfangið,“
segir Sigmundur við Morgunblaðið.
Sigmundur segir að án efa séu
margir með mjög mismunandi hug-
myndir hvað framtíð Hlíðarfjalls
varðar. Auglýst verður á heima-
markaði til að byrja með.
„Nokkrir aðilar hafa nálgast
okkur og við vitum að einhverjir eru
með erlenda aðila með sér,“ segir
Sigmundur. „Það sem við viljum er
að auka og bæta þjónustuna og
byggja upp góða aðstöðu til langs
tíma.“
Horft er til þess að í Hlíðarfjalli
verði góð heilsársaðstaða fyrir úti-
vistarfólk. Hjólastígar eru í fjallinu
og stefnt er að því að aðstaða hjóla-
og göngufólks verði sem best. „Rætt
hefur verið um að setja upp nýja
lyftu í Hlíðarfjalli í samstarfi við Vini
nefndarinnar vegna fyrirhugaðra
breytinga á umræddu svæði.
Leikfélag Akureyrar frumsýnir
á laugardaginn nýtt íslenskt leikrit,
Núnó og Júnía, sem sagt er vera fyr-
ir fjölskyldur og ungt fólk. Sýnt er í
Hamraborg, stóra salnum í Hofi.
Núnó og Júnía er 322. sviðsetn-
ing Leikfélags Akureyrar, sem brátt
verður 100 ára; félagið var stofnað
19. apríl 1917.
Verkið gerist í fjarlægri framtíð í
landinu Kaldóníu. „Hinn ungi Núnó
er mesta afreksmanneskjan í Kald-
óníu og fyrirmynd allra íbúa landsins
í hreysti og dugnaði. Mottó Núnós er
að gera betur, gera enn betur og
toppa það svo,“ segir í tilkynningu.
Leikritið er úr smiðju Sigrúnar
Huldar Skúladóttur og Söru Martí
Guðmundsdóttur. Þær eru einnig
höfundar leikgerðar Pílu Pínu, sem
vakti mikla lukku á síðasta leikári í
sviðsetningu leikfélags Akureyrar
og Sinfóníuhljómsveitar Norður-
lands í Hamraborg.
Sara Martí leikstýrði jafnframt
uppsetningunni á Pílu Pínu og hefur
fengið til liðs við sig stóran hluta
þess listræna teymis sem skapaði
undraheim Pílu. Núnó og Júnía er
mikið sjónarspil hlaðið leikhús-
töfrum og sjónhverfingum, skv. til-
kynningu.
Í verkinu leika þrír leikarar
ásamt stórum hópi aukaleikara.
Aðalleikararnir eru Alexander
Dantes Erlendsson, Bjarni Snæ-
björnsson og Dominique Gyða Sig-
rúnardóttir. Alexander og Dom-
inique Gyða sem leika titilhlutverkin
eru að stíga sín fyrstu skref; Núnó
og Júnía eru fyrsta verkefni þeirra í
atvinnuleikhúsi.
Hljómsveitin Todmobile verður
með tvenna tónleika á Græna hattin-
um á laugardagskvöldið. Annað kvöld
koma þar fram Dali og Thingtak.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Snorrabúð stekkur Svæðið þar sem á árum áður var fótboltavöllur kenndur við Sana, er nú nýtt undir gáma skipa-
félaganna. Hverfisnefnd Oddeyrar leggst alfarið gegn því að þeir verði þar til frambúðar, nálægt íbúðarsvæði.
Leita fjárfesta til að byggja upp
og reka skíðasvæðið í Hlíðarfjalli
„Því miður hafa öryggishorfur í Evr-
ópu versnað á umliðnum árum og Atl-
antshafsbandalagið brugðist við með
því að auka varnarviðbúnað sinn,“
sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra eftir fund sem hann átti
í Brussel með Jens Stoltenberg, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbandalags-
ins. ,,Hér verða öll ríki að leggja sitt
að mörkum og það kom skýrt fram í
máli framkvæmdastjóra að framlag
Íslands á síðustu árum og áratugum
skiptir máli og er mikils metið,“ sagði
hann að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá utanríkisráðuneytinu.
Þróun öryggismála í Evrópu og
tengslin vestur um haf voru meðal
umræðuefna á fundinum, sem fram
fór í tengslum við fund varnarmála-
ráðherra bandalagsins í Brussel sem
haldinn er í gær og dag.
Á fundinum var enn fremur rætt
um aukinn varnarviðbúnað banda-
lagsins og gerði utanríkisráðherra
grein fyrir stefnu stjórnvalda í ör-
yggis- og varnarmálum og auknum
framlögum og virkari þátttöku í
störfum Atlantshafsbandalagsins.
Einnig var rætt um viðbúnað og
eftirlit á Norður-Atlantshafi.
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Viðræður Guðlaugur Þór og Jens Stoltenberg ræddust við á fundi í Brussel.
Öryggishorfur í
Evrópu hafa versnað
Tveir skipverjar
á bátnum Hjör-
dísi HU voru
hætt komnir
norðaustan
Ólafsvíkur í gær
þegar báturinn
tók að leka.
Björg, björg-
unarskip Lands-
bjargar, var kall-
að út eftir að
skip í grenndinni svöruðu ekki
neyðarkalli skipverjanna.
Skipverjarnir skáru á veiðarfæri
bátsins og rétti hann sig þá af.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-
GNA var send til aðstoðar og
ákveðið var að skipverjarnir færu
um borð í Björgu, en Hjördís var
dregin að landi að Rifi.
Skipverjar á Hjördísi
HU hætt komnir
Björg Hjördís var
dregin að Rifi.