Morgunblaðið - 16.02.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.02.2017, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og Rex Tillerson, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, munu hittast í dag í fyrsta sinn. Fundur þeirra verður í Bonn, þar sem báðir eru staddir vegna ráðherraviðræðna G20-ríkjanna svonefndu. Þá mun Lavrov einnig funda með Sigmari Gabríel, nýjum utanríkisráðherra Þýskalands. Talið er að viðræður Tillersons og Lavrovs muni spanna vítt svið, en fulltrúi rússneska utanríkisráðu- neytisins sagði að Lavrov vildi ræða samskipti ríkjanna, sem „fyrri ríkis- stjórn Bandaríkjanna hefði siglt í strand“. Þá yrði einnig farið yfir hin ýmsu alþjóðamál og það hvernig Rússland og Bandaríkin geti stuðlað að farsælli lausn þeirra. Óvissa ríkir þó meðal Rússa um það hvernig hin nýja ríkisstjórn Bandaríkjanna muni taka á málum, en þaðan hafa borist ýmsar yfirlýs- ingar, sem þykja hörkulegar gagn- vart Rússum. Sean Spicer, fjölmiðla- fulltrúi Bandaríkjaforseta, sagði til dæmis á blaðamannafundi á þriðju- daginn að Trump ætlaðist til þess að Rússar myndu hafa hemil á upp- reisnarmönnum í austurhluta Úkra- ínu, jafnframt sem þeir ættu að skila Krímskaganum. Fulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins svaraði því einu til að Rússar „skiluðu ekki eig- um sínum“. Lavrov og Tiller- son funda í dag  Fyrsti fundur utanríkisráðherranna Sergei Lavrov Rex Tillerson Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandarískir embættismenn gáfu til kynna í gær að Bandaríkin myndu ekki lengur reyna að ýta á um það að gera Ísrael og Palestínu að tveimur sérstökum ríkjum, en Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti Benja- mín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í gær. Kom fram í máli háttsetts emb- ættismanns innan Hvíta hússins að Bandaríkin myndu styðja þær lausn- ir sem deiluaðilar kæmu sér saman um. „Tveggja ríkja lausn sem færir ekki frið er ekki markmið sem nokk- ur vill ná,“ sagði embættismaðurinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Það væri því undir Ísraelsmönnum og Palestínumönnum sjálfum komið hvaða lausn myndi færa þeim var- anlegan frið. Þessi afstaða er á skjön við þá, sem Bandaríkin hafa haft í nálega hálfa öld, og hafa báðir flokkar vest- anhafs verið sammála um tveggja ríkja lausnina. Talið er að þessi um- skipti séu viðleitni Trumps til þess að sýna skýran stuðning sinn við Ísr- aelsríki. Palestínumenn ósáttir Fulltrúar palestínsku heima- stjórnarinnar brugðust ókvæða við yfirlýsingunni. Sagði einn þeirra við AFP-fréttastofuna að það væri „ekk- ert vit“ í stefnubreytingunni og að hún myndi ekki leiða til friðar. „Þeir geta ekki gert þetta án þess að bera upp annan valkost,“ sagði hann. Trump hefur ekki haft samband við palestínsku heimastjórnina frá því að hann tók við embætti 20. janúar síðastliðinn. Gert var ráð fyrir að Trump myndi segja Netanyahu að hann vildi reyna að hjálpa til við lausn deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs, en hann hefur þegar skipað tengdason sinn, Jared Kushner ásamt lögfræðingnum Jas- on Greenblatt í sérstakt friðarvið- ræðuteymi. Netanyahu aftur á móti vonast til þess að heimsókn sín muni marka tímamót í samskiptum Ísraels og Bandaríkjanna, sem voru orðin nokkuð stirð eftir því sem leið á kjör- tímabil Baracks Obama, fyrirrenn- ara Trumps í embætti. Voru það einkum kjarnorkumál Írana og gagnrýni Bandaríkjanna á land- nemabyggðir sem skyggðu á. AFP Söguleg heimsókn Trump og Netanyahu ræddu samskipti Bandaríkjanna og Ísraels í gær. Kom fram fyrir fund þeirra að Bandaríkin hygðust ekki lengur þrýsta á tveggja ríkja lausn í deilu Ísraels og Palestínu. Krefst ekki tveggja ríkja lausnar  Trump og Netanyahu hittust í Hvíta húsinu í gær Fjórir sjálfvígssprengjumenn gerðu árásir í Pakistan í gær og féllu sex manns í þeim. Talíbanar hafa lýst yf- ir ábyrgð sinni á árásunum, en þær koma í kjölfar sjálfsvígsárásar í borginni Lahore, höfuðborg Punjab- héraðs, á landamærum Pakistans og Afganistans á mánudaginn var, en þrettán manns létust og fjölmargir særðust þar. Árásirnar beindust einkum að op- inberum stofnunum Pakistans, en í einni árásinni var mótorhjóli keyrt á flutningabíl í borginni Peshawar, þar sem dómarar voru innanborðs. Öku- maður bílsins lést, en farþegarnir særðust illa. Mannskæðasta árásin átti sér stað fyrr um daginn, en þar réðust tveir sjálfsvígssprengjumenn á opinbert skrifstofuhúsnæði og felldu fimm manns. Lögreglunni tókst að yfir- buga annan manninn áður en hinn sprengdi sjálfan sig í loft upp. Talsmenn talíbana í Pakistan tjáðu AFP-fréttastofunni að þeir hygðust halda árásum sínum áfram næstu daga, á meðan Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, kallaði saman herforingja og háttsetta emb- ættismenn til þess að ræða viðbrögð við hryðjuverkahrinunni. Sagði í til- kynningu frá forsætisráðuneytinu að þjóðarstyrkur Pakistana myndi að lokum „útrýma hryðjuverkum og öfgastefnum.“ Hryðjuverkahrinan nú er hin mesta frá árinu 2014, en þá féllu rúmlega 150 manns í árás á skóla í Peshawar. Leiddi sú árás til þess að pakistanski herinn fór í mikilvirkar gagnaðgerðir gegn talíbönum. Fjórar árásir á einum degi  Hrina hryðjuverka skekur Pakistan AFP Hryðjuverk Mikil sorg ríkti í Pak- istan í gær eftir fjórar árásir. Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 DIMMALIMM Nýjar vörur Vor/Sumar 2017 Lokadagar útsöluslár 70% afsl. AFMÆLISGJAFIR SÆNGURGJAFIR SKÍRNAGJAFIR Kjóll kr 5.795 DimmalimmReykjavik.is Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Líkaminn tapar vökva og mikilvægum söltum við niðurgang, uppköst eða mikla svitauppgufun. Resorb er vökvauppbót sem fæst án lyfseðils og kemur jafnvægi á vökva- og saltbirgðir líkamans og flýtir þannig fyrir bata. RESORB ORIGINAL ENDURSTILLIR VÖKVABÚSKAPINN Fæst án lyfseðils í flestum apótekum Nýjar umbú ðir!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.