Morgunblaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 lÍs en ku ALPARNIR s alparnir.is VETRARFRÍDAGAR ÁRMÚLA 40 | SÍMI 534 2727 20% - 40% afsláttur flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Lögreglan í Mal- asíu handtók í gær konu fyrir að hafa myrt Kim Jong-Nam, hálfbróður Kims Jong-Un, einræð- isherra Norður- Kóreu. Konan var með víet- namskt vegabréf á sér, en hún er talin vera útsendari frá Norður- Kóreu. Annarrar konu er enn leitað vegna morðsins. Kim Jong-Nam var á ferð um al- þjóðaflugvöllinn í Kúala Lúmpur, höfuðborg Malasíu, þegar tvær konur komu aftan að honum, gripu Kim og sprautuðu eiturefni í andlit hans. Kim náði að koma sér að upp- lýsingaborði þar sem hann sagði frá árásinni áður en hann hné nið- ur. Kim lést á leiðinni á sjúkrahús stuttu síðar. Lögreglan segist enn vera að kanna hvaða efni það var sem leiddi til andláts Kims. MALASÍA Kona handtekin fyrir morðið Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Loka þurfti Eyrarsundsbrúnni í gærmorgun í báðar áttir eftir að allt að tólf bílar skullu saman í árekstri á brúnni. Samkvæmt upplýsingum frá sænsku lög- reglunni þurfti að flytja 14 manns á sjúkrahús í bæði Danmörku og Svíþjóð eftir óhappið. Ekki var á hreinu hversu alvarlegir áverkar hinna slösuðu voru. Óhappið varð um kl. 7:46 að staðartíma og varð Svíþjóðarmegin á brúnni, en björgunarlið kom frá bæði Svíþjóð og Danmörku til þess að hlynna að hin- um slösuðu. Samkvæmt fréttatilkynningu frá rekstraraðila brúarinnar er þetta versta umferðarslys sem orðið hefur á brúnni eftir að hún var opnuð árið 2000. Í þeirri tilkynningu kom fram að árið 2005 hefði orðið rútuslys á brúnni, þar sem átta manns hlutu minni- háttar áverka. Brúin var opnuð á ný um ellefuleytið að staðar- tíma, en tafir voru á umferð langt fram eftir degi vegna slyssins. Brúnni lokað í báðar áttir AFP Brúin Slysið er hið versta sem orðið hefur síðan Eyrarsundsbrúin var opnuð árið 2000.  14 manns fluttir á sjúkrahús eftir alvarlegan árekstur á Eyrarsundsbrúnni  Versta umferðarslys á brúnni frá því að hún var opnuð árið 2000 Fjöldi fólks kom saman til þess að fylgjast með því, þegar Indverjar skutu á loft eldflaug frá Sriharikota í gær. Skotið var merkilegt fyrir þær sakir að með í för voru 104 gervihnettir, sem eldflaugin gat sett á sporbaug, og mun það vera heimsmet. Vísindamenn indversku geimferðastofnunarinnar glöddust mjög þegar þeir gátu staðfest að skotið hefði heppnast. AFP 104 gervihnettir setja met Indverjar skjóta eldflaug á loft Evrópuþingið í Strassborg sam- þykkti í gær umdeildan fríversl- unarsamning milli Evrópusambands- ins og Kanada. Greiddu 408 Evrópuþingmenn atkvæði með samn- ingnum, en 254 á móti. 33 sátu hjá. Samþykki þingsins þýðir að hægt verður til bráðabirgða að fara eftir honum þegar í næsta mánuði. Samn- ingurinn var undirritaður í október síðastliðnum, en sjö ára viðræður lágu þá að baki. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af samningnum, þar sem eitt hérað í Belgíu lagðist gegn því að ríkisstjórnin þar myndi sam- þykkja hann. Mótmælt var fyrir framan þing- húsið á meðan þingmenn greiddu at- kvæði, en um 700 manns héldu á skiltum til þess að sýna andstöðu sína við samninginn. Var afstaða þeirra einkum byggð á andstöðu við hnatt- væðingu og reyndu sumir mótmæl- enda að loka inngangi þinghússins áður en óeirðalögreglan greip í taum- ana. Samþykkja fríverslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.