Morgunblaðið - 16.02.2017, Side 20

Morgunblaðið - 16.02.2017, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Varnarmála-ráðherrarAtlants- hafsbandalags- ríkjanna hittust í gær til þess að ræða stöðu bandalagsins á komandi misserum. Var það eflaust mjög þörf og góð umræða, enda margt sem þarf að bæta þar úr. Er það ekki síst hið sífellda vandamál, ekki síst frá sjónarhóli Bandaríkja- manna, að sum bandalags- ríkjanna leggja minna af mörkum til varnarmála en þau hafa samþykkt. Hefur þar gjarnan verið rætt um 2% af vergri landsfram- leiðslu sem viðmið. Nú, þegar Trump Banda- ríkjaforseti er tekinn við, verður enn brýnna að leysa þennan vanda en áður var, þar sem Trump hefur lagt mikið upp úr því að Banda- ríkin séu ekki að sinna erind- um annarra ríkja án þess að nokkuð komi til á móti. Digurbarkalegar yfirlýs- ingar Trumps um stöðu bandalagsins við upphaf for- setatíðar sinnar voru heldur ekki til þess fallnar að róa taugar bandamanna, en hann sagði bandalagið vera úrelt og að það þyrfti að einbeita sér að aðgerðum gegn hryðjuverkum. Síðan þá hafa bæði Trump og James Mattis, varnar- málaráðherra og þraut- reyndur hershöfðingi, dregið í land með þær yfirlýsingar og lagt á það áherslu að Atl- antshafsbandalagið sé og verði áfram einn helsti horn- steinninn í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. En hversu lengi endist sú afstaða ef hin ríkin halda áfram að leggja lítið af mörkum á móti? Það er svo sem engin ný- lunda að Bandaríkin kvarti undan ójafnvægi í útgjöldum ríkja bandalagsins. Slíkt hef- ur nánast verið daglegt brauð allar götur síðan bandalagið var stofnað árið 1949. Raunar var það svo á tímum kalda stríðsins að í sumum fræðiritum um varnarmál var Ísland nefnt sem skýrasta dæmið um bandalagsríki sem legði ekk- ert af mörkum til eigin varna en ætlaðist til þess að Banda- ríkin sinntu því hlutverki nánast í einu og öllu. Þeir fræðimenn sem þar héldu á penna gættu þá lítt eða ekkert að sögulegu sam- hengi hérlendis og þeirri stað- reynd að Ísland er ekki með her, en samlíkingin var þó ekki í einu og öllu út í hött. Mörg önnur Evrópuríki, sem höfðu herlið, gátu hins vegar ekki skýrt lág framlög sín með sömu rökum þegar spurt var hvers vegna þau legðu ekki jafnmikið til bandalags- ins og þeim bar. Og hverju geta þau svarað nú, þegar þörfin á frekari út- gjöldum til varnarmála knýr aftur dyra? Sú þörf var til- komin löngu áður en Trump tók við í Hvíta húsinu. Árið 2014 samþykktu öll aðildar- ríki Atlantshafsbandalagsins 2%-viðmiðið. Það takmark hefur síðan verið ítrekað á tveimur fundum bandalags- ins til viðbótar. Fátt hefur hins vegar verið um efndir. Það eru einungis Bandaríkin, Grikkland, Bret- land, Eistland og Pólland sem hafa náð að uppfylla þetta loforð. Þá vekur það sérstaka athygli að hvorki Frakkland né Þýskaland hafa náð markmiðinu. Frakkar eru þó á réttri leið en Þjóðverjar þyrftu að nán- ast tvöfalda útgjöld sín til varnarmála ætluðu þeir að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Atlantshafs- bandalaginu. Ef þessi tvö ríki og þá sér- staklega Þjóðverjar tækju sig á myndi það muna miklu fyrir bandalagið í heild sinni og heildarsvip þess, nú þegar þýðing Atlantshafsbanda- lagsins fer vaxandi á nýjan leik. Aukin framlög þessara stóru ríkja til varnarmála, en einnig annarra ríkja banda- lagsins, stórra og smárra, myndu auka mjög stöðug- leika á Vesturlöndum og í næsta nágrenni Vesturlanda. Það skiptir miklu að enginn velkist í vafa um afl Atlants- hafsbandalagsins, og trú- verðugur varnarmáttur minnkar mjög líkur og ólgu og ófriði, einkum í næsta ná- grenni bandalagsins. Ef Atlantshafsbandalagið, sem tryggt hefur friðinn í Evrópu í nærri sjötíu ár, get- ur ekki fengið þann stuðning bandalagsríkjanna sem lofað hefur verið er hætt við að ólga í nágrenni þess fari vax- andi og enn erfiðara verði að tryggja friðinn en verið hef- ur. Bandalagsríkin þurfa að leggja meira af mörkum til eigin varna} Atlantshafsbandalagið á tímamótum S amkvæmt íslenskum banka er nú runninn upp svokallaður Meistara- mánuður. Ég læt ekki bankann segja mér það tvisvar, en rétt eins og fjármálasnillingarnir í bank- anum er ég mjög samfélagslega meðvitaður. Nú geri ég ráð fyrir því að lesendur séu komnir fram á sætisbrúnina af spennu yfir því hvað ég mun takast á við í mánuðinum. Ég hef sem sagt ákveðið að auka rauðvínsneyslu um allan helming í Meistaramánuði. Enda er það alveg meinhollt. Til að slá öllum öðrum við í þessari keppni, ef þetta skyldi vera keppni, mun ég jafnvel hafa rauðvínsdrykkjuna á kostnað bjórsins. Maður verður eitthvað svo gasalega mjúkur af svona rauðvíni. Hér greinir hins vegar mig og fjármálasnill- inga meistaramánaðarbankans á. Á vef átaks- ins segir orðrétt: „Við mælum með því að fólk sleppi áfengi alfarið.“ Ekki er víst að fjármálasnillingarnir í bankanum átti sig á því upp í hvaða dans þeir bjóða ríkisvaldinu ef viðskiptin í áfengiseinokunarverslun ríkisins skyldu dragast saman. Þá minnka svokallaðir „tekjustofnar ríkisins“, sem mér heyrist á mörgum stjórnmálamönnum vera upphaf að endalokum heimsins. Systurstofnun áfengiseinokunar- verslunar ríkisins, Landlæknisembætti ríkisins, hefur lagst á árarnar með systurstofnun sinni til að berjast gegn því að áfengiseinokunarverslunin missi einokunarleyfi sitt. Ríkislandlæknirinn hefur einnig haft furðu lítinn áhuga á því hvernig ríkiseinokunarverslunin hagar sér í tóbaksmálum. Eina neftóbakið sem er leyft er svo gott sem ekkert rannsakað og kannski þess vegna rukkar ríkið nú um það bil einbýlis- hús fyrir eina dós af efninu. Ekki varð ég held- ur var við að Landlæknisembætti ríkisins gerði mál úr auglýsingaherferð áfengisein- okunarverslunar ríkisins. Sú herferð var garg- andi snilld. Þar var einungis minnt á persónu- skilríkin, sem auðvitað brýtur ekki í bága við lög um bann við auglýsingum á áfengi. Af hverju í koníakslegnum ósköpunum ætti áfengi að koma upp í hugann þegar vínbúðir senda frá sér auglýsingu? Ef hið fallega bandalag þessara stofnana tórir gæti sú staða komið upp að Landlæknis- embætti ríkisins beitti sér gegn lýðheilsu- hvatningunni hjá meistaramánaðarbankanum til að minnka högg systurstofnunarinnar. Þá værum við komin í afar athyglisverðan hring og tilefni til að draga fram örbylgjupoppið hans Paul Newman, ef einhverjir sérfræðingar að sunnan hafa ekki ákveðið að það sé bráð- drepandi eins og allt sem smakkast þolanlega. Ég hef heyrt að læknar séu hver um annan þveran að leggja til rauðvínsdrykkju af heilsufarsástæðum. Ég þekki ágætan mann sem fékk ráðleggingar frá hjartalækni um að drekka eitt rauðvínsglas á kvöldi. Kunningi minn var ekki viss um hvort hann gæti haldið slíku plani og freistaði þess að semja um að fá að drekka öll sjö glösin á einu kvöldi í hverri viku. Því var hafnað. Kristján Jónsson Pistill Minn Meistaramánuður STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Reykjavíkurborg og Knatt-spyrnufélagið Framfunda þessa dagana vegnadeilu er snýr að flutningi félagsins úr Safamýri í Úlfarsárdal og uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fram hafði gefið borginni tímafrest til 15. febrúar til þess að efna það sem sagt er í yfirlýsingu „vanefndir samnings“ sem gerður var árið 2008, ellegar verði málinu skotið til gerðar- dóms. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri fundaði með forsvarsmönnum Fram fyrir helgi og hefur því frestur- inn sem félagið gaf verið fram- lengdur að sinni að sögn Guðmundar B. Ólafssonar, fyrrverandi formanns félagsins, sem situr við samninga- borðið fyrir hönd Fram. „Þar var far- ið í ákveðna talnagreiningu sem ver- ið er að fara yfir núna,“ segir Guðmundur. Að sögn hans snúa um- leitanir nú m.a. að því að á svæðinu verði byggt knatthús sem ekki var inni í samningi sem gerður var árið 2008, gegn því að aðrir hlutar samn- ingsins verði viðaminni. Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2008 þegar Fram og Reykja- víkurborg skrifuðu undir samning þess efnis að félagið flytti starfsemi sína í Úlfarsárdal þar sem það myndi þjónusta 15-16 þúsund manna byggð í Úlfarsárdal og Grafarholti. Síðan þá hefur aðalskipulagi verið breytt og verður sameiginlegur íbúafjöldi hverfanna um 9.600 manns, að því er fram kemur í greinargerð frá borg- inni vegna málsins. Vendipunktur varð í málinu þegar Reykjavíkurborg tilkynnti áform um uppbyggingu í Úlfarsárdal skömmu fyrir síðustu jól. Forsvars- menn Fram könnuðust ekki við að sátt hefði orðið um þessi áform og sendu frá sér yfirlýsingu í janúar þar sem þessu var mótmælt. Er þar farið yfir það sem sagt er vera vanefndir samningsins frá árinu 2008 í sex liðum og auk þess er yfir- lýsing borgarinnar sögð einhliða. Kemur þar m.a. fram að hluti vanefnda snúi að því að möguleg íbúðarbyggð verði að hámarki um 9 þúsund manns í stað 15 þúsund manna byggðar, en íbúafjöldi er sagður ein helsta forsenda samnings- ins frá 2008. Þá sé umfang mann- virkja minna og grasvellir færri en kveðið hafi verið á um í samningi. Þá hafi sú breyting orðið að fé- lagið verði ekki eigandi að landsvæð- inu, heldur Reykjavíkurborg. Var borgaryfirvöldum gefinn kostur á að bregðast við málinu til 15. febrúar ellegar færi það fyrir dóm. Frestur hefur verið framlengdur. Ekki nýtt uppsagnarákvæði Í greinargerð sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar 2. febrúar síð- astliðinn segir m.a. að ástæðu þess að félagið muni ekki eiga svæðið megi rekja til breytinga á sveitar- stjórnarlögum frá árinu 2011 þar sem krafa er gerð um að sveitarfé- lagið eigi landið. Þess í stað verði svæðið leigt endurgjaldslaust til 99 ára. Þá er sagt frá því að vissulega séu sum áform minni í sniðum en gert var ráð fyrir, en bent er á að mannvirkin séu í takti við niðurstöðu samkeppni um uppbyggingu á svæð- inu. Fram átti þar fulltrúa í dóm- nefnd. Eins segir að Fram hafi verið með umleitanir um byggingu flóð- lýsts gervigrasvallar í stað grasvallar á aðalleikvangi félagsins. Engin áform séu um að fækka grasvöllum annars staðar á svæðinu en þeir verði þó háðir þarfagreiningu. Þá segir að lokum að Fram hafi ekki nýtt sér uppsagnarákvæði á samn- ingnum í kjölfar þess að ákveðið var að minnka byggð í Úlfarsárdal, held- ur haldið flutningsáformum áfram eftir að breyting á aðalskipulagi lá fyrir. Fresta því að draga borgina fyrir dóm Morgunblaðið/Ómar Úlfarsárdalur Fram heldur úti starfsemi á tveimur stöðum í borginni. Í Safamýri hefur félagið starfað lengi en stefnir að flutningi í Úlfarsárdal. „Þetta er grafalvarlegt mál. Það eru heilu kynslóðirnar sem hafa alist þarna upp svo til án þess að nein þjónusta sé í hverfinu,“ segir Kristinn Steinn Trausta- son, formaður íbúasamtakanna í Úlfarsárdal. „Við hvetjum báða aðila til þess að klára þetta sem fyrst. Ljóst er að borgin hefur því skapað þessa stöðu sem málið er komið í með því að minnka hverfið svona mikið. Auðvitað viljum við líka pressa á félagið að sinna þessum samningamálum af fullum krafti. Fólk sem býr þarna er orðið langþreytt og kurr í því. Maður skilur einnig vel að fólk sem býr í Safamýri hafi áhyggj- ur. Sumir vilja kannski ekki taka fullan þátt í félagsstarfinu þar því þeir vita ekki hvort og hve- nær félagið fer. Á sama tíma er fólk í Úlfarsárdal sem ekki tekur þátt í starfinu þar sem félagið er ekki almennilega flutt hing- að. Svona hlutir geta gengið af félagsstarfinu dauðu, “ segir Kristinn. Kynslóðir án þjónustu ÍBÚASAMTÖKIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.